Rekstur sendiráða úr böndum undir stjórn Davíðs Oddssonar

Það má lesa eitt og annað skemmtilegt út úr svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um rekstur sendiráða. Í svarinu kemur m.a. fram að mikil fjölgun var á sendiherrum á árunum 2004-2005 eftir að þróun þeirra mála hafði verið í jafnvægi mörg ár þar á undan. Einnig má sjá að á þessum sama tíma jókst rekstarkostnaður sendiskrifstofa um 25% á föstu verðlagi á meðan vísitala neysluverðs stóð svo til í stað. Í svarinu kemur einnig fram að mikil var í starfsmannahaldi utanríkisþjónustunnar á þessu tímabili og að 26 sendiherrar eru á launaskrá ráðuneytisins. Þar af eru 19 við störf á sendiskrifstofum en sjö við störf á aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík. Samkvæmt svarinu fara 2,12% útgjalda ríkisins til rekstur utanríkisráðuneytisins á árinu 2010, samanborið við 2,34% hjá Dönum og 3,88% hjá norska ríkinu. Hinsvegar ef borið er saman við gömlu góðu höfðatöluna er önnur mynd komið á málið. Þá voru í ráðherratíð Davíðs um 17 útsendir starfsmenn í utanríkisþjónustunni og 7 sendiskrifstofur á hverja 100 þúsund íbúa. Þeir sem næst komust okkur á þessu sviðu af nágranalöndum okkar voru Norðmenn sem voru með ríflega 12 starfsmenn á og 2 sendiskrifstofur á hverja 100 þúsund íbúa þess góða lands. Finnar, Danir og Svíar standa okkur langt að baki á þessu sviði eins og mörgum öðrum þar sem ekki er beinlínis slegist um fyrsta sætið.
Það kemur ekki á óvart að mesta aukningin í fjölgun sendiherra var á þeim tíma sem Davíð Oddsson fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins var utanríkisráðherra. Á þeim tíma fjölgaði sendiherrum um 43% en Davíð var utanríkisráðherra frá haustinu 2004 til haustsins 2005 eða í eitt ár og tólf daga, .
Fjöldi sendiherra er nú komin niður fyrir það sem var áður en skipunaræðið rann á gamla formann sjálfstæðisflokksins og umfang utanríkisþjónustunnar og sama má segja um fjölda útsendra starfsmanna þjónustunnar sem aftur er komið í fyrra horf.
Annars er gaman að glugga í svar ráðherrans í ljósi umræðunnar sem verið hefur af hálfu íhaldsins um umfang utanríkisþjónustunnar og rekstur sendiráða að undanförnu.