Fiskistofa til Akureyrar

Það ber að fagna tillögum Sigurðar Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra að flytja starfsemi Fiskistofu til Akureyrar. Umræða um það átti sér stað á síðasta kjörtímabili og var ekki annað að heyra þá en að þverpólitísk samstaða væri um þau mál. Aðstæður í samfélaginu voru hins vegar ekki sem bestar til slíkra verka, fasteignaverð hrunið, atvinnuleysi með því hæsta sem gerst hefur, almenn óvissa um efnahagsleg afdrif landsins, auk mikilla breytinga á laga- og regluverki landsins. Þó voru nokkrar stofnanir sameinaðar og verkefni flutt til á milli staða og landshluta. Er skemmst að minnast sameiningar skattstofa í því sambandi.

Viðráðanlegt vandamál

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sté fram á sviðið í gær og tilkynnti af röggsemi að hann myndi sjá til þess að sjónvarpi yrði áfram varpað um gervihnött til þeirra sem á þeirri þjónustu þyrftu að halda. Þar með var eytt þeirri óvissu um málið sem verið hafði dagana þar á undan sem um tíma leit út fyrir að menn réðu ekki við að leysa.
Það vekur hins vegar athygli að fjögur ár þar á undan voru þessi mál og þúsund fleiri sambærileg leyst án þess að úr þeim yrði stórmál. Enda er þetta í eðli sínu smámál sem menn ráða fram úr áður en þau vaxa þeim yfir höfuð.

Hvað ætli Bjarna finnist?

Gríðarlega miklu af skatttekjum ríkissjóðs var sóað á stjórnleysisárunum fyrir Hrun. Sem dæmi um það var á síðustu þremur árum fyrir Hrun farið 75 milljarða fram úr fjárlögum. Lítið var fylgst með því hvað varð um peningana sem var úthlutað með ógagnsæjum hætti, svo ekki sé nú meira sagt.
Það varð gríðarleg breyting á þessu á kjörtímabili Vinstristjórnarinnar og vinnubrögð við ráðstöfun á skattpeningum tóku miklum breytingum til batnaðar. Enda var það allt meira og minna í tætlum eftir langvarandi óstjórn.

Ráðaleysi og ósannindi

Í fyrra sagði forsætisráðherra að ný áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði lögð fram í september – í fyrra. Í fyrra sagði fjármálaráðherra að afnema mætti höftin á „næstu mánuðum.“ Síðasta vetur skipaði forsætisráðherra leynilega hóp snillinga um afnám haftanna sem gera átti tillögur um lausn málsins. Ráðherrarnir tveir hafa gefið svo margar yfirlýsingar um afnám haftanna að það er nánast ómögulegt að halda utan um það.

Það skiptir máli hverjir stjórna

Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar greip til ýmissa ráðstafana til að sporna við atvinnuleysi í kjölfar Hrunsins. Stór hluti þeirra aðgerða beindist að því að fjölga leiðum fyrir ungt fólk til náms. Dæmi um það má sjá hér og hér. Nýir framhaldsskólar voru opnaðir og framhaldsdeildir sömuleiðis víða um land. Dæmi um það má sjá hér, hér og hér.

Starfsmenn mánaðarins

Lausleg talning á vefsíðu Innanríkisráðuneytisins sýnir að starfsmenn þess eru helmingi fleiri en stafirnir í íslenska stafrófinu. Nú er svo komið að ótilgreindur fjöldi starfsmanna hefur stöðu grunaðra í glæpamáli sem ráðherrann ber ábyrgð á. Við vitum hvorki hve margir eru í slíkri stöðu né hverjir það eru. Þau hafa verið merkt með bókstöfunum A, B, C o.sv.frv. og eiga það öll sameiginlegt að hafa stöðu grunaðra.

Pólitískt smámenni

„Við höfum ekki látið það hafa áhrif á samskipti okkar við Bandaríkjamenn að þar sé margt athugavert á seyði. Samanber t.d. dauðarefsingar og meðferð á stríðsföngum. Þeir hafa á síðastliðnum tveimur árum drepið fleiri en 60 dæmda glæpamenn og hafa lögleitt dauðarefsingu. Þetta höfum við ekki látið hafa áhrif á samskipti við þá.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, á RÚV í gær.
Bjarni leggur dauðarefsingar og ómanneskjulega meðferð á fólki að jöfnu við hvalveiðar. Þess vegna vill hann gera díl við vini okkar í vestri um að þeir láti okkur í friði við að veiða hval og á móti horfi stórveldið Ísland fram hjá aftökum og pyntingum í Bandaríkjunum.
Hann er pólitískt smámenni hann Bjarni litli Benediktsson.

Stórsigur í Norðurþingi

Það hefur ekki farið mikið fyrir stór sigri Vinstri grænna og óháðra í Norðurþingi í kosningunum í vor. Þó er það líklega einn stærsti sigur nokkurs framboðs á landinu öllu. Vinstri græn og óháðir í Norðurþingi fengu rétt tæp 27% atkvæða í kosningum eða um 66% meira en í kosningunum 2010 og tvo menn í bæjarstjórn. Framboð Vinstri grænna og óháðra í sveitarfélaginu naut forystu Óla Halldórssonar, forstöðumanns Þekkingarsetur Þingeyinga sem nú verður formaður byggðaráðs í meirihlutasamstarfi við sjálfstæðisflokksins.

Höfnin geld

Það er að mínu viti algjörlega rétt sem Guðmundur Kristjánsson skrifar í grein um skipulagsmál í Reykjavík. Með því að breyta hafnarsvæðinu í Reykjavík í íbúðabyggð er jafnhliða verið að leggja höfnina niður í þeirri mynd sem við þekkjum hana. Byggingarsvæðið verður dýrt, íbúðirnar sem þar rísa þ.a.l. líka. Vel efnaðir íbúar munu ekki sætta sig við daglegt líf hafnarinnar til lengdar. Þeir munu fara fram á frið og ró í kringum nýju heimilin sín. Það verður ekki með óbreyttri hafnarstarfsemi.

Höfnin verður því geld og engum til gagns né gleði.
Niðurlag greinar Guðmundar ætti að vekja fólk til umhugsunar:
„Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf.“
Sei nó mor.

 

Eygló verður sér til skammar

Eygló Harðardóttir ráðherra segir framsóknarflokkinn vera fórnarlamb grófrar hatursumræðu, sambærilegri þeirri sem beinst hefur gegn konum víða um heim. Eygló misnotaði aðstöðu sína sem ráðherra á norrænu kvennaráðstefnu Nordisk Forum í Malmö til að verja stefnu flokksins eins og hún var borin fram af leiðtoga flokksins í Reykjavík í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna. Hún bað þátttakendur á ráðstefnunni um ráð og hjálp handa framsóknarflokknum til að geta framfylgt þeirri stefnu hans. Hún laug því á stórri ráðstefnu kvenna um jafnréttismál að framsóknarflokkurinn á Íslandi væri fórnarlamb hatursumræðu. Hún sagði ekki frá því hvernig á því stóð að hann margfaldaði fylgi sitt í Reykjavík og í hverra umboði borgarfulltrúar flokksins sitja.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS