Við borgum eins og venjulega

Stuttu eftir einkavæðingu íslensku bankanna seldi íslenska ríkið Landsbankanum landbúnaðarsjóð landbúnaðarins. Söluverðið var 2,7 milljarðar og rann andvirði sölunnar að stórum hluta til lífeyrissjóðs bænda en það sem eftir stóð, nokkuð hundruð milljónir, var ráðstafað með öðrum hætti að mestu af þáverandi landbúnaðarráðherra. Landsbankinn yfirtók eignir sjóðsins að verðmæti tæplega 14 milljarðar og skuldir á móti sem voru litlu lægri. Skuldirnar voru afhenta nýjum eigendum Landsbankans með ríkisábyrgð. Fleiri slíkar skuldir voru færðar inn í bankann með sama hætti.

Graseigendafélagið eða Flokksrótin?

Flokksráð Vinstri grænna kom saman til fundar um helgina. Flokksráð er æðsta stofnun flokksins milli landsfunda og því er vægi hans allmikið og þau skilaboð sem þaðan koma verð allrar athygli. Á fundinum um helgina voru samþykktar fjölmargar ályktanir um hin ýmsu mál sem hafa fengið allnokkra umfjölun í fjölmiðlun. Mest hefur borið á ályktun varðandi ESB aðild Íslands og fjölmiðlar höfðu gert ráð fyrir því að mikil átök yrðu um það mál á fundinum. Það var öður nær og fundurinn var mjög afdráttarlaus um þetta mál sem önnur. Fyrir fundinum lágu tvær ályktanir, önnur efnislega í þá veru að halda málinu áfram í þeim farvegi sem það hefur verið.

Framsóknarmál af bestu gerð

Framsóknarþingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Vigdís Hauksdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa lagt fram ákaflega merkilega tillögu á Alþingi. Hún snýr að því að Alþingi skipuð sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaki hvort einstakir þingmenn hafi átt einhvern þátt í búsáhaldabyltingunni veturinn 2008/2009 sem lauk með því að ein óhæfasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar hrökklaðist frá völdum með skömm.

Úr tengslum við samfélagið

Sjálfstæðismenn eru í sínum allra besta gír þessa dagana. Til að byrja með lögðu þeir fram tillögur í efnahags- og atvinnumálum sem var ágætt innlegg í íslenska pólitík. Fyrir það fyrsta skerpur þeir með tillögugerð sinni línurnar með því að sína fram á að enn eru til harðsvíraðir hægrimenn á Íslandi sem eru tilbúnir að standa sína plikt og verja sína hægri stefnu hvernig em heimurinn hvolfist eða fer.

Vill Framsókn komast í ríkisstjórn?

Stjórnarandsstaðan virðist vera að gugna á því að koma að sameiginlegum lausnum jafnt á skuldavanda heimilanna sem og við endurreisn atvinnulífsins. Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins spyr sjálfan sig þess hversvegna í ósköpunum flokkurinn hann ætti að koma til liðs við ríkisstjórnina og þjóðina við þau verk. Sjálfstæðisflokkurinn er jú bara stjórnarandstöðuflokkur og hefur því sem slíkur engar skyldur til að koma að þessum málum að mati Bjarna.

Á þjóðin einhverja von með þeim?

Sama og síðast hjá íhaldinu
Í gær lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögur í efnahags- og atvinnumálum sem þau kalla „Gefum heimilunum von“.

Hörð viðbrögð af litlu tilefni

Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ hélt ræðu á aðalfundi samtakana í gær sem vakið hefur talsverða athygli. Reyndar var ræðan ekkert sérstaklega yfirgripsmikil heldur fjallað fyrst og fremst um samskipti LÍÚ og stjórnvalda og hvernig stjórna ætti fiskveiðum. Það er svo sem gott og gilt enda af nægu að taka á þeim vettvangi.

Ef og hefði eitthvað gerst - eða ekki

Það er stundum gaman að velta því fyrir sér hvað hefði og hvað ekki miðað við gefnar forsendur hverju sinni. Hver væri t.d. Seðlabankastjóri í dag ef þjóðin hefði ekki ákveðið að skipta um ríkisstjórn í fyrra? Hver væri yfir fjármálaeftirlitinu sem brást landsmönnum svo illilega og með svo miklum afleiðingum? Hvernig væri rannsóknum hagað vegna framgöngu útrásarvíkinga og spilltra fjársýslumanna gróðæristímabilsins ef ekki hefði verið skipt um ríkisstjórn?

Dregið úr umfangi utanríkisþjónustunnar

Kristján Þór Júlíusson talsmaður sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hefur farið mikinn að undanförnu um fjárlagafrumvarpið að undanförnu eins og tekið hefur verið eftir. Skemmst er að minnast rússtissu-ræðu hans á Egilsstöðum í því sambandi sem fengið hefur verðskuldaða umfjöllun.
Nú ryður Kristján Þór sér nýtt rými á sviðinu og nú um það sem finna má í frumvarpinu um sendiráð Íslands erlendis.

Sjálfstæðisflokkurinn dæmir sig úr leik

Kristján Þór Júlíusson, talsmaður sjálfstæðisflokksins í fjármálum ríkisins, hefur kvatt til þess að fjárlagafrumvarp næsta árs verði rústað, eins og hann orðaði það. Þetta er auðvitað háleitt markmið hjá Kristjáni Þór og félagögum nú þegar slétt tvö ár eru liðin frá hruninu mikla haustið 2008.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS