Farið verði að tillögum sáttanefndar

Stéttarfélög sjómanna nýta tímann á milli jóla og nýárs til fundarhalda enda er þetta eini tími ársins sem sjómenn eru flestir í landi á sama tíma. Ég sat einn slíkan fund í gær með sjómönnum í Framsýn á Húsavík þar sem málin voru reifuð frá ýmsum sjónarhornum. Mest var þó rætt um framtíðarskipan stjórna fiskveiða við landið, veiðiráðgjöf og aflaheimildir, auk afnáms sjómannaafsláttar og fleira sem snertir sjómenn.

Ljósið jóla bjarta

Guðbjörn Arngrímsson, húsvörður og allt-múligt-maður, í Ólafsfirði hefður það fyrir sið að senda vinum og vandamönnum lítið jólakvæði fyrir hver jól sem gjarnan eru þá skrifuð í jólakortin frá honum. Þetta er skemmtilegur siður hjá Guðbirni enda er hann ágætt skáld sem kann að koma jólaboðskapnum vel til skila með þessum hætti.
Jólakvæði Guðbjörns 2010 hljóðar svona:Drungi hverfur, dregur frá
Dimma flýr úr hjarta
þegar lýður líta má
ljósið jóla bjarta.

Í friði og ró

Það er sem betur fer er það liðin tíð að fiskiskipin séu á sjó yfir jól eins og áður þótti sjálfsagt. Nú eru öll skip bundin við bryggju og sjómenn fá sitt jólafrí eins og aðrir landsmenn. Hafnirnar eru fullar af fallega skreyttum skipum.
Hann er oft kuldalegur á sjónum á þessum árstíma eins og þeir þekkja sem kynnst hafa og aðstæður hættulegri en á öðrum árstíma. Myndin hér að ofan er tekin um borð í Kleifabergi ÓF-2 fyrir nokkrum árum þegar skipið var á leið í land á Þorláksmessunótt í kulda og trekki.

Ég biðst afsökunar

Í færslu hér að neðan varð mér það á að gefa í skyn að þingmaður sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi gengi erinda þeirra sem fjármögnuðu kosningabaráttu hans. Það var ekki fallega gert hjá mér, bæði illa sagt og ómaklegt gagnvart umræddum þingmanni og ekki byggt á neinum haldgóðum rökum.
Ég biðst því afsökunar á þessum skrifum og vona að slíkt endurtaki sig ekki.

Leynilegir forystumenn sjálfstæðisflokksins

Guðlaugur Þór Þórðarson fer mikinn þessa dagana og sakar forsætisráðherra um að leyna þing og þjóð upplýsingum um eitthvað sem enginn virðist vera almennilega klár á hverjar eru nema Guðlaugur sjálfur. Enda er þar vanur maður á ferð sem kann sitthvað fyrir sér um hvernig og hversvegna leyna skal upplýsingum og forða þeim undan almenningi.

Holur málflutningur þremenninga

Það hefur ekki farið á milli mála að óróleiki er í ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Samfylkingar eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna ákváðu að styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sú afstaða er næst því að lýsa yfir vantrausti á sitjandi ríkisstjórn, á eftir beinni vantraustyfirlýsingu. Þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau fara fram með stóryrðum gagnvart félögum sínum, þ.á m. mér. Undir því er erfitt að sitja og reyndar algjörlega óþarft.

Undarleg afstaða stjórnarþingmanna

Alþingi samþykkti fjárlagafrumvarp næsta árs nú í morgun, með minnsta mögulega mun, 32 atkvæðum af 63. Þrír þingmenn Vinstri grænna studdu ekki frumvarpið, hvorki einstaka liði þess að í heild sinni. Slík framganga stjórnarliða á sér ekki fordæmi og vekur upp spurningar um styrk ríkisstjórnarinnar á einum erfiðustu tímum í sögu lýðveldisins.
En hvað um það. Eins og áður segir þá studdu þau, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna ekki frumvarpið né nokkra liði þess.

Sjálfstæðismenn afneita skatta fortíð sinni

Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnarflokkana harðlega fyrir skattahækkanir og niðurskurð í útgjöldum ríkisins. Segja þetta bera feigðina í sér og jafnvel dauðann sjálfan, segir Kristján Þór Júlíusson um fjárlagafrumvarpið og vísar þá til skattahækkana og niðurskurðar, sem hann er alfarið á móti.

Nú lagðist stjórnarandstaðan lágt

Í frumvarpi til fjáraukalaga 2010 sem gert var að lögum í dag, lagði meirihluti fjárlaganefndar til að 280 milljónum króna yrði varið til að greiða atvinnulausum desemberuppbót. Slíkt hefur ekki áður verið gert og ekki búist við öðru en þingmenn greiddu þessari góðu tillög atkvæði sitt.
En það var aldeilis ekki þannig. Tillagan var samþykkt með 33 samhljóða atkvæðum meirihlutans á Alþingi en stjórnarandstaðan sat hjá eins og hann lagði sig. Þetta vekur upp spurningar um vinnulagið sem minni hlutinn á þinginu stundar sem flest helst af öllu í því að tillögur stjórnarliða séu allar vondar og ekki þess virði að styðja þær.

Rekstur sendiráða úr böndum undir stjórn Davíðs Oddssonar

Það má lesa eitt og annað skemmtilegt út úr svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um rekstur sendiráða. Í svarinu kemur m.a. fram að mikil fjölgun var á sendiherrum á árunum 2004-2005 eftir að þróun þeirra mála hafði verið í jafnvægi mörg ár þar á undan. Einnig má sjá að á þessum sama tíma jókst rekstarkostnaður sendiskrifstofa um 25% á föstu verðlagi á meðan vísitala neysluverðs stóð svo til í stað. Í svarinu kemur einnig fram að mikil var í starfsmannahaldi utanríkisþjónustunnar á þessu tímabili og að 26 sendiherrar eru á launaskrá ráðuneytisins. Þar af eru 19 við störf á sendiskrifstofum en sjö við störf á aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS