Það þarf vinstristjórn til

Húsavík/Norðurþing fór illa út úr góðæristímabilinu svokallaða líkt og mörg önnur svæði á landsbyggðunum. Opinberum störfum fækkaði, samdráttur varð í stórum burðaratvinnugreinum líkt og sjávarútvegi og íbúum fækkaði. Stjórnmálamenn gáfu ítrekuð sver loforð um risaframkvæmdir sem færa átti allt til betri vegar. En allt voru það innistæðulaus orð og efndir engar.
Nú er staðan önnur.

Staðreyndir um Vaðlaheiðargöng

Það þyrmir stundum yfir mann vegna þess hvað sumir stjórnmálamenn komast upp með að segja án þess að þurfa að færa rök fyrir máli sínu. Einn slíkur er Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokksins. Í viðtali við hana á dögunum tekur hún gerð Vaðlaheiðarganga sem gott dæmi um kjördæmapot sem hún telur af hinu vonda. Hún segir að vaðið hafi verið í gerð ganganna án þess að rannsóknir lægju til grundvallar og enginn geti nú sagt um hversu mikið verkefnið fari fram úr fjárheimildum!
Staðreyndirnar eru hins vegar þessar:

Gagnslítið þjóðhagsráð

Þjóðhagsráð var sett á laggirnar að til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Það er skipað ráðherrum ríkisstjórnarinnar, fulltrúa atvinnurekenda, aðila frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og svo bankastjóra Seðlabanka Íslands. Þannig skipað þjóðhagsráð er í besta falli gagnslaust með öllu og líklegra til að verða til tjóns en hitt. Frásögn af fyrsta fundi þjóðhagsráðs ber vitni um það.

Eigum við að borga fyrir að láta svindla á okkur!

"… það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1.000 milljónir eða 2.000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“

Hefur Flugfélag Íslands enga sómakennd lengur?

Fyrir nokkrum árum spurðist ég fyrir um það hjá Flugfélagi Íslands hvers vegna farþegum væri boðið upp á morgunblaðið eitt blaða í vélum félagsins á degi hverjum. Það var fátt um marktæk svör. Sagt að plássleysi væri um að kenna og mogginn væri ódýrastur í dreifingu. Ég bar það undir þáverandi ritsjóra Fréttablaðsins sem gaf lítið fyrir svör Flugfélagsmanna og sagði þá ekki vilja sitt blað um borð í vélarnar sem þó væri ókeypis.
Enn er spurt sömu spurninga og til viðbótar: Hvernig stendur á því að Flugfélag Ísland býður farþegum sínum á hverjum degi upp á dagblað sem auk þess að vera hreint pólitískt flokksblað í harðri hagsmunabaráttu fyrir eigendur sína, hefur ítrekað gerst sekt um kyn þáttafordóma í skrifum og myndbirtingum?

Jón í sáttahug

Jón Gunnarsson er maður sem stöðugt leitar sátta. Hann hefur nú kynnt sáttaleið sína við stjórn fiskveiða sem felst í megindráttum í því að í stað veiðigjalda í krónum og aurum greiði útgerðir fyrir aflaheimildir með hluta af þeim heimildum, þ.e. hlutfall af úthlutuðum heimildum. Þær aflaheimildir verði síðan að tillögu Jóns „boðnar til ráðstöfunar“ til „að auðvelda kvótalitlum aðilum og nýliðum að ná í aflaheimildir" eins og Jón leggur til að verði.
Þetta eru að ýmsu leyti býsna athyglisverðar vangaveltur hjá Jóni og ekki alveg svo langt frá þeim hugmyndum sem deilt var um á síðasta kjörtímabili og Jón andskotaðist sem mest í og fann þá allt til foráttu.

Aron Rødskjegg, Gylfi Den Gode og Birkir Hårfagre

Það er mikið skrifað og skrafað um árangur íslenska landsliðsins í erlendum fjölmiðlum. Skiljanlega velta margir því fyrir sér hvernig landslið frá svona fámennri þjóð geti náð slíkum árangri sem er fyllilega verðskuldaður og ekki háður neinum tilviljunum. Á vefsíðu VG í Noregi er m.a. verið að velta því upp hvort Norðmenn geti eitthvað lært af Íslendingum hvað þetta varðar. Skemmtilegar pælingar þar.
Árangur landsliðsins hefur einnig vakið athygli hjá norska stórfyrirtækinu Norled sem birti eftirfarandi í fréttabréfi til starfsfólks fyrirtækisins:
"Den 27. Juni spilte Island åttendedelsfinale i europamesterskapet i football. Motstander var selveste England, og mann for mann var Island udiskutabelt et svakere lag. Likevel vant de 2-1.

Af Ásmundum og Elliðum þessa heims

Skattheimta snýst ekki aðeins um að afla tekna til að reka skóla, sjúkrahús eða velferðarkerfi svo dæmi séu tekin. Skattar eru líka tæki til jöfnunar, jafnt með því hvernig þeirra er aflað og ekki síður með því hvernig þeim er ráðstafað. Þetta er allt nokkuð einfalt og ætti í sjálfu sér ekki að þarfnast frekari skýringa.
Og þó.

Brexit gæti styrkt ESB

Þeir eru ekki margir sem finnst það hafa verið góð hugmynd hjá Bretum að segja sig frá Evrópusambandinu og þeim fer fækkandi. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar er komin upp mikil óvissa í breskum stjórnmálum og óljóst hver áhrifin af því verða á það sem eftir er af gamla heimsveldinu.
Það er fjarlægur möguleiki að Bretar hafi nokkurn áhuga á að gera samninga við ESB í anda EES samningsins enda var grundvöllur hans beinlínis það sem Bretar höfnuðu í kosningunum, þ.e. ferðafrelsi og flutningur á vörum og fjármagni milli landa. Það var á þeim grunni sem kjósendur samþykktu að ganga úr ESB, aðallega þó til að hefta för útlendinga. Enn ólíklegra verður að teljast að innan ESB sé vilji til að gera slíkan samning við land sem segir sig úr sambandinu á þessum forsendum.

Það er ekkert að óttast

Af hverju ætti að verða snúið að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar? Í sögulegu ljósi hafa ríkisstjórnarmyndanir gengið ágætlega og því tæpast ástæða til að ætla að það verði með öðrum hætti í haust. Pælingin með því að nú verði þetta heldur snúnara en áður virðist byggjast á því að sitj­andi rík­is­stjórn sjálf­stæð­is­flokks og fram­sókn­ar­flokks, gömlu valdaflokkanna, gæti misst meiri­hluta sinn og verði að biðj­ast lausn­ar. Svo samgróin er þjóðarsálin þessum tveim flokkum að við upplifum óvissu ef útlit er fyrir að þeir verði ekki áfram húsráðendur í stjórnarráðinu.
En það er engin ástæða til þess. Almenningur kýs og byggt á þeim úrslitum verður mynduð ríkisstjórn. Forsetinn kemur lítið að því. Nema að forminu til. Það eru stjórnmálamennirnir í umboði kjósenda sem mynda ríkisstjórn hér eftir sem hingað til.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS