Ótakmörkuð heimild til að einkavæða bankana!

 Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir alvarleika þeirra breytingartillagna sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til við fjárlagafrumvarp næsta árs. Um það vitna tillögur um niðurskurðinn hjá RÚV og Landspítalanum  svo og hjá öryrkjum og öldruðum sem mikið hefur verið í umræðunni. Alvarlegast af öllu er þó glæfraleg tillaga um að veita fjármálaráðherra ótakmarkaða heimild til að selja eignarhluti ríkisins í öllum bönkunum (6.gr. bls. 11), þ.m.t. Íslandsbanka eins og hann leggur sig eftir að ríkið eignast hann að fullu. Þetta þýðir m.ö.o. að fjármálaráðherra hægristjórnar sjálfstæðis- og framsóknarflokks fær heimild Alþingis til að einkavæða allt bankakerfið eins og það leggur sig á næsta ári, verði breytingartillögurnar samþykktar í atkvæðagreiðslu síðar í dag.

Fyrirmyndarfyrirtæki

Norðursigling á Húsavík hefur verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu og strandmenningu í 20 ár með öllum sínum uppgerðu eikarbátum og skútum og veitingastöðum. Fyrirtækið hefur rutt öðrum brautina á mörgum sviðum, ekki síst á sviði umhverfismála. Nýverið var Norðursigling tilnefnd til stórra evrópskra umhverfisverðlauna sem veitt eru ferðaþjónustufyrirtækjum. Þar var eflaust horft til rafvæðingar á einni af skútum fyrirtækisins. Það er ekki víst að fólk geri sér almennt grein fyrir hversu stór þessi tilnefning er og hve mikil viðurkenning hún ein og sér er fyrir Norðursiglingu.

Stálin stinn

Margir eru eðlilega mjög hugsi yfir stöðunni á Alþingi vegna umræðu um fjárlög næsta árs. Í sjálfu sér er þó um tvö tiltölulega einföld mál að ræða.

Offors og lágkúra

Lýðræði er ekki það að tiltekinn flokkur eða hópur fólks fari fram með offorsi og komi vilja  sínum fram án þess að fjöldi annarra í samfélaginu fái rönd við reist. - Stjórnmálabarátta síðari tíma virðist stundum ekki felast í öðru en lýðskrumi og samkeppni flokksleiðtoga um að sannfæra kjósendur með áróðri og auglýsunum um að þeir eða flokkar þeirra muni fullnægja hvötum þeirra og þörfum betur en aðrir.“
Ríkið og rökvísi stjórnmála. Páll Skúlason.

Jón Gunnarsson í ruglinu

Jón Gunnarsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, móðgaðist fyrir hönd formanna hægriflokkanna vegna ummæla Bjarkar Guðmundsdóttur um að þeir séu hálfgerðir sveitalubbar. Hann skilur hvorki upp né niður í Björk og spyr hvort hún borgi skatta á Íslandi. Sjálfur skil ég hvorki upp né niður í því hvaða máli það skiptir hvort hún borgi skatta á Íslandi eða ekki í þessu samhengi. Ekki borgar Lars Christensen skatta á Íslandi þó hann leyfi sér að hafa skoðun á því sem hér er að gerast.

Fyrir neðan allar hellur

 Stjórnvöld halda uppi undarlegu samtali við þjóðina þessa dagana, svo ekki sé nú meira sagt.
Formaður fjárlaganefndar hefur farið fyrir þingliði hægriflokkanna með ótrúlegum hroka gagnvart þeim sem hafa aðra skoðun á lífinu en hún.
Innanríkisráðherra lítur á sig sjálfa sem fórnarlamb í málefnum flóttamanna og segir að sér hafi „... alltaf þótt það að þegar kemur andlit á þetta fólk þá verður þetta svo óskaplega erfitt.“
Forsætisráðherra ræðst af offorsi og fólsku á gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar með uppnefnum og óhróðri.

Spilling

Í dag, 9. desember, er alþjóðlegur dagur gegn spillingu.
Í eina tíð var Ísland sagt vera eitt af þrem minnst spilltu löndum veraldar og þá stuðst við viðurkenndar mælingar því til rökstuðnings. Við vitum nú betur. Spilling hér á landi var landlæg og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir samfélagið allt eins og lesa má um í viðamikilli skýrslu RNA.
Spilling í stjórnmálum eykst því miður  að nýju, það er hafið yfir allan vafa.

Fjármálaráðherra í töluverðu ójafnvægi

Veiðigjöld á síðasta fiskveiðiári námu um 7,7 milljörðum króna. Fyrir tveimur árum námu gjöldin 12,8 milljörðum króna. Veiðigjöld hafa lækkað samtals um 9 milljarða króna á síðustu tveimur árum. Þessar upplýsingar má sjá á vef Fiskistofu.

Lengi lifi Grímur Atlason!

Sagt er að Grímur Atlason sé 45 ára í dag. Ég las viðtal í tímariti um borð í Icelandair flugvél á dögunum við Grím um Iceland Airwaves þar sem hann hefur verið í framvarðasveit. Viðtalið var reyndar fimm síðum of stutt enda af nægu að taka. Grímur hefur lyft grettistaki í tónlistarlífi landsins á undanförnum árum og á fyrir það heiður skilið. Framlag Gríms og annarra af hans kaliberi verður seint metið að fullu. Án slíkra væri íslenskt tónlistarlíf heldur fátæklegt.
Við spiluðum einu sinni saman, ég, Grímur og Kristinn Schram. Það var eftirminnilegt, fyrir okkar þrjá. En greinilega ekki aðra. Það er ekki einu sinni til mynd af því. Kannski eigum við eftir að spila saman aftur. Hver veit?
Lengi lifi Grímur Atlason!

Ekki tilviljanir heldur grjóthörð pólitísk stefna

Landspítalinn kom gjaldþrota út úr „góðærinu“ undir öryggri yfirstjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Samkvæmt ríkisreikningi 2009 vantaði 3 milljarða upp á að endar næðu saman þegar veislunni lauk (bls. 48-96-108). Það var ekki vegna peningaskorts heldur vegna pólitískrar stefnu. Spítalinn var sveltur í þrot. Hulda Gunnarsdóttir, þáverandi forstjóri Landspítalans, lýsti ástandinu með þeim orðum að spítalinn hefði þá hvorki átt fyrir lyfjum né launum starfsmanna. Hún hætti.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS