Elliði veldur óróa

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, hefur vakið verðskuldaða athygli með pólitískri framgöngu sinni að undanförnu. Hann þykir skeleggur og brattur talsmaður Eyjamanna, óhræddur við að gagnrýna sitt eigið pólitíska lið ef því er að skipta og honum finnst á Vestmannaeyjar hallað. Hann er auk þess einn af fáum sjálfstæðismönnum sem bit þykir í og hann ver óhikað stefnu flokksins í grunninn á meðan forystan á fullt í fangi með að verjast. Kosningasigur sjálfstæðismanna í Eyjum í vor var fyrst og síðast persónulegur kosningasigur Elliða sem kom honum í þá stöðu að geta gert sig enn breiðari en áður á vettvangi stjórnmálanna.
Af því hafa einhverjir nokkrar áhyggjur.

Æpandi þögn um styrkjamál sjálfstæðisflokksins

Vorið 2009 komst upp um stórfelld styrkjamál stórfyrirtækja til sjálfstæðisflokksins og þingmanna hans. Í stórum dráttum snerist málið um tvo stóra styrki til flokksins árið 2006 upp á kr. 55 milljónir á þávirði. Annars vegar var um styrk frá Landsbankanum gamla upp á 25 milljónir að ræða og hins vegar frá FL Group upp á 30 milljónir. Guðlaugur Þór Þórðarson sem hafði sjálfur þegið háar upphæðir í eigin sjóði frá ýmsum aðilum á þessum tíma var sagður hafa haft milligöngu um stóru styrkina til Flokksins. Ábyrgðinni var hins vegar á endanum velt yfir á þáverandi formann flokksins, Geir H Haarde, sem lét sig hafa það eins og margt annað. Nema hvað?

Víðir Jónsson: Framúrskarandi fiskimaður

Ég þekki engan betur þess verðugan að vera talinn „framúrskarandi fiskimaður“ en Víði Jónsson skipstjóra á Kleifabergi ER-70. Það er ekki öllum gefið að fiska mikið og standa öðrum framar í veiðum, vinnslu og verðmætasköpun eins og Víðir hefur afrekað áratugum saman. Jafnvel þó svo að þakka megi samstarfi áhafnar, útgerðar og skipstjóra þann góða árangur sem skipstjórar ná oft á tíðum skal það aldrei af Víði Jónssyni tekið að hann er og hefur verið fremstur íslenskra fiskimanna um langt árabil. Hann er auk þess sterkur karakter og hefur alltaf staðið með sínu og sínum þegar á hefur reynt. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar að því leyti til.

Skattar og verðmætasköpun

Egill Helgason, sá ágæti bloggari og þjóðfélagsrýnir, skrifar á svæði sitt í dag pistil um verðmætasköpun og skattlagningu. Egill skrifar m.a.: „Það er ljóst að verðmætasköpunin þarf að verða meiri í íslensku hagkerfi. Annars lagast þetta ástand varla. - Það er öruggt að við skattleggjum okkur ekki út úr þessu.“
Það er alveg rétt hjá Agli að verðmætasköpun þarf að vera meiri og án hennar þokumst við lítið ef nokkuð áfram.
Hin fullyrðingin þarfnast rökræðu.

Líklega er ég að misskilja ...

Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á lögum um nauðungarsölu. Lögin fela í sér að sýslumönnum beri að fresta nauðungarsölu hjá heimili fólks sem „sótt hefur um leiðréttingu fasteignaveðlána samkvæmt lögum um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána“, eins og segir í lögunum.
Í fyrsta lagi er afa ólíklegt að millifærslan muni breyta nokkru fyrir þá sem eru með heimili sín í nauðungarsölu í dag. Stærsti hluti peninganna mun fara til annarra þjóðfélagshópa sem ekki eiga  á hættu að missa húsnæði sitt. Lagasetningin mun því lítið ef nokkuð gera fyrir þann hóp sem hún á þó að ná til nema vekja óraunhæfar væntingar.
Hvað um það.

Hagstofan gefur út viðvörun.

Hagstofa Íslands hefur gefið út talnaefni um landsframleiðsluna á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi árs. Þar er margt athyglisvert að finna, m.a. þetta:
1. Landsframleiðsla jókst mun minna á tímabilinu en aukning útgjalda.
Það þýðir m.a. að við eyðum meira en við öflum.
2.VLF jókst um 2,4% á öðrum fjórðungi ársins, miðað við sama tíma í fyrra, sem er 40% undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var einungis 0,6% sem er vel undir spám.
Það þýðir m.a. að áætlanir sem byggðust á meiri hagvexti og VLF, t.d. fjárlög, munu ekki standast.
3. Einkaneysla og innflutningur er meiri en spáð var á meðan fjárfesting (sérstaklega í einkageiranum) og útflutningur er minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Aðför forsætisráðherra að réttarkerfinu

Af hverju er þingmönnum og ráðherrum stjórnarflokkanna svona uppsigað við Sérstakan saksóknara? Hvað veldur því að talsmenn ríkisstjórnarinnar nýta hvert tækifæri sem þeir fá til að grafa undan embættinu og tortryggja það á alla lund. Nýjasta dæmið er ótrúleg yfirlýsing forsætisráðherra um að hann muni láta fara fram sérstaka rannsókn á klögumáli manns gegn sérstökum saksóknara. Manns sem virðist hafa leikið tveim skjöldum sem fyrrverandi starfsmaður embættisins. Þó hefur málið farið sinn gang innan réttarkerfisins og ekki talinn grundvöllur til að halda því áfram.

Kröfugerða- og klúðurkynslóðin?

Getur það verið að við séum kynslóðin sem klúðraði því sem þau sem á undan okkur komu trúðu okkur fyrir og settu í hendurnar á okkur?
Ekki voru það við sem lögðum t.d. grunn að heilbrigðiskerfinu eða byggingu sjúkrahúsa – eða hvað? Flest eru þau frá fyrri hluta síðustu aldar, sum byggð fyrir peninga frá útlöndum og að frumkvæði ýmissa hópa samfélagsins sem skynjuðu þörfina betur en stjórnvöld þess tíma.

Hver sáttahöndin upp á móti annarri ...

Áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna var samþykkt í mars 2011. Hún tekur m.a. mið af því að draga sem mest úr áhrifum afnámsins á lífskjör almennings. Formenn núverandi stjórnarflokka fundu þessari áætlun allt til foráttu á síðasta kjörtímabili. Helst af öllu fannst þeim samt að hlutirnir myndu ekki ganga nægilega hratt fyrir sig, það væri ekkert mál að afnema höftin á nokkrum vikum eða mánuðum. Sögðu þeir þá.

Valhöll er sem pólitískur vígvöllur

Átökin í sjálfstæðisflokknum í kringum Lekamálið eru að verða með þeim ljótari sem við höfum orðið vitni að í íslenskum stjórnmálum. Látum það vera að ráðherrann hafi reynt að koma sér undan málinu með því að vísa á pólitíska starfsmenn sína. Látum það vera að ráðherrann hafi sakað Rauða krossinn um að leka gögnum. Látum það vera að ráðherrann hafi reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins með óeðlilegum hætti. Látum það vera þó ráðherrann hafi margsinnis sagt þingi og þjóð ósatt um málið. Allt er þetta þó eitt og sér og samanlagt ráðherranum til mikillar skammar. En látum það samt vera – í bili.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS