Allar hugmyndir stjórnvalda um bætur í húsnæðismálum snúast um að laga þau að íslenskum veruleika, þ.e. verðtryggingu, háum vöxtum og reglulegum efnahagslegum kollsteypum. Úr þeim jarðvegi verða m.a. til hugmyndir um að slaka á byggingarreglugerðum og gefa afslátt af öryggi íbúa. Iðnaðarráðherra sagði t.d. um þau mál á fundi um húsnæðismál fyrir skömmu að það ætti engum að koma við hvernig fólk vildi haga tækjamálum í húsnæði sínu, svo framarlega sem útgönguleiðir væru tryggar ef eldur kviknaði.