Svo virðist sem forysta framsóknarflokksins sé að einangrast í Icesave-málinu. Eins og kunnugt er sátu tveir þingmenn flokksins, Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson, hjá við atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi á en forystusveit flokksins, formaðurinn, varaformaðurinn og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd hafa hinsvegar verið ákafir andstæðingar þess að leysa málið. Nú hefur Siv Friðleifsdóttir lýst því yfir að hún muni styðja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og ekki þætti mér ólíklegt að Guðmundur Steingrímsson gerði slíkt hið sama.