Heimtur úr búi Landsbankans greiða Icesave að fullu

Fyrir skömmu kynnti skilanefnd Landsbankans nýtt mat á heimtum úr búi bankans. Þar kom fram að til þessa hafa heimtur verið talsvert betri en áætlað var og sömuleiðis að eignir búsins væru meira virði en búist var við. Miðað við það sem nú liggur fyrir, þ.e. það sem þegar hefur fengist greitt og það mat sem lagt hefur verið á þær eignir sem enn eru óseldar eða eru tryggar eignir, er nú allt útlit fyrir að Icesave-skuldbinding Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum verði að fullu greidd með eignum bankans og gott betur.

Eigandastefna ríkisins

Fyrir hrun voru nær allar fjármálastofnanir í einkaeigu sem réðu sinni ferð svo til algjörlega án afskipta ríkisvaldsins. Það átti við launamál þessara stofnanna sem og annað sem að þeim snéri. Því fór sem fór. Ofurlaun stjórnenda bankanna ásamt allskonar rétti til kaupa á bréfum í stofnunum sem enginn leið var fyrir nokkurn mann að tapa ásamt fleiru í þá áttina einkenndi launastefnu þessara fyrirtækja sem venjulegt fólk var löngu hætt að skilja. Þegar síðan herti að voru ýmsar skuldir þessa fólks afskrifaðar, jafnvel í bréfunum sem það hafði áður innleyst hagnað af.

Eitt og annað um Icesave

Þegar nefndir Alþingis fá mál til umfjöllunar er venjan sú að vísa þeim til umsagnar aðila í samfélaginu sem taldir eru hafa hagsmuna að gæta eða eru að einhverju leiti taldir getað upplýst nefndarmenn um viðkomandi mál. Nefndarmenn afla sér síðan upplýsinga um málið úr ýmsum áttum, hver og einn fyrir sig og einnig sameiginlega. Á þessum gögnum til viðbótar sínu eigin mati á hverju máli fyrir sig eftir umræður sín á milli, móta nefndarmenn sér síðan skoðun á málinu og afgreiða það að lokum þannig frá sér til lokaafgreiðslu þingsins.
Þannig var það t.d.

Fjórar komma þrjár milljónir

Fjórar komma 3 milljónir eru talsverðir peningar. Upphæðin lætur nærri að vera árslaun miðaldra grunnskólakennara með talsverða kennslureynslu að baki. Laun kennara þykja hinsvegar ekkert sérstaklega há. Fjórar komma þrár milljónir eru u.þ.b. tveggja og hálfsárs atvinnuleysisbætur. Atvinnuleysisbætur eru hvorki háar né vigta þungt í heimilisbókhaldi nokkurs manns.
Fjórar komma þrjár milljónir á mánuði hljóta hinsvegar að teljast rífleg mánaðarlaun ef rétt reynist– ekki satt?

Þá myrkvast málið

Sum svör við fyrirspurnum á Alþingi eru skemmtilegri en önnur eins og gengur. Utanríkisráðherra á það t.d. til að svara spurningum sem til hans beinast með þeim hætti að unun er á að hlýða. Það á t.d. við um svar ráðherrans við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns framsóknarflokksins á dögunum um starfsemi sendiráða og ræðismannsskrifstofa. Vek sérstaklega athygli á svari ráðherrans við fjórðu spurningu á bls. 2.
Góða skemmtun!

Öryggi eða áhætta?

Síðastliðna tvo daga hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins dregið fram með skýrum hætti frammi fyrir hvaða vali kjósendur standa þann 9. apríl næst komandi. Valið snýst um áhættu og valið er nokkuð skýrt. Með því segja JÁ og velja samningaleiðina lágmarka kjósendur áhættu samfélagsins af launs Icesave-málsins.

Framsókn er að einangrast í íslenskum stjórnmálum

Svo virðist sem forysta framsóknarflokksins sé að einangrast í Icesave-málinu. Eins og kunnugt er sátu tveir þingmenn flokksins, Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson, hjá við atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi á en forystusveit flokksins, formaðurinn, varaformaðurinn og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd hafa hinsvegar verið ákafir andstæðingar þess að leysa málið. Nú hefur Siv Friðleifsdóttir lýst því yfir að hún muni styðja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og ekki þætti mér ólíklegt að Guðmundur Steingrímsson gerði slíkt hið sama.

Arðgreiðsla úr þrotabúi Landsbankans

Icesave-samningarnar sem forseti Íslands hefur vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu ganga út frá því að gert verði upp við innistæðueigendur að mestu eða öllu leyti með eignum þrotabús Landsbankans. Skuld bankans við þá sem átti þar innstæður við fall hans er því kláruð af þrotabúinu sjálfu og þannig er tjón skattgreiðenda lágmarkað. Samningarnar kveða m.a. á um að hinn íslenski Tryggingarsjóður fái aðgang að eignum þrotabúsins til að standa skil á lágmarksinnstæðutryggingum.

Sameinast í Héraðsdómi Reykjavíkur

Fyrir utanbæjarmenn er ekki að sjá að það sé margt sem sameinar neðantalin sveitarfélög, skóla eða lögregluyfirvöld í Bretlandi. En þegar betur er að gáð má sjá að þau tengjast öll í gegnum landið bláa, gamla góða Ísland. Það sem gerir það að verkum að eyjan í norðri hefur náð að sameina þessa aðila í einn má fyrst og síðast „þakka“ íslenskum fjárglæframönnum sem fóru ránshendi um sjóði þeirra. Rétt eins og þeir gerðu við sína eigin landa í skjóli þeirra leikreglna sem settar voru af þáverandi stjórnvöldum.
Mánudaginn 21.

Góður stuðningur í þjóðfélaginu við samningaleið í sjávarútvegi

Niðurstöður könnunar sem MMR gerði á afstöðu fólks til stjórna fiskveiða eru í takt við það sem áður hefur mælst í slíkum könnunum. Í nýlegri könnun sem MMR gerði fyrir LÍÚ um sama mál kemur fram að 68% kjósenda Samfylkingarinnar og 75,2% stuðningsmanna Vinstri grænna séu þeirrar skoðunar að sk. samningaleið verði farin við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS