Gamla gengið hefur sig til flugs

Fyrsta verk ríkisstjórnar hægriflokkanna var að fjölga ráðherrum. Frekari fjölgun ráðherra er í farvatninu og uppskipting ráðuneyta boðuð. Aðstoðarmönnum ráðherra hefur fjölgað og samkvæmt lauslegri talningu er forsætisráðherra nú með fimm slíka á sínum snærum. Einn þeirra hefur það hlutverk að gæta hagsmuna ráðherrans á þinginu og í mikilvægum þingnefndum. Annar flokksmaður var fluttur þangað úr utanríkisráðuneytinu vegna árekstra við ráðherrann í því ráðuneyti sem ekki má tala um. Í undirbúningi er að fjölga stjórnendum í æðstu embættum t.d. í Seðlabankanum og fleira má til telja.

Skyrterta kvöldsins

Kaldur hægrivetur framundan

Hægriflokkarnir undirbúa sig nú af kappi fyrir komandi þingvetur. Þessa stundina sitja þau við að leggja drög að því að hækka matarskatta, lækka sykurskatt, einfalda og lækka fyrirtækjaskatta, afturkalla ESB umsóknina, lækka tekjuskatt á hærri tekjur, fjölga ráðherrum, fjölga ráðuneytum, fjölga seðlabankastjórum, skera meira niður í velferðar- og menntakerfinu, einkavæða grunnskólann - svo nokkur dæmi séu nefnd af væntanlegum afrekalista hægristjórnar framsóknar- og sjálfstæðismanna.
Ég er ekki viss um að nýir þingmenn framóknarflokksins hafi í kosningabaráttunni í fyrra áttað sig á því að það yrði hlutskipti þeirra að framfylgja harðlínustefnu sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum.
Nema þeir séu þessu bara sammála.
Sem má ekki útiloka.

Sendikarla-snúningurinn

Árni Þór Sigurðsson sendiherra hefur skrifað okkur félögum sínum í Vinstri grænum opið bréf þar sem hann reynir að útskýra þá ákvörðun sína að hjálpa íhaldsöflunum að reisa fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins upp frá ruslahaugum sögunnar. Um það snýst þetta mál í grunninn.
Skýringar Árna Þórs vekja upp fleiri spurningar en þær svara. Í bréfinu kemur fram að í kjölfar þess að Árni Þór fékk ekki það starf sem hann sóttist eftir hjá ÖSE hafi sú starfsumsókn hvatt hann til frekari dáða við að finna hæfileikum sínum farveg utan Alþingis. Hvernig ber að skilja þetta í ljósi niðurstöðunnar? Var sendikarlasnúningurinn afrakstur þess? Var þetta þá eftir allt saman hugmynd Árna Þórs og/eða niðurstaða af samræðum hans við utanríkisráðherra?

Námfúsa Hanna

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra dómsmála, telur að draga megi lærdóm af lekamálinu. Lærdómur Hönnu er samt ekki sá að rangt sé að ljúga upp á Rauða krossinn. Lærdómurinn er ekki heldur sá að rangt sé að krefjast brottrekstrar blaðamanna sem fjalla um ráðherra með gagnrýnum hætti. Enn síður er lærdómurinn sá að mati Hönnu að ráðherrar eigi ekki að ljúga að Alþingi. Þaðan af síður að ráðherrar eigi ekki að reyna að hafa áhrif á rannsókn sakamála sér í vil.

Allt á sínum stað eins og venjulega

Pólitísk stefna og áherslur flokka og stjórnmálamanna koma frekar fram í gerðum þeirra en orðum. Stundum fer þetta þó saman, en alls ekki alltaf.
Ríkisstjórn hægriflokkanna telur þróunarhjálp vera vinstri pólitík, gæluverkefni vinstri manna og því skar hún niður framlög til málaflokksins á fjárlögum yfirstandandi árs.
Sama ríkisstjórn lítur hins vegar réttilega á útgjöld til hernaðar sem hægripólitík og rennur því blóðið til skyldunnar þegar kallið kemur um að auka útgjöld til slíkra mála.

Allt samkvæmt bókinni

Formenn stjórnarflokkanna sögðu í fyrra að staða ríkisfjármála væri verri en reiknað hafði verið með. Þeir gáfu meira að segja út sérstaka yfirlýsingu um það til að leggja áherslu á þetta mat þeirra á stöðunni.
Nú liggur það hins vegar fyrir að þeir kumpánar sögðu ósatt. Staðan á þessu síðasta fjárlagaári vinstristjórnarinnar var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og góður grunnur til að byggja á að mati fjármálaráðherra.

Það þarf að vera agi í hernum ...

Hægriflokkarnir hafa á einu ári lækkað veiðigjöld, afnumið auðlegðarskatt, lækkað tekjuskatt á hæstu tekjur, afþakkað meiri virðisaukaskatt af ferðaþjónustu, lækkað gjöld á áfengi og tóbaki og fleira í þessa veru. Vegna þessara aðgerða verða tekjur ríkissjóðs um 100 milljörðum lægri en þær hefðu annars orðið á næstu fjórum árum. Og þau boða enn frekari skattalækkanir.
Til að mæta þessum niðurskurði í tekjum ræða ráðherrar nú í alvöru um að skerða réttindi sjúklinga og „hækka hlutdeild sjúklinga“ í kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins. Ríkið má ekki reka með halla.
Framúrkeyrsla er ekki liðin.

Pólitískir bjánar

Í gær lagði eitt þeirra til að reka fólk úr vinnunni.
Í gær sagði annað þeirra að framúrkeyrsla yrði ekki liðin.
Í morgun vildi eitt þeirra að lögum yrði breytt til að hægt væri að reka opinbera starfsmenn fyrirvaralaust úr starfi.
Í dag er svo komin skýring á öllu saman og allt virðist í himnalagi.
Ekkert þeirra virðist hafa lágmarksþekkingu á fjármálum ríkisins.
Landinu er stjórnað af pólitískum bjánum.

Þau ætla að rústa Landspítalann

„Landspítalinn átti hvorki peninga fyrir launum starfsmanna né lyfjum haustið 2008 eftir hrun bankanna og var kominn í greiðsluþrot.“

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS