"Nýr forseti tekur við góðu búi enda er hann að taka við keflinu af yfirburðamanni. Þótt Guðni Th. Jóhannesson sé sinn eigin maður og muni setja sinn svip á embættið þarf ekki að velkjast í neinum vafa um að hann getur lært margt af Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki síst þegar kemur að því að treysta eigin dómgreind og innsæi …”
Þannig skrifar hinn ágæti fréttamaður Þorbjörn Þórðarson í leiðara Fréttablaðsins í gær.
Auðvitað er það þannig að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, getur margt lært af forverum sínum í starfi, þó það nú væri. Vonandi mun hann þó ekki ganga í smiðju Ólafs Ragnars Grímssonar eftir dómgreind og innsæi heldur treysta á sjálfan sig í þeim efnum. Enda held ég að það sé lítil hætta á því sem betur fer.