Orustan um Ísland

Mikil átök hafa átt sér stað víða um þjóðfélagið allt frá hruni. Átökin hafa staðið á milli sérhagsmuna og þjóðarhagsmuna. Á milli þeirra sem vilja verja gamla Ísland og hinna sem vilja búa til betra samfélag en það sem leiddi til hrunsins. Þessi átök kristallast m.a. í þeim pólitískum áttökum sem fram fara á Alþingi um framtíðarlandið Ísland, samfélagið sem byggt verður úr rústum hrunsins og stjórnskipan íslenska lýðveldisins. Það mátti vel greina hinar pólitísku átakalínur í umræðum um stjórnlagaþing á Alþingi í gær.

Davíð á trúnó

Davíð Oddsson fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokkssin, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi Seðlabankastjóri segir í viðtali við Viðskiptablaðið að Englandsbanki hafi ekki ætlað að gera þá kröfu að innstæður á Icesave-reikningunum yrðu endurgreiddar af íslendingum. Vitnar hann þar til símtals sem hann átti við Mervyn King bankastjóra Seðlabanka Bretlands og á að hafa lofað slíku fyrir hönd Breta. Davíðs segist hafa orðið þakklátur þeim breska greiðanum.
Árni M.

Saklaus þar til sekt er sönnuð

Maður nokkur hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni fyrir að hafa borið það upp á fólk að vera framsóknarmenn.
Við skulum muna í þessu sambandi sem öðrum að menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð.
En hver ætli refsingin sé við slíkum glæp?

Óboðnir gestir í Gaukshreiðrinu

Sem þingmaður er ég er með skrifstofu á sjöttu hæð Moggahallarinnar gömlu við Aðalstræti 6 í Reykjavík, sem farið er að kalla Gaukshreiðrið einhverra hluta vegna. Það þótti kindarlegt í meira lagi svona í ljósi sögunnar, að það yrðu örlög Vinstri grænna að þurfa að koma sér fyrir í gamla vígi Moggans sem ekki hefur beinlínis verið vinsamlegur íslenskum vinstrimönnum í gegnum tíðina þó það sé hjómið eitt í samanburði við það sem er í dag.

Sjávarútvegsmálin rædd

Umræða um sjávarútvegsmál hefur verið áberandi að undanförnu. Á fjölmennum fundi stjórna félaga Vinstri grænna og Samfylkingar í Reykjavík sem haldin var á Grand Hótel voru þessi mikilvægu rædd frá sjónarhóli þeirra sem leggjast gegn tillögum sáttanefndarinnar sem sjávarútvegsráðherra fól að móta nýja stefnu í málaflokknum. Stjórnir félaganna afhentu síðan þingflokksformönnum stjórnarflokkana ályktun sína um málið í dag sem að mörgu leiti er athyglisverð.

Nýja lýðræðislega sannfæringarbandalagið?

Rætt hefur verið um stofnun nýs stjórnmálaflokks yst á sannfæringarvængnum í íslenskri pólitík. Eftir því sem mér skilst er málið komið á nokkurn rekspöl og má vænta frekari frétta af gangi málsins innan tíðar.
Ég hef fengið í hendur drög að samþykktum hins nýja félags sem mér skilst að hafi verið rædd á undirbúningsstofnfundi fyrir skömmu.

Leiðinleg umræða sem þarf að ljúka

Ein leiðinlegasta og tilgangslausasta umræða dagsins er hver staðan er á samningaviðræðunum á milli Íslands og ESB. Sjálfur batt ég vonir við að með þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild myndi þeirri umræðu ljúka sem uppi hafði verið um hvort við ættum að sækja um eða ekki. Ég hélt í einfeldni minni að eftir að umsóknaraðild var samþykkt myndu stjórnmálamenn einbeita sér að samningagerðinni sjálfir, reyna að ná sem besta mögulega samningi og leggja hann síðan fyrir þjóðina sem tæki sjálf ákvörðun um framtíð sína hvað þetta varðar.

Gullkornin í Mogganum

Morgunblaðið er búið að vera í miklum ham síðustu vikurnar vegna innanflokksdeilna í þingflokki Vinstri grænna enda kannski ekki nema furða. Þar hefur hin ágæta blaðakona Agnes Bragadóttir farið fremst í flokki enda er hún mun vera þefvísari á leiðindi og öðrum fréttamönnum fremri á því sviði. Sagt er að hún geti stofnað til leiðinda ein í lokuðu herbergi en það eru nú örugglega ýkjur.
Á árinu 2010 birti Mogginn 28 fréttir eða „fréttaskýringar“ þar sem orðið „VG“ var í fyrirsögn.

Engin þrettándabrenna í ár!

Ekkert verður af þrettándagleði á Akureyri þetta árið, samkvæmt því sem fram kemur á dagskránni.is eins en jólin hafa verið kvödd með þrettándabrennu og skemmtilegheitum á þrettándanum með þeim hætti á Akureyri í 76 ár, með örfáum undantekningum. Ástæðan mun vera sú að ekki tókst að fjármagna framkvæmd gleðinnar að þessu sinni en íþróttafélagið Þór sem staðið hefur að þrettándagleðinni, hefur þurft að greiða með skemmtuninni síðustu árin og getur það ekki lengur.
Það eru frekar daprar fréttir og svo sannarlega ekki til að gleðja þá sem hafa lagt það í vana sinn að kveðja jólin með þessum skemmtilega hætti.

Atvinnuppbygging við Húsavík

Fréttir hafa borist af því að Landsvirkjun sé í viðræðum um nýtingu á jarðvarmaorku í Þingeyjarsýslum til metanóframleiðslu. Komið hefur fram í viðtölum við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar að nýting orkunnar á svæðinu henti betur nokkrum smærri fyrirtækjum en einu stóru eins og hugur margra hefur staðið til fram að þessu. Að sögn forstjórans er Landsvirkjun nú þegar í viðræðum við fjóra til fimm aðila um nýtingu orkunnar á svæðinu og til standi að fjölga þeim talsvert.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS