Ég biðst afsökunar

Í færslu hér að neðan varð mér það á að gefa í skyn að þingmaður sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi gengi erinda þeirra sem fjármögnuðu kosningabaráttu hans. Það var ekki fallega gert hjá mér, bæði illa sagt og ómaklegt gagnvart umræddum þingmanni og ekki byggt á neinum haldgóðum rökum.
Ég biðst því afsökunar á þessum skrifum og vona að slíkt endurtaki sig ekki.