Þeir hafa lækkað veiðigjöld, tekjuskatt á hæstu laun, afnumið auðlegðarskatt, lækkað gjöld af tóbaki og áfengi – svo fátt eitt sé talið. Samtals nema þessar skattalækkanir a.m.k. 25 mia.kr. á hverju ári. Og það er meira af slíku í farvatninu.
Það er því eins rangt og það getur orðið að ekki séu til peningar í nauðsynleg verkefni. Það voru til nægir peningar á árunum fyrir Hrun eftir því sem sagt var. Ekki einu sinni þá gátu hægrimenn sett peninga í Landspítalann, hvorki í rekstur né til nýbyggingar. Þeir vildu það ekki vegna þess að það þjónaði ekki hugmyndafræði þeirra. Það sama á við í dag.
Og framsókn druslast með eins og venjulega.