Ólafur Ragnar Grímsson sagði óvissuna hafa orðið til þess að hann hætti við að hætta og bauð sig fram aftur. Nú segist hann vera að hugsa um að hætta við að hætta við að hætta þar sem Davíð Oddsson hafi ákveðið að fara í forsetaframboð. Ólafur Ragnar vill meina að óvissan sé ekki sú sama og var eftir framboð Davíðs.
Davíð Oddsson segist hins vegar bjóða sig fram þar sem hann efist um getu kjósenda til að velja sér gott og traust þing í kosningunum í haust. Því þurfi hann að vera til staðar vegna óvissunnar sem kjósendur eru vísir til að skapa með atkvæðum sínum. Hann segist þurfa að vera til taks til að glíma við óvissuna, enda verði þar að vera maður sem láti engan rugla í sér. Ekki einu sinni kjósendur.
Í stuttu máli: Annar hætti við að hætta vegna óvissu sem hinn hefur leyst með því að bjóða sig fram vegna annarrar óvissu. Sá fyrrnefndi er nú í óvissu með áframhaldandi framboð og hinn í óvissu með framtíðina.