Ég hlustaði á umfjöllun um barnabætur og fleira í síðdegisútvarpi RÚV í dag. Þar var spurt að því hvort kreppan væri farin að bitna á börnunum og vísið til þess að barnabætur væru ætlaðar börnum og skerðing á þeim hljóti því að vera beint beinlínis gegn börnum. Barnabæturnar eru eyrnamerktar börnum, sögðu umsjónarmennirnir. Spurningin er góð og gild, við eigum alltaf að láta okkur mikið varða um hag barna, ekki síst þegar illar árar í samfélaginu. Síðan var spilað viðtal við starfsmann leikskóla í Kópavogi sem önnur umsjónarmanna Síðdegisútvarpsins tók.