Forsetinn sem getur ekki hætt

„Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki. Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í sögu H.C. Andersen.“
Skýrsla RNA. Ályktanir og lærdómur bls. 178

Óskiljanlegt með öllu

Fréttablaðið hefur valið „samning stjórnvalda við kröfuhafa“ sem viðskipti ársins. Í umsögn blaðsins segir að „ekkert toppi þetta samkomulag“ og að ríkið fái eignir sem „metnar eru á 500 milljónir á núll krónur“. Blaðið valdi svo formenn hægriflokkanna þriðju bestu viðskiptamenn ársins, næst á eftir forstjóra Marel og forstjóra WOW air.
Stundum veit maður ekki hvar á að byrja.
En prófum þetta:

  • Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa margsinnis þvertekið fyrir að hafa komið að samkomulagi við kröfuhafa

  • Fjármálaráðherra hefur sagt að það sé ekki hlutverk ríkisins að semja við kröfuhafa

Samhengi hlutanna ...

Það vakti athygli í desemberbyrjun þegar bankastjóri Landsbankans lýsti því yfir að það geisaði blússandi góðæri á landinu.
Nú vitum við hvað hann var að meina.

Gufaði Frosti upp?

Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknarflokksins, gagnrýnir Alþingi á heimsíðu sinni fyrir að veita fjármálaráðuneytinu, að ósk fjármálaráðherra, heimild til að skuldbinda ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í Innviðafjárfestingabanka Asíu.
Það má vel taka undir þessa gagnrýni hjá Frosta sem byggð er málefnalegum rökum.

Þorsteini Pálssyni fatast flugið

 Ég er ekki í hópi pólitískra aðdáenda Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins. Ég les þó stundum pistlana hans sem margir hverjir eru athyglisverðir, sérstaklega þó hin síðari ár.
Þessi pistill hans er þó með þeim undarlegri og til merkis um að honum er að fatast flugið.
Í fyrsta lagi var lögð fram tillaga um afturvirkar bætur til öryrkja og aldraðra við afgreiðslu fjáraukalaga yfirstandandi árs en ekki fjárlaga næsta árs. Staðfesting eða höfnun forsetans á fjárlögum næsta árs breytir því litlu í þeim efnum.

Bjarni er svo lúinn!

 Það vakti athygli þegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins, brást ókvæða við orðum Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ um að ríkisstjórn hægriflokkanna hefði alið á ójöfnuði og misskiptingu í landinu. Í kjölfarið hjólaði Bjarni svo með hótunum í forseta Íslands vegna ummæla þess síðarnefnda um kjör öryrkja og aldraða. Allt er þetta frekar sérstakt og ráðherranum til minnkunar.

Takk fyrir, Hymnodia!

Ég fer afar sjaldan á stóra jólatónleika. Finnst lítið jólalegt við þá. Ég fer hins vegar gjarnan á tónleika í kirkju til að reyna að fanga stemningu jólanna. Árum saman hef ég farið á jólatónleika Hymnodiu í Akureyrarkirkju og veit fátt betur til þess fallið að komast í jólaskap og finna fyrir hátíðleika jólanna.
Jólatónleikar Hymnodiu í ár fyrir fullri kirkju í kvöld voru einstaklega fallegir og jólalegir. Kórinn söng ásamt Jóni Þorsteinssyni einsöngvara, jafnt nú frumsamin lög og ljóð sem og eldri og þekktari jólalög. Það var sannarlega jólastemning í Akureyrarkirkju í kvöld og þá ekki síður þegar gengið var úr kirkjunni út í kyrrlátt kvöldið hér nyrðra.
Bestu þakkir fyrir frábæra tónleika, Hymnodia!

Fasískar aðferðir gegn RÚV

Utanríkisráðherra hefur neitað fréttamanni RÚV um viðtal nema gegn skilyrðum.
Formaður fjárlaganefndar hótaði fréttastofu RÚV vegna fréttaflutnings.
Umhverfisráðherra segir flokkinn sinn ekki nenna að styðja við bakið á RÚV enda finnst flokknum RÚV ekki rétt merkt.
Þingmaður framsóknarflokksins hefur verið virkur í hópi fólks sem vill herða eftirlit með fréttaflutningi RÚV.

Furðuleg viðbrögð þingmanns

 Í gær vitnaði ég til skrifa Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns sjálfstæðisflokksins, þar sem hann segist hafa fengið frí á Alþingi til að sinna bókaútgáfu sinni og að hann sé þakklátur þeim sem veittu honum fríið. Þingmaðurinn bregst við með þessum hætti.
Það sem mér leikur hins vegar forvitni á að vita er hver eða hverjir gáfu þingmanninum frí frá störfum, hvert þingmenn sækja um þannig frí og hvort þetta hafi verið launalaust frí hjá þingmanninum. Ásmundur Friðriksson þarf auðvitað ekkert að svara þessum vangaveltum mínum frekar en hann vill enda beindi ég engum spurningum til hans um það né annað.
Hvort ég er  óþverri eða ekki að mati þingmannsins er alveg utan og ofan við málið og í raun furðuleg viðbrögð af hálfu þingmannsins.
Og þó ...

Mál albönsku fjölskyldnanna

 Það er rangt hjá Ólöfu Nordal að hún hafi verið birtingarmynd máls albönsku fjölskyldnanna sem vísað var úr landi. Sú mynd var af börnum sem leidd voru út af heimilinum sínum og út í myrkrið af yfirvaldinu. Ólöf var hins vegar táknmynd þeirra sem gerðu ekkert í málinu og héldu því fram að ekkert væri hægt að gera. Það var hins vegar almenningur í landinu  sem tók málið í sínar hendur og neitaði að gangast við því að ekki væri hægt að hjálpa fólki í neyð.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS