„Við höfum ekki látið það hafa áhrif á samskipti okkar við Bandaríkjamenn að þar sé margt athugavert á seyði. Samanber t.d. dauðarefsingar og meðferð á stríðsföngum. Þeir hafa á síðastliðnum tveimur árum drepið fleiri en 60 dæmda glæpamenn og hafa lögleitt dauðarefsingu. Þetta höfum við ekki látið hafa áhrif á samskipti við þá.“
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, á RÚV í gær.
Bjarni leggur dauðarefsingar og ómanneskjulega meðferð á fólki að jöfnu við hvalveiðar. Þess vegna vill hann gera díl við vini okkar í vestri um að þeir láti okkur í friði við að veiða hval og á móti horfi stórveldið Ísland fram hjá aftökum og pyntingum í Bandaríkjunum.
Hann er pólitískt smámenni hann Bjarni litli Benediktsson.