Hvar er konan sem grét?

Þegar tillögur um lækkun húsnæðisskulda voru  kynntar fyrir þingflokki framsóknarflokksins, brast ein þingkona flokksins í grát. Hún grét af skömm yfir því að hafa logið að kjósendum sínum. Hún grét af skömm yfir því að flokkurinn hennar ætlar hiklaust og án málalenginga að svíkja stærsta kosningaloforð í 100 ára sögu flokksins. Stærsta loforð allra tíma. Loforð sem leiddi til kosningasigurs og forystu framsóknar í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum.
Hvar er hún nú, þingkonana sem grét af skömm yfir sviknum loforðum? Hvað finnst henni um niðurstöðuna eins og sjálfur verkefnastjórinn hefur lýst henni fyrir alþjóð?
Hefur hún kannski ekki verið spurð og ef ekki - þá hvers vegna?

Gömul saga og ný

Húsvíkingar og Þingeyingar máttu þola ýmislegt á 18 ára valdatíma hægrimanna. Stöðug fólksfækkun og fækkun atvinnutækifæra á því tímabili kom illa niður á því svæði eins og í svo mörgum öðrum byggðum vítt og breitt um landið.
Það ætti því ekki að koma íbúum Norðurþings á óvart að sömu flokkar hafa aftur tekið upp  fyrri iðju við að fækka störfum og draga úr opinberri þjónustu.
Það er gömul saga og ný.
Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig íbúaþróun þar sem nú er Norðurþing var á síðasta stjórnartímabili hærgimanna.

Ekki gert út á kærleikann einan saman

Flestir Íslendingar bera hlýjan hug til frænda okkar Færeyinga. Það hefur berlega komið í ljós á síðustu dögum vegna komu skipsins Nærabergs til hafnar vegna bilunar. Sjálfur þekki ég nokkra Færeyinga og á sem vinnufélaga að auki.

Frændur og vinir

Lögin sem stuðst er við vegna veiða erlendra skipa úr deilistofnum sem ekki hefur verið samið um eru frá árinu 1998. Það var Þorsteinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem lagði frumvarp um málið fram á Alþingi sem var síðan samþykkt án mótatkvæða. Þessu lagaákvæði hefur verið beitt nokkrum sinnum, m.a. vegna veiða skipa á úthafskarfa sem að lokum varð til þess að veiðar ríkja sem ekki voru aðilar að samningi um nýtingu úthafskarfans lögðust af. Á sínum tíma var löndunarbann einnig til umræðu í samfélaginu og sýndist sitt hverjum eins og gengur. Færeyingar tóku þá, eins og aðrar þjóðir, þátt í að koma í veg fyrir þessar veiðar, m.a.

Þeir kunna ekki að stjórna

Hagstofan birtir í dag nýjustu upplýsingar um viðskipti Íslands við útlönd. Samkvæmt því er halli á vöruskiptum það sem af er árinu 16,2 mia.kr. Þetta þýðir að við flytjum inn vörur fyrir hærri upphæð en við flytjum út. Þann mismun, þ.e. þessa mínus 16,2 mia.kr. greiðum við með því að ganga á sameiginlega inneign okkar. Við eyðum sem sagt meira en við öflum, sem er grafalvarlegt mál. Hallinn á vöruskiptum við útlönd er nú nánast sá sami og í maí 2005 og allir vita svo hvað gerðist í framhaldinu af því. Það má sjá hér fyrir þá sem vilja.

Málgögn í stað fjölmiðla

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á 365, var heldur vandræðalegur í viðtali við RÚV í morgun. Umfjöllunarefnið var staða og trúverðugleiki fjölmiðla fyrirtækisins eftir að eigendur þess ráku ritstjóra Fréttablaðsins vegna fréttamats þeirra.

Góð afkoma hjá Granda - veiðigöld lækka um meira en helming

HB-Grandi hf hefur birt uppgjör sitt vegna fyrri hluta ársins 2014. Í stuttu máli má segja að fyrirtækið gangi afar vel og skili eigendum sínum góðum arði. HB-Grandi gerir reikninga sína í evrum eins og mörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki sem sjá hag sínum betur borgið með því en að gera upp í krónum.

Þetta er geggjað lið ...

Eftir allt upphlaupið. Eftir öll hrópin. Eftir allar hótanirnar. Eftir alla umfjöllunina sem þau kölluðu eftir og fengu – stendur þetta eftir:
Það kostaði að rannsaka Hrunið.
Hinn dæmalausi formaður fjárlaganefndar veltir því nú fyrir sér hvort skýrslur RNA „…séu það góðar að það megi draga af þeim einhvern lærdóm.“

Einfeldningarnir

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna vilja einfalda allt skattkerfið. Þeir segja að nauðsynlegt sé að einfalda tekjuskattskerfið. Þeir vilja afnema þrepaskiptan skatt. Þeir vilja einfalda virðisaukaskattskerfið og hafa eina háa prósentu í stað þrepaskipts skatts. Þeir vilja afnema auðlegðarskatt og sleppa efnamesta fólki landsins við sérstakan skatt. Þeir vilja einfalda og jafnvel afnema öll vörugjöld. Þeir vilja einfalda og helst afnema auðlindagjöld.
Allt er þetta þó sambærilegt við það sem gerist í öðrum löndum og að mörgu leyti einfaldara en gengur og gerist annars staðar. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn skilja þetta bara ekki. Þetta er of flókið fyrir þá.
Landinu virðist stjórnað af einfeldningum.

Léleg útkoma hjá Landsbankanum

Landsbanki Íslands hefur birt hálfs árs uppgjör sitt vegna yfirstandandi árs. Þar kemur fram að hagnaður bankans á fyrri hluta ársins hafi verið 14,9 mia.kr. sem sé litlu minna en á sama tímabili á síðasta ári. Þegar betur er að gáð lítur hins vegar út fyrir að rekstur bankans sé ekkert sérstakur og tæpast viðunandi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS