Hálf saga af skuldauppgjöri Björgólfs Thors

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur tilkynnt um að hann sé búinn að gera upp við lánardrottna sína og allir hafi gengið sáttir frá borði eftir að hafa samið um uppgjörið. Niðurstaðan er sú í stórum dráttum að Björgólfur fékk svigrúm til að hámarka virði eigna sinna, lánadrottnar fengu höfuðstól lána sinna greiddan og Björgólfur er aftur orðinn langríkasti Íslendingurinn. Sem er ágætt mál.
En skiptirþetta íslensku þjóðina einhverju máli? Stutta svarið er: Nei, það gerir það ekki.  Hér er fyrst og fremst um að ræða persónulegt uppgjör Björgólfs að ræða og snertir hann sjálfan og lánardrottna hans.
Þetta uppgjör snertir t.d. ekki fall Landsbanka Íslands nema að mjög litlu leyti. Var hann þó fjölskyldufyrirtæki þeirra feðga, Björgólfs yngri og Björgólfs eldri. Sá banki stóð fyrir glæfralegum útlánum og gríðarlegri áhættustarfsemi sem hafði mikil áhrif á fall annarra íslenskra banka, auk afar neikvæðra áhrifa á lífskjör almennings. Hrun Landsbankans er að umfangi í hópi tíu stærstu gjaldþrota sögunnar. að umfangi. Gjaldþrot gamla Björgólfs er í hópi stærstu einstaklingsgjaldþrota veraldarsögunnar. Þetta uppgjör snertir heldur ekki Straum sem var í meirihlutaeigu Björgólfs og fór illilega á hausinn. Svo dæmi séu tekin. Íslenska ríkið hefur ekki einu sinni skatttekjur af auði og rekstri Björgólfs Thors Björgólfssonar sem er með lögheimili í útlöndum.
Björgólfur Thor á enn í nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem vonandi munu ganga vel í framtíðinni.
Skuldauppgjör Björgólfs er hans prívat mál. Björgólfur Thor skilur eftir sig slóð efnahagslegrar eyðileggingar á Íslandi.
Það á eftir að gera það upp.

Comments

Haraldur Gudbjartsson's picture

Já, núna erum við komin með svipu á þau og þau reyna að aðlagast en of seint, skriðan er farin af stað.
Fylkisflokkurinn.is   Sveitafélög þurfa að sameinast og smáríki líka, vegna hagkvæmni til að halda fólki.