Hagstofa Íslands hefur gefið út talnaefni um landsframleiðsluna á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi árs. Þar er margt athyglisvert að finna, m.a. þetta:
1. Landsframleiðsla jókst mun minna á tímabilinu en aukning útgjalda.
Það þýðir m.a. að við eyðum meira en við öflum.
2.VLF jókst um 2,4% á öðrum fjórðungi ársins, miðað við sama tíma í fyrra, sem er 40% undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var einungis 0,6% sem er vel undir spám.
Það þýðir m.a. að áætlanir sem byggðust á meiri hagvexti og VLF, t.d. fjárlög, munu ekki standast.
3. Einkaneysla og innflutningur er meiri en spáð var á meðan fjárfesting (sérstaklega í einkageiranum) og útflutningur er minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.