Ekki einu sinni ég á skilið að vera grýttur

Ofbeldi má aldrei líðast. Það er aldrei réttlætanlegt að beita ofbeldi. Það er út í hött að kasta hlutum í fólk.
Viljum við koma einhverju á framfæri notum þá tungumálið, beitum rökum, verum hvöss og háðsk ef því er að skipta. En við skulum ekki beita ofbeldi og við skulum ekki grýta hvert annað. Það er galið og þeim til minnkunar sem það gera og reyndar samfélaginu öllu ef við látum það líðast.
Það á ekki að beita fólk ofbeldi vegna skoðana þess eða framgöngu.
Það á enginn skilið að vera grýttur.
Ekki einu sinni ég.