Lögin sem stuðst er við vegna veiða erlendra skipa úr deilistofnum sem ekki hefur verið samið um eru frá árinu 1998. Það var Þorsteinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem lagði frumvarp um málið fram á Alþingi sem var síðan samþykkt án mótatkvæða. Þessu lagaákvæði hefur verið beitt nokkrum sinnum, m.a. vegna veiða skipa á úthafskarfa sem að lokum varð til þess að veiðar ríkja sem ekki voru aðilar að samningi um nýtingu úthafskarfans lögðust af. Á sínum tíma var löndunarbann einnig til umræðu í samfélaginu og sýndist sitt hverjum eins og gengur. Færeyingar tóku þá, eins og aðrar þjóðir, þátt í að koma í veg fyrir þessar veiðar, m.a.