Ippon er það kallað þegar kallað þegar fullnaðarsigur vinnst í Júdó. Ippon er afgerandi, hafið fyrir vafa og óumdeilt. Fullnaðarsigur.
Alþingi vann pólitískt ippon í gær þegar það samþykkti með öruggum meirihluta lög um veiðigjöld. Með þeim lögum var innleidd hér á landi ný hugmyndafræði í skiptingu arðs af sameiginlegum auðlindum landsmanna. Lagasetningin mun því hafa fordæmisgildi við nýtingu annarra sameiginlegra auðlinda hvað þetta varðar.
Umræðan snérist samt að mestu um krónur og aura, hvað væri sanngjarnt gjald og hvað ekki. Það er eðlilegt sem slíkt. Það er þó í sjálfu sér aukaatriði í samanburði við aðalatriðin.
Prinsippin í hinum nýju lögum eru þau að nú er það viðurkennt er að rétt sé að skipta umframarði af nýtingu sameiginlegra auðlinda milli þess sem fær að nýta hana og þess sem á hana, þ.e. þjóðarinnar.
Þetta er aðalatriði málsins.