Full glannaleg viðbrögð þingmanna

Háskóli Íslands var stofnaður þann 17. júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. HÍ hefur síðan verið flaggskip íslenskra skóla og stolt þjóðarinnar. Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt á þessari ríflegu öld sem hann hefur starfað og mikilvægi hans er hafið yfir allan vafa.
Nú segja þingmenn að Háskóli Íslands hafi „tapað trausti“ þeirra, að HÍ, sem kalli sig „háskóla allra landsmanna“, hafi hvorki „áhuga né metnað“ til að halda úti námi fyrir alla landsmenn.
Ég skil vel að þingmenn vilji hugsa vel um kjördæmi sín. En eru það ekki full glannaleg viðbrögð af þeirra hálfu að lýsa því nánast yfir að Háskóli Íslands sé ónýt stofnun - af ekki meira tilefni?