Við erum fljót að gleyma

Við erum flest frekar gleymin. Sum okkar kjósa reyndar að gleyma frekar en að muna. Fæstir muna t.d. hvað skattkerfið á Íslandi var ranglátt og lélegt fyrir Hrun.
Tökum tvö dæmi:
1. Þegar allt hrundi í hausinn á okkur haustið 2008 var tekjuskattur á fyrirtæki aðeins 10%. Jafnvel eftir að Vinstristjórnin hafði tvöfaldaði skattinn var hann eftir sem áður með því lægsta sem þekktist. Fyrirtæki á Íslandi greiddu nánast engan tekjuskatt á þessum tíma. Árið 2009 greiddi öll útgerðin í landinu innan við 1 mia. króna í tekjuskatt. Á því sama ári greiddu fyrirtæki í hugbúnaði janf mikið og öll álverin samanlagt í tekjuskatt.

Sýndarmennska og poppulismi

Ríkisstjórnin hefur góðan meirihluta á Alþingi, 38 þingmenn af 63. Það þýðir að stjórnin á afar auðvelt með að ná fram öllum sínum málum. Þessi góði meirihluti gefur þingmönnum líka ákveðið svigrúm til að viðra meinta óánægju sína með einstök mál. Það erum við að sjá núna, t.d. í afstöðu einstakra þingmanna til hækkunar á virðisaukaskatti á matvæli, lækkun á sykurskatti og til einstakra þátta fjárlagafrumvarpsins. Þannig geta stjórnarflokkarnir gefið allt að 6 þingmönnum frjálsar hendur til að tjá sig og jafnvel greiða atkvæði gegn vilja meirihlutans án þess þó að eiga það á hættu að málin nái ekki fram að ganga. Það er því lítið að marka það þó einstaka stjórnarþingmaður glenni sig á móti ríkisstjórninniaf og til.
Það er bara sýndarmennska og poppulismi.

 

Og framsókn druslast með ...

Þeir hafa lækkað veiðigjöld, tekjuskatt á hæstu laun, afnumið auðlegðarskatt, lækkað gjöld af tóbaki og áfengi – svo fátt eitt sé talið. Samtals nema þessar skattalækkanir a.m.k. 25 mia.kr. á hverju ári. Og það er meira af slíku í farvatninu.
Það er því eins rangt og það getur orðið að ekki séu til peningar í nauðsynleg verkefni. Það voru til nægir peningar á árunum fyrir Hrun eftir því sem sagt var. Ekki einu sinni þá gátu hægrimenn sett peninga í Landspítalann, hvorki í rekstur né til nýbyggingar. Þeir vildu það ekki vegna þess að það þjónaði ekki hugmyndafræði þeirra. Það sama á við í dag.
Og framsókn druslast með eins og venjulega.

Engin geimvísindi

Fjárlagafrumvarp er stefnuyfirlýsing hverrar ríkisstjórnar. Í frumvarpi til fjárlaga er ekki aðeins mörkuð stefna þess fjárlagaárs sem það á að ná til heldur og ekki síður er það stefnumótandi til lengri tíma.
Þannig fólu fjárlagafrumvörp vinstristjórnarinnar í sér mikla stefnubreytingu frá því sem verið hafði áratugina þar á undan. Það kom m.a.  fram í því hvernig  tekna var aflað og hvernig aðhaldi í rekstri var hagað. Þunginn af skattheimtunni var færður frá þeim sem minnst höfðu og hafa á milli handanna og minnst eiga yfir á eignameira fólk, tekjuhærri hópa og fyrirtæki. Fjárlagagati Hrunsins var lokað með því að afla nýrra tekna og draga saman í útgjöldum, nánast 50/50.

Hann er ekki hann sjálfur ...

Forsætisráðherra kom sér undan því að lýsa yfir stuðningi við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Kastljósinu í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við einn ráðherra í ríkisstjórn framsóknarflokksins í sama viðtali. Forsætisráðherrann neitaði því í viðtalinu að til standi að auka sérstaklega innheimtu á sjúkrahúsmerktum lyfjum þó það standi berum orðum í fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur lagt fram.

Þarna skilur á milli vinstri og hægri

Á árunum fyrir Hrun var jafnt og þétt dregið úr framlögum til grunnstoða velferðarsamfélagsins. Sérstaklega átti þetta við um lífeyris- og sjúkratryggingar, framhalds- og háskóla. Ríkisstjórn vinstrimanna lagði mikla áherslu á að snúa þessari þróun við í kjölfar Hrunsins. Framlög til grunnstoða samfélagsins voru aukin jafnt og þétt út kjörtímabil stjórnarinnar sem hlutfall af því sem við höfðum til skiptanna. Við greiddum á kjörtímabilinu hærra hlutfall af því sem við framleiddum á ári hverju til þessara málaflokka en gert var á árunum fyrir Hrun þegar nóg átti að vera til handa öllum. Og þetta var hægt að gera þrátt fyrir að vaxtagreiðslur ríkissjóðs hefðu margfaldast á sama tíma vegna mikilla skulda, auk annarra erfiðleika sem Hrunið færði okkur heim.

Þvílíkur loddari!

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, hefur alla tíð hafnað allri gagnrýni RNA á störf hans í embætti. Þó er þar aðeins vitnað til orða hans sjálfs, gerða, ræðuhalda og ferðalaga um heiminn á árunum fyrir Hrun. Upptalning á hreinum og beinum staðreyndum.

Ráðist að starfsmönnum rannsóknanefnda Alþingis

„Ég mun krefjast upp­lýs­inga um laun allra nefnd­ar­manna í þrem­ur rann­sókn­arnefnd­um Alþing­is við þing­byrj­un.“ (Karl Garðarsson)

Gæluverkefni hægrimanna

Hægrimenn hafa alltaf haft horn í síðu þróunaraðstoðar. Þeir segjast samt alltaf vilja gera vel í þeim efnum og hafa undirgengist alls konar skuldbindingar þar að lútandi. En þegar á hólminn er komið svíkja þeir það eins og annað.

Góð afkoma hjá Samherja

Afkoma Samherja og dótturfélaga þess á árinu 2011 var sú besta í sögu fyrirtækisins. Hagnaðurinn það árið nam um 9 mia.kr. Árið 2012 var enn betra að þessu leyti þegar hagnaður fyrirtækisins var um 16 mia.kr. Og enn er slegið met á árinu 2013 þegar fyrirtækið og félög þess skila hagnaði upp á 22 mia.kr. Ríflega þriðjungur hagnaðar þess árs er vegna sölu eigna.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS