Bjart framundan

Þvert ofan í allt svartagallsrausið úr ranni stjórnarandstöðunnar benda allir hagvísar til þess að Ísland hafi nú á hraðri leið bataleið eftir Hrunið 2008. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir enn meiri hagvexti í ár og á næsta ári en áður hafði verið spáð. Fjárfesting í atvinnulífinu hefur vaxið mikið og mun vaxa áfram í ár og því næsta. Meirihluti Alþingis tók ákvörðun um að ráðast í stórar framkvæmdir við lok síðasta þings og tryggði fjármögnun þeirra í leiðinni. Staða heimila og fyrirtækja hefur batnað verulega, skuldir lækkað og útlán til íbúðakaupa fara vaxandi.

Nýja þjóðhagsspáin er holl lesning þeim sem virðast lifa í pólitískum sólmyrkva þrátt fyrir birtuna.

Tómstundastjórnmálamaður

Af öllum þeim sem hafa tjáð sig um niðurstöðu forsetakosninganna hefur Anna Sigrún Baldvinsdóttir líklegast komist næst því að hitta naglann á höfuðið í ágætri grein sinni þar um.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknarflokksins er hinsvegar sá sem hefur komið fram með frumlegustu skýringuna á endurkjöri Ólafs. Í viðtali við RÚV á sunnudaginn segir hann forsetinn hafi verið endurkjörin vegna þeirra heiftar sem ríkisstjórninni hafi sýnt honum. Ríkisstjórninni hefði verið nær að þakka honum og reyndar fleirum fyrir að hafa bjargað sér frá því að setja efnahagslíf þjóðarinnar í algjört uppnám“ segir Sigmundur Davíð. (Með „reyndar fleirum“ á hann líklegast við sjálfan sig og framsóknarflokkinn.)

Hvernig stendur á þessu?

Það er þrennt öðru fremur sem stendur upp úr eftir forsetakosningarnar í gær.

Í fyrsta lagi er það áhyggjuefni almennt séð hvað kjörsókn er lítil. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvernig hægt er að endurvekja áhuga fólks á þátttöku í kosningum sem varðar framtíð okkar allra með einum eða öðrum hætti. Kannski voru frambjóðendurnir að þessu sinni ekki bara nógu spennandi til að kveikja neistann sem til þurfti til að streyma á kjörstað?

Í öðru lagi hlýtur lítill stuðningur við sitjandi forseta að valda áhyggjum. Framboð hans nú var nokkurskonar tilraun hans til að bæta ímyndin sína og endurskrifa söguna sér í vil. Það tókst ekki. Helmingur þjóðarinnar er ósáttur við forseta sinn, vill hann frá. Það undirstrikar klofninginn meðal þjóðarinnar sem forsetinn sjálfur átti ekki svo lítinn þátt í að skapa í aðdraganda hrunsins. Tilraunin mistókst - skiljanlega.

Allt á sínum stað ...

Byrjaði daginn á því að smeygja mér í Hannesar-sokkana mína, því næst í Þóru-bolinn, setti svo upp Ara-derhúfuna mína, tillti Andreu-sólgleraugunum á nefið og arkaði svo af stað út í daginn. Er reyndar búinn að vera í Ólafs-nærbuxunum í tvær vikur núna þannig að þær voru kjurrar á sínum stað þegar sólin kom upp.

Svo er bara að bíða eftir úrslitunum.

Ekki gild skýring hjá Vinnslustöðinni

Vinnslustöðin hf. gerir út einn elsta flota landsins. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er meðalaldur skipaflota þess  26 ár. Allt frá árinu 2004 hefur hagnaður fyrirtækisins aukist á sama tíma og launahlutfall hefur lækkað. Á sama tíma hefur verið dregið úr endurnýjun og endurbótum á skipum og búnaði eins og sjá má á línuritinu hér að ofan sem fengið er frá Vinnslustöðinni. Fjárfesting í nýjum skipum hefur því ekki verið fyrirtækinu þungbær til þessa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis átt við ákveðin innanmein að stríða sem hefur kristallast í átökum milli eigenda fyrirtækisins sem staðið hafa yfir í mörg ár.

Hún er því ekki gild sú skýring eigenda fyrirtækisins að kenna aðgerðum stjórnvalda um að þurfa að segja upp tugum starfsmanna sinna.

Það er slæmt þegar fyrirtæki þurfa að segja starfsfólki upp og það er slæmt þegar selja verður atvinnutæki frá sér. Það er slæmt fyrir viðkomandi starfsmenn, fyrirtækið sem í hlut á og samfélagið sem það starfar í.

Það gerir hlutina ekki betri að kenna öðrum um ófarirnar.

236th anniversary of the Independence day of the USA

Okkur þingmönnum er oft boðið að taka þátt í allskonar upp á komum eins og gengur. Það er svo eftir efnum og aðstæðum hvort hægt er að þiggja öll þau góðu boð. Það er fastur liður að sendiráð erlendra ríkja bjóða til samsætis vegna þjóðhátíðardaga landanna. Eitt þannig boð er framundan vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna, 4. júlí. Okkur sextíu og þremenningunum er auðvitað boðið þangað. Boð ameríkananna er öðru marki brennt en annarra að nokkru leiti. Boðskortið sjálft er hefðbundið eins og gengur en því fylgir líka miði þar sem fram kemur hverjir muni kosta herlegheitin. Samkvæmt því munu eftirtalin fyrirtæki bera kostnað af 236ja þjóðhátíðardegi United states of America:

Herts bílaleigan

Marel

KFC

Taco Bell

Elgur ehf heildverslun

Hilton Hótel

Vífilfell

Innnes ehf

teledyne gavia

Eimskip

bvg.is kynnir sér forsetaframbjóðendur

Stundum fær maður viðbrögð við einhverju sem maður segir eða gerir sem koma manni algjörlega í opna skjöldu. Stundum geri ég líka eitthvað eða segi sem á skilið hörð viðbrögð eins og nýleg dæmi sanna. En þannig er það nú bara með okkur sem tilheyrum hinum breyska jaðarhópi landsmanna.

Í gær skrifaði ég örlítinn pistill um einn forsetaframbjóðandann sem ég er líklegur til að kjósa en gerði athugasemdir við kosningabaráttuna. Málsmetandi maður hafði samband við mig all þungur í huga út af þessum ósköpum og vildi fá að vita út af hverju ég væri að hnýta í frambjóðandann með þessum hætti. Mér væri nær að kynna mér hvað hún hefði fram að færa heldur en að vera með svona stæla. Mér varð um og ó enda fannst mér ég skrifa heldur hlýlega til Þóru Arnórsdóttur en hitt þó ég hafi fundið að kosningabaráttu hennar.

En hvað um það. Ég tók manninn alvarlega og kynnti mér fyrir hvað Þóra og aðrir frambjóðendur standa miðað við það hvað finna má á netinu.

Þóra kemur norður!

Ég skal fúslega viðurkenna að ég er heldur líklegur til að kjósa Þóru Arnórsdóttur frekar en aðra í komandi kosningum, ef ég gleymi því ekki. Fátt sem minnir á að kosningar séu framundan. Ég verð þó að játa að ég er orðin tvístígandi og hikandi í þeim efnum af ýmsum ástæðum.

Hér er dæmi um það.

Í Dagskránni sem gefin er út fyrir norðan eru þrjár heilsíðuauglýsingar tileinkaðar kosningabaráttu Þóru (bls. 28-30). Sem er auðvitað ágætt út af fyrir sig og rétt að frambjóðendur minni á sig, ekki veitir nú af. Það er samt eitthvað við þessar auglýsingar sem vekur hjá mér efasemdir um að skipuleggjendur kosningarbaráttu Þóru séu á réttri braut.

Þóra verður á Glerártorgi í dag. Þar má fá Þóru-boli á sanngjörnu verði. Þóru-andlitsmálning fyrir börnin. Þóra bíður í pylsur. Þóru-dagurinn verður á Akureyri á sunnudaginn.

Þetta er eiginlega að verða tú möts fyrir mig.

Ippon - fullnaðarsigur

Ippon er það kallað þegar kallað þegar fullnaðarsigur vinnst í Júdó. Ippon er afgerandi, hafið fyrir vafa og óumdeilt. Fullnaðarsigur.

Alþingi vann pólitískt ippon í gær þegar það samþykkti með öruggum meirihluta lög um veiðigjöld. Með þeim lögum var innleidd hér á landi ný hugmyndafræði í skiptingu arðs af sameiginlegum auðlindum landsmanna. Lagasetningin mun því hafa fordæmisgildi við nýtingu annarra sameiginlegra auðlinda hvað þetta varðar.

Umræðan snérist samt að mestu um krónur og aura, hvað væri sanngjarnt gjald og hvað ekki. Það er eðlilegt sem slíkt. Það er þó í sjálfu sér aukaatriði í samanburði við aðalatriðin.

Prinsippin í hinum nýju lögum eru þau að nú er það viðurkennt er að rétt sé að skipta umframarði af nýtingu sameiginlegra auðlinda milli þess sem fær að nýta hana og þess sem á hana, þ.e. þjóðarinnar.

Þetta er aðalatriði málsins.

Vaðlaheiðargöng

Alþingi samþykkti í dag með 29 atkvæðum gegn 13 að heimila fjármálaráðherra að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga. Þar með er ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa við verkið. Þetta er mikið fagnaðarefni jafnt fyrir íbúa á norðurlandi sem og landsmenn alla enda augljósir allir þeir góðu kostir sem fylgja bættum samgöngu af því tagi sem hér um ræðir.

Það vakti hinsvegar óskipta athygli í dag að forystusveit sjálfstæðisflokksins lagðist öll gegn fjármögnun Vaðlaheiðarganga, að öðrum varamanni flokksins undanskildum. Formaður sjálfstæðisflokksins og varaformaður ásamt formanni þingflokksinsins og fjölda þingmanna voru á rauða takkanum í atkvæðagreiðslu um þetta mikilvæga mál.

Hvað sem því líður þá fara framkvæmdir að hefjast með tilheyrandi umsvifum á svæðinu sem við hin hljótum að fagna.

Sjálfur er ég þess fullviss að hér sem um afar gott verkefni að ræða sem muni greiðast upp af tekjum af umferð þrátt fyrir efasemdaraddir þar um frá einstaka aðilum.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS