Ekkert verður af þrettándagleði á Akureyri þetta árið, samkvæmt því sem fram kemur á dagskránni.is eins en jólin hafa verið kvödd með þrettándabrennu og skemmtilegheitum á þrettándanum með þeim hætti á Akureyri í 76 ár, með örfáum undantekningum. Ástæðan mun vera sú að ekki tókst að fjármagna framkvæmd gleðinnar að þessu sinni en íþróttafélagið Þór sem staðið hefur að þrettándagleðinni, hefur þurft að greiða með skemmtuninni síðustu árin og getur það ekki lengur.
Það eru frekar daprar fréttir og svo sannarlega ekki til að gleðja þá sem hafa lagt það í vana sinn að kveðja jólin með þessum skemmtilega hætti.