Alþingi samþykkti fjárlagafrumvarp næsta árs nú í morgun, með minnsta mögulega mun, 32 atkvæðum af 63. Þrír þingmenn Vinstri grænna studdu ekki frumvarpið, hvorki einstaka liði þess að í heild sinni. Slík framganga stjórnarliða á sér ekki fordæmi og vekur upp spurningar um styrk ríkisstjórnarinnar á einum erfiðustu tímum í sögu lýðveldisins.
En hvað um það. Eins og áður segir þá studdu þau, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna ekki frumvarpið né nokkra liði þess.