Hægriflokkarnir undirbúa sig nú af kappi fyrir komandi þingvetur. Þessa stundina sitja þau við að leggja drög að því að hækka matarskatta, lækka sykurskatt, einfalda og lækka fyrirtækjaskatta, afturkalla ESB umsóknina, lækka tekjuskatt á hærri tekjur, fjölga ráðherrum, fjölga ráðuneytum, fjölga seðlabankastjórum, skera meira niður í velferðar- og menntakerfinu, einkavæða grunnskólann - svo nokkur dæmi séu nefnd af væntanlegum afrekalista hægristjórnar framsóknar- og sjálfstæðismanna.
Ég er ekki viss um að nýir þingmenn framóknarflokksins hafi í kosningabaráttunni í fyrra áttað sig á því að það yrði hlutskipti þeirra að framfylgja harðlínustefnu sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum.
Nema þeir séu þessu bara sammála.
Sem má ekki útiloka.