Stuttu eftir einkavæðingu íslensku bankanna seldi íslenska ríkið Landsbankanum landbúnaðarsjóð landbúnaðarins. Söluverðið var 2,7 milljarðar og rann andvirði sölunnar að stórum hluta til lífeyrissjóðs bænda en það sem eftir stóð, nokkuð hundruð milljónir, var ráðstafað með öðrum hætti að mestu af þáverandi landbúnaðarráðherra. Landsbankinn yfirtók eignir sjóðsins að verðmæti tæplega 14 milljarðar og skuldir á móti sem voru litlu lægri. Skuldirnar voru afhenta nýjum eigendum Landsbankans með ríkisábyrgð. Fleiri slíkar skuldir voru færðar inn í bankann með sama hætti.