Í friði og ró

Það er sem betur fer er það liðin tíð að fiskiskipin séu á sjó yfir jól eins og áður þótti sjálfsagt. Nú eru öll skip bundin við bryggju og sjómenn fá sitt jólafrí eins og aðrir landsmenn. Hafnirnar eru fullar af fallega skreyttum skipum.
Hann er oft kuldalegur á sjónum á þessum árstíma eins og þeir þekkja sem kynnst hafa og aðstæður hættulegri en á öðrum árstíma. Myndin hér að ofan er tekin um borð í Kleifabergi ÓF-2 fyrir nokkrum árum þegar skipið var á leið í land á Þorláksmessunótt í kulda og trekki. Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust sem að stofninum til er skipuð áhöfnin á Kleifaberginu hafði þá fyrr í mánuðinum sent frá sér jólalag sem var eitt vinsælasta jólalag landsins á því ári. Hér má sjá myndband hljómsveitarinnar með þessu skemmtilega lagi.
Með því sendi ég öllum mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.