Ljósið jóla bjarta

Guðbjörn Arngrímsson, húsvörður og allt-múligt-maður, í Ólafsfirði hefður það fyrir sið að senda vinum og vandamönnum lítið jólakvæði fyrir hver jól sem gjarnan eru þá skrifuð í jólakortin frá honum. Þetta er skemmtilegur siður hjá Guðbirni enda er hann ágætt skáld sem kann að koma jólaboðskapnum vel til skila með þessum hætti.
Jólakvæði Guðbjörns 2010 hljóðar svona:



Drungi hverfur, dregur frá
Dimma flýr úr hjarta
þegar lýður líta má
ljósið jóla bjarta.