Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,75% í morgun og hafa vextir ekki verið lægri í sex ár. Svavar Halldórsson fréttamaður RÚV kaus að segja þannig frá vaxtalækkuninni í hádegisfréttunum í dag: „Þrátt fyrir að stýrivextir hafi ekki verið lægri í fjögur ár hefur þetta lítil áhrif á hag heimilanna, afborganir og verðlag.“ Í kjölfarið kom svo viðtal við hagfræðing ASÍ sem hélt allt öðru fram og sagði að auðvitað skipti vaxtalækkunin miklu máli fyrir almenning í landinu. Lægri vextir Seðlabankans hefðu fyrst og fremst áhrif á vexti á skammtímalánum, t.d. yfirdráttarvexti og síðan óverðtryggða vexti, m.a.