Forysta fjárlaganefndar gekk fram af forstjóra Landspítalans

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er með orðvarari mönnum. Það er tekið mark á því sem hann segir. Páll lýsir fundi sínum með fjárlaganefnd á dögunum m.a. með þessu orðum: „Fram­koma for­ystu fjár­laga­nefnd­ar og skiln­ings­leysið á þörf­um þeirr­ar grunnþjón­ustu fyr­ir al­menn­ing sem sjúkra­húsið veit­ir olli mér von­brigðum. Von­brigðum í ljósi mik­il­væg­is og um­fangs mála­flokks­ins og þess skýra vilja þjóðar­inn­ar sem kem­ur fram í skoðana­könn­un eft­ir skoðana­könn­un; að for­gangsraða eigi í þágu heil­brigðisþjón­ust­unn­ar um­fram annað.“

Aldeilis frábær árangur

Slysavarnaskóli sjómanna á þrjátíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Ég held því fram að engum öðrum skóla hafi tekist betur upp við að ná markmiðum sínum á jafn stuttum tíma. Á þessum þrjátíu árum hefur orðið mikil hugarfarsbreyting meðal sjómanna og útgerðarmanna varðandi slysavarnir um borð í skipum. Frá því að Slysavarnaskólinn tók til starfa hefur slysum á sjó fækkað mjög sem og skipsköðum og banaslysum. Frá árinu 2008 eru þrjú ár án banaslysa á sjó. Það er mikil breyting frá því sem áður var og aldeilis frábær árangur. Þetta er ekki síst að þakka öflugri starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna og því frábæra fólki sem þar hefur starfað þótt fleira komi til.​
Íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við Slysavarnaskóla sjómanna.

 

 

Pólitískir slæpingjar

 Samkvæmt mælingum hefur engin ríkisstjórn verið jafn löt til verka og núverandi ríkisstjórn hægrimanna. Engin ríkisstjórn hefur tekið sér lengra samfelldara frí frá störfum en þessi og engin ríkisstjórn á síðari tímum lagt fram jafn fá þingmál. Innan ríkisstjórnarinnar eru jafnvel ráðherrar sem hafa ekki lagt fram eitt einasta þingmál það sem af er vetrar. Samt hefur engri ríkisstjórn tekist að skapa jafn mikla ólgu í landinu, jafnframt því að ala á sundrungu og deilum meðal þjóðarinnar.
Þetta eru allt meira og minna pólitískir slæpingjar.

 

Um hvað er deilt varðandi fjárlög næsta árs?

Þessi litla frétt er svo sem ekki ýkja merkileg.
Og þó!
Það hefur áður gerst og mun gerast aftur að tafir verði á afgreiðslu fjárlaga. Ástæðan er svo til alltaf sú sama – ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru ósammála um einstök mál fjárlagafrumvarpsins. Á meðan bíður fjárlaganefnd eftir fyrirmælum frá fjármálaráðherra og getur ekki annað. Fjárlög eru hópverkefni ríkjandi stjórnarflokka og þingmanna sem þá styðja. Fjárlaganefnd spilar ekki sóló með það frumvarp.

Það verður að fullkomna verkið

 Snemma í haust samþykktu 98% kröfuhafa (stundum kallaðir hrægammar) samkomulag um uppgjör á þrotabúi Glitnis. Það er afar sjaldgæft að samningar teljist svo góðir af öðrum aðilanum að nánast hver einasti kjaftur standi ánægður upp frá borðinu. Frá þessum tíma hafa stjórnvöld dekstrað enn frekar við vini sína, kröfuhafa, m.a. keyrt í gegnum Alþingi lagabreytingar um enn frekari afslætti þeim til handa. Enda hefur ánægðum í hópi kröfuhafa fjölgað úr 98% í 99,9% sem er hreint ótrúleg niðurstaða.

Píratar setja skilyrði

 Í grein á vefsvæði Hringbrautar er sagt frá því að Píratar muni setja tvenn skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku eftir næstu kosningar. Annars vegar að kosið verði um ESB (aðild eða umsókn?) og hins vegar að kosið verði um nýja stjórnarskrá. Í greininni er þetta talið vera til merkis um nýjung í íslenskum stjórnmálum og djarflega teflda skák hjá Pírötum.
Fyrir okkur sem munum lengra en til gærdagsins horfir þetta aðeins öðruvísi við.

Brennivín með pósti

Sú „frétt“ fór fram hjá mér að nýr ritari sjálfstæðisflokksins hafi fyrir skömmu nýtt sér póstþjónustu til að verða sér úti um brennivín og látið sem um nýjung væri að ræða.
Það er nú öðru nær.
Það er ekki nýtt fyrir okkur sem komin erum á miðjan aldur eða svo að hægt sé að láta senda sér brennivín með póstinum. Reyndar var þetta áratugum saman eina leiðin fyrir íbúa landsbyggðanna til að verða sér úti um vín, þ.e. að láta senda það með póstinum og leysa kröfuna síðan út á næsta pósthúsi. Það var reyndar engin hraðþjónusta, hvað þá heimsending og biðin eftir kröfunni var stundum löng.
En hún kom á endanum.

 

Ískaldur íslenskur veruleiki

Allar hugmyndir stjórnvalda um bætur í húsnæðismálum snúast um að laga þau að íslenskum veruleika, þ.e. verðtryggingu, háum vöxtum og reglulegum efnahagslegum kollsteypum. Úr þeim jarðvegi verða m.a. til hugmyndir um að slaka á byggingarreglugerðum og gefa afslátt af öryggi íbúa. Iðnaðarráðherra sagði t.d. um þau mál á fundi um húsnæðismál fyrir skömmu að það ætti engum að koma við hvernig fólk vildi haga tækjamálum í húsnæði sínu, svo framarlega sem útgönguleiðir væru tryggar ef eldur kviknaði.

Þau eru ógn við samfélagið

 Sumir stjórnmálamenn hika ekki við að misnota vald sitt og aðstöðu komist þeir í færi við það. Nýlegt dæmi um það er Ásmundur Friðriksson, þingmaður sjálfstæðisflokksins. Honum finnst ekkert óeðlilegt við að nota ræðustól Alþingis til að hvetja almenning til að sniðganga fyrirtæki sem honum líkar ekki við. Fyrir ekki löngu hvatti annar þingmaður hægrimanna fyrirtæki til að sniðganga annað fyrirtæki í hefndarskyni fyrir pólitíska gagnrýni.
Báðir þessir þingmenn tilheyra  flokkum á hægri væng stjórnmálanna og segjast í orði standa fyrir einhverri tegund frelsis og lítilla pólitískra afskipta af atvinnulífinu.

Pólitísk liðleskja í ríkisstjórn

 Eygló Harðardóttir er átakanlega lélegur ráðherra. Hún kemur bókstaflega engu í verk og það litla sem frá henni kemur er tóm vitleysa. Málaskrá hennar á Alþingi er bæði þunn og grunn. Svo kennir hún öllum öðrum um verkleysi sitt. Ef ekki embættismönnum þá pólitískum andstæðingum. Nú síðast telur hún vanda ungs fólks þann helstan að geta ekki kaffært sig í verðtryggðum lánum á okurvöxtum og allt sé það Steingrími J Sigfússyni að kenna.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS