Hvernig verður stjórnarfrumvarp til?

Umræðan um fjárlagafrumvarpið hefur verið á köflum talsvert sérstök. Stundum mætti halda að frumvarpið hafi komið öllum í algjörlega opna skjöldu, rétt eins og það hafi dottið af himnum ofan. Það er nú öðru nær. Í því sambandi er ágætt að velta því fyrir sér hvernig fjárlagafrumvarp verður til.
Í grófum dráttum gerist það með þessum hætt, t.d. varðandi fjárlagafrumvarp næsta árs:  1. Stefna stjórnvalda um ríkisfjármál er ákveðin.

Nýr meirihluti á Alþingi um nauðsynleg mál?

Þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa farið offari frá því þingið ákvað að kalla Landsdóm saman til að fara yfir embættisfærslur fyrrum formanns flokksins í aðdraganda efnahagshrunsins. Það endurspeglast í framkom þeirra gagnvert þeim þingmönnum sem stóðu að því máli bæði í þingmannanefndinni góðu sem og í atkvæðagreiðslu um málið á þinginu. Á fáum dögum hefur sjálfstæðisflokkurinn nánast einangrast á Alþingi og í öllum sínum pólitíska hroka hafnað samstarfi við aðra flokka um að leita leiða til lausna á erfiðum og aðsteðjandi málum.

Galin fréttaflutningur fréttamanns RÚV

Svavar Halldórsson átti algjörlega galna frétt í sjónvarpinu í kvöld. Þar fullyrðir hann að 500 ríkisstarfsmönnum verði sagt upp störfum á næstunni og atvinnuleysi muni því hækka sem því nemur og fara í 7,7%.

Það er svo margt ef að er gáð ...

Tryggvi Þór Herbertsson segist vera farinn norður. Kannski til að útskýra fyrir norðanönnum ástæður efnahagshrunsins. Það eru hæg heimatökin hjá fyrrverandi efnahagsráðgjafa Geirs H. Haarde.
Kannski Tryggvi áriti í leiðinni skýrsluna sem hann skrifaði með með vini sínum Mishkin um ágæti íslenska efnahagslífsins.
Kannski ég fari líka norður og hlusti á boðskapinn.

Hvað vilja sjálfstæðismenn?

Jón Gunnarsson þingmaður sjálfstæðisflokksins vill að kosið verði til þings næsta vor. Það stangast á við fyrri yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar formanns flokksins sem vill að kosið verði strax. En Jón er klókari en Bjarni og því vill hann ekki að kosið verði fyrr en næsta vor.

Undarleg umfjöllun um barnabætur á RÚV

Ég hlustaði á umfjöllun um barnabætur og fleira í síðdegisútvarpi RÚV í dag. Þar var spurt að því hvort kreppan væri farin að bitna á börnunum og vísið til þess að barnabætur væru ætlaðar börnum og skerðing á þeim hljóti því að vera beint beinlínis gegn börnum. Barnabæturnar eru eyrnamerktar börnum, sögðu umsjónarmennirnir. Spurningin er góð og gild, við eigum alltaf að láta okkur mikið varða um hag barna, ekki síst þegar illar árar í samfélaginu. Síðan var spilað viðtal við starfsmann leikskóla í Kópavogi sem önnur umsjónarmanna Síðdegisútvarpsins tók.

Góð ákvörðun hjá Alþingi að kalla Landsdóm saman.

Atkvæðagreiðsla Alþingis um ákæru á hendur fyrrum ráðherrum þykir um margt áhugaverð og sérstök. Niðurstaðan er samt sem ekki jafn slæm og af er látið þó svo að ég hefði viljað að hún hefði verið með öðrum hætti. Verst hefði verið ef enginn fyrrverandi ráðherra hefði verið ákærður, næstverst líklega ef tveir úr sama flokki hefðu verið ákærðir (munaði aðeins einu atkvæði með tvo sjálfstæðismenn) en best hefði orðið að allir sem tilnefndir hefðu þurft að gera grein fyrir sínum málum fyrir Landsdómi.

Leitin að flottasta rassgatinu!

Á forsíðu Daskrárinnar hér fyrir norðan má sjá auglýsingu frá Levi´s búðinni sem ber yfirskriftina „Leitin að flottasta Levi´s rassinum“. Tilefnið er ný lína í Levi´s gallabuxum en kjörorð Levi´s virðist vera ef marka má auglýsinguna að það sé lögunin frekar en stærðin sem skiptir máli og er þá sennilega átt við lögun á rassgati þess sem fer ígallabuxurnar frekar en annað. Til að undirstrika þetta er mynd á forsíðunni af þrem ungum stelpum sem eiga líklega að gefa til kynna með lögun sinni eftir hverju sé verið að leita.

Kommúnistar, kommúnistar!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður sjálfstæðisflokksins skrifar furðulega grein á Pressunni í dag. Í greininni leggur hún út frá því að ákvörðun Alþingis um að kalla landsdóm saman til að rétta yfir meintum afglöpum og embættisfærslum fyrrum formanns flokksins, séu fyrst og fremst pólitísk réttarhöld.

Þá hló þingheimur!

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði ábúðarfullum rómi á Alþingi í morgun honum væri annt um virðingu þingsins.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS