Hvað hefur íhaldið lært?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði í þingræðu í dag að það væri dapurlegt að ekkert hefði breyst í starfsháttum Alþingis þrátt fyrir hrun og þrátt fyrir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En hvað hefur sjálfstæðisflokkurinn lært? Flokkurinn leggst gegn því að þeir stjórnmálamenn sem mesta ábyrgð bera axli ábyrgð sína á því sem gerðist í aðdraganda hrunsins og í kjölfar þess. Flokkurinn leggst gegn öllum slíkum hugmyndum og vill ekki gera neitt í þeim málum.

Þingmannanefndin

Í megin niðurstöðum og ályktunum þingmannanefndarinnar (bls. 5 - 15) er mismunandi skýrt kveðið að orði um einstök atriði. Ýmist leggur þingmannanefndin eitthvað til, gerir skýrar tillögur um einstök mál eða þá hitt sem mér sýnist vera algengara að nefndin mælist til einhvers, telji rétt að gera eitthvað, vekur athygli á einhverju, að skerpa þurfi á málum, að nauðsynlegt sé að skýra eitthvað betur o.s.frv.
Þingmannanefndin leggur t.d. til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um hlutverk Alþingis.

Niðurstaða sem veldur vissum vonbrigðum

Niðurstaða þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur valdið vissum vonbrigðum þó margt megi þar gott finna. Niðurstaða nefndarinnar er einnig að mörgu leiti fyrirsjáanleg og fátt nýtt sem þar kemur fram.

Góð ferð í Fnjóská

Stöngin hefur líklega svignaði í síðasta sinn þetta veiðisumarið. Eyddi helgina við Fnjóská og setti þar í nokkra góða fiska. Falleg 85 cm hrygna lét glepjast á Árbugsárós, litlu smærri synti sína leið eftir viðureign í Ferjupolli og 89 cm hængur lét reyna á stöngina á Eyrarbreiðu rétt fyrir lokun í gær.

Fulltrúar þjóðarinnar og handhafar sannleikans?

Þór Saari fer oft fram með sérkennilegum hætti svo ekki sé nú meira sagt. Hann (og reyndar hinir tveim þingmenn Hreyfingarinnra líka) líta á sig sem rétthafa sannleikans, handhafa samviskunnar og einu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi. Þór og hans líkir hættir til að líta á þá sem ekki eru þeim sammála sem svikara við þjóðina, þeir gangi erinda vafasamra afla í þjóðfélaginu og því í rauninni ekkert annað en landráðamenn.

Klárum Icesave-málið núna

Þeir eru til sem halda því fram að íslendingar hagnist á hverjum degi á því að semja ekki um Icesave-skuldirnar sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Því er nánast haldið fram að peningarnir streymi í ríkissjóð vegna þeirra tafa sem hafa orðið á málinu. Með áframhaldi töfum mætti jafnvel ætla að Ísland verði ekki bara skuldlaust land eftir skamma hríð heldur í hópi auðugustu ríkja heims, ef marka má máflutning þeirra sem ekki vilja leiða málið til lykta. Svo eru þeir til sem telja að sá dráttur sem orðið hefur á lausn málsins hafi skaðað samfélagið, tafið endurreisn efnahagslífsins, skert lífskjör og hindrað atvinnusköpun. Í þeim hópi eru m.a.

Ný hugmyndafræði við stjórn fiskveiða

Niðurstaða starfshóps um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða liggur nú fyrir. Tilgangur með skipun hópsins var að skilgreina helstu álitaefni sem fyrir eru í löggjöfinni, láta vinna nauðsynlegar greiningar og leggja fram valkosti til úrbóta. Markmiðið var að leggja grunn nýrri og betri löggjöf sem skapaði sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt verði um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar.

Vel skipað í pláss

Guðbjartur Hannesson tók við ráðherraembætti í morgun, og það engu smá ráðuneyti. Honum var falið nýtt ráðuneyti, heilbrigðis- félags- og tryggingarmálaráðuneyti og annast sameiningu þeirra ráðuneyta sem til þarf og alls undibúnings til þess að þetta mikilvæga ráðuneyti verði sem best úr garði gert. Þetta er mikið verk og ekki á valdi hvers sem er að höndla slík mál svo vel fari. Þess vegna er það mikið gleðiefni að Guðbjarti Hannessyni hafi verið falið verkið. Undanfarið ár hef ég átt mikið og náið samstarf við Guðbjart í tengslum við störf mín á Alþingi. Strax í byrjun kjörtímabilsins lágu leiðir okkar saman í fjárlaganefnd, hann sem formaður og ég sem varaformaður.

Gleðilegt nýtt fiskveiðiár!

Nýtt fiskveiðár hefst í dag 1. september. Það fór svo sem ekki mikið fyrir hátíðarhöldum af því tilefni frekra en oft áður. Þó er yfir ýmsu að fagna í sjávarútveginum sem ekki hefur verið áður. Verðmæti sjávarafla hefur stóraukist á undanförnu ári og afkoma fyrirtækja og sjómanna hefur batnað verulega. Sama á við um mörg sveitarfélög þar sem sjávarútvegurinn hefur mikið vægi í tekjum og almennum umsvifum.

Félagi Össur!

Félagi Össur er pólitískur ástríðumaður og er að auki skemmtilegur stjórnmálamaður og húmoristi af bestu gerð, eins og ég hef áður haldið fram. Fáir stjórnmálamenn búa yfir þeim eiginleikum sem Össur prýða og þeir sem standa honum jafnfætis eru flestir í Vinstri grænum.

Auðvitað er það rétt hjá félaga utanríkisráðherra, að þingsályktunartillaga um að draga ESB umsókn til baka er óvenju vitlaus en um leið frábært tækifæri til að lífga upp á annars bragðdauft þing sem við eigum ekki að láta fram hjá okkur fara.

Ef tillagan verður samþykkt þá getum við tekið hana fyrir aftur næsta haust og ef hún verður fellt – nú þá tökum við hana sömuleiðis aftur fyrir næsta haust og svo koll af kolli. Þetta gæti orðið skemmtilegt. Aðalatriðið er þó það að Össur Skarphéðinsson sé til staðar þegar þessi árvissi atburður á sér stað á þinginu því án hans má búast við tómum leiðindum.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS