Plúsar og mínusar

Miklar vangaveltur eiga sér nú stað um eftirmann Ólafar Nordal í varaformennsku Flokksins. Af atburðarrásinni að dæma er sýnt að Ólöf beið með að tilkynna ákvörðun sína þar til formaðurinn var búinn að losa sig við Ragnheiði Elínu. Af viðbrögðum hennar að dæma var henni ekki haldið upplýstri um hvað í vændum var og því augljóst að hvorki formaðurinn né  núverandi forysta Flokksins ætla henni stórt hlutverk í forystusveitinni.

En hverjir úr þingliði Flokksins gætu verið líklegir til að setjast í sæti Ólafar Nordal? Skoðum það aðeins betur.

Skýr skilaboð frá Flokknum

Ólöf Nordal væntanlegur fyrrverandi varaformaður sjálfstæðisflokksins var í athyglisverðu viðtali á Bylgjunni í morgun. Hún var afar hreinskilin varðandi stefnu Flokksins og áherslur hans á komandi vetri og væntanlegri kosningabaráttu. Samkvæmt því sem fram kom í þættinum er þetta það sem flokkurinn vill og vill ekki:

Vill ekki lengja atvinnuleysisréttinn

Vill ekki að atvinnulausir fari í skóla

Vill ekki nýja stjórnarskrá

Vill ekki breytingar á lögum um stjórn fiskveiða

Vill ekki afgreiða rammaáætlun

Vill lækka skatta á hátekjufólk

Vill lækka skatta á fyrirtæki

Vill einkavæða í heilbrigðis- og menntakerfinu

Vill aukin niðurskurð í velferðarkerfinu og draga úr samneyslunni

Vill afturkalla allan þann árangur sem náðst hefur á undanförnum þrem árum og færa landið aftur til ársins 2008 svo allt geti hrunið aftur og aftur og aftur …

Svona eiga þingmenn að vera.

Hreinir, beinir og tala skýrt þannig að ekki sé hægt að misskilja þá.

Enn ein konan fer úr forystuveit Flokksins

Ólöf Nordal hefur tilkynnt um að hún muni hverfa af vettvangi stjórnmálanna að loknu þessu kjörtímabili. Þar með hverfur enn ein konan úr framvarðarsveit Flokksins. Ólöf hefur nú stöðu væntanlegs fyrrverandi varaformanns. Með þessari yfirlýsingu dregur skiljanlega mjög úr vægi Ólafar á þingi næsta vetur enda ekki líklegt að sú sem er á útleið hafi sterka stöðu innan Flokksins.

Framundan eru átök um varaformannsstöðuna hjá sjálfstæðisflokknum. Þau munu varla komast upp með annað en kjósa konu í það embætti eftir það sem á undan er gengið.

Nema Illugi fórni sér í þetta?

Hnútarnir á Engeyjarsvipunni

Valdabaráttan í sjálfstæðisflokknum miðast að því að treysta stöðu formannsins og valdablokkarinna sem hann stendur fyrir og kennd hefur verið við Engey. Þannig vinnur hann jafnt og þétt að mynda manngerða skjaldborg í kringum sig, skipaða sínum æstustu aðdáendum og vinum. Það eru allt karlar. Konum er skipulega ýtt til hliðar og er greinilega ekki ætlað stórt hlutverk í flokknum hvort sem hann verður áfram utan stjórnar eða kemst einhverntímann í ríkisstjórn. Pólitísk niðurlæging Ragnheiðar Elínar á dögunum er ekki eina dæmið um það. Á síðasta þingi tók formaðurinn Þorgerði Katrínu úr fjárlaganefnd, sem er valdamesta nefnd þingsins og í hennar stað settur fulltrúi formannsins, Illugi Gunnarsson – nema hvað! Að Ólöfu Nordal undanskilinni er því enginn kona lengur í framvarðarsveit sjálfstæðisflokksins, hvorki á þingi né utan þings.

Það eru því greinilega enn einhverjir hnútar eftir á Engeyjarsvipunni sem þingkonur sjálfstæðisflokksins hrökklast undan þegar hún er reidd til höggs.

Átök um fortíð og framtíð

Pólitíska umræða einkennist að mörgu leiti af átökum um hvort ætlunin er að láta gamlar hefðir og vinnulag standa eða hreyfa okkur áfram til nýrri tíma. Dæmi um þetta eru ummæli Gunnars Helga Kristinssonar sem telur að ráðherra sem tjáir sig um fundi ríkisstórnar eða hafi fyrirvara við einstakar ákvarðanir skuli víkja úr embætti. Þau auðvitað séu grensur á því hvað langt ráðherrar í ríkisstjórn geti gengið einstökum stefnumálum stjórnarinnar er fráleitt að halda því fram að þeir hinir sömu skuli víkja ef þeir hafi fyrirvara við einstök mál. Þannig viðhöldum við hinum gömlu leikreglum sem fengu svo harða gagnrýni í kjölfar Hrunsins. Það er ekki ætlunin. Heldur þvert á móti er ætlunin að opna umræðuna og gera ákvarðanir og ferli þeirra gegnsærri en áður þekktist.

Illugi þingflokksformaður

Ég kynntist Illuga Gunnarssyni fyrst sem barni á Siglufirði eftir að ég hrökklaðist þangað til náms á sínum tíma. Ég passaði hann stundum fyrir foreldra hans sem tóku mig að nokkru leiti undir sinn verndarvæng á þessum árum og reyndust mér vel. Ég átti það til að svæfa Illuga stundum við munnhörpuleik og tel mig þannig hafa vakið upp tónlistarhæfileika sem blunduðu þá í brjósti hans en vöknuðu síðar til lífsins. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort mér hefði ekki verið nær að leggja minni áherslu á munnhörpuleikinn en ræða þess í stað meira við hann og lífið og tilveruna.

Um ráðherraábyrgð

Kærunefnd jafnréttismála hefur það hlutverk „… að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort brotið hafi verið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.“

Niðurstöður kærunefndar eru endanlegar gagnvart málsaðilum en heimilt er að bera þá undir dómstóla.

Grjót úr steinhúsi

Á vef Framsóknarflokksins má sjá frétt þess efnis að efnt hafi verið til svokallaðrar "Vigdísarveislu" í húsakynnum flokksins. Þar  mun Vigdís Hauksdóttir hafa fundað með flokksmönnum um helstu kosningamál flokksins. Á vefnum má sjá að rætt hafi verið um að fyrirhuguð bygging Landsspítala sé „óhugnanleg vitleysa“ og að sömuleiðis hafi verið rætt hafi um Hörpublindgötuna og “ kratavæðingu í opinberri stjórnsýslu“.

Að þessari upptalningu lokinni er sagt að fundurinn hafi verið málefnalegur.

Þaenebbleaþa!

Akureyri 150 ára

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að Akureyri er 150 ára gömul í ár. Afmælishátíðin sem staðið hefur yfir meira og minna allt árið náði hámarki um helgina með margskonar viðburðum um allan bæ. Veðrið var eins og alltaf er á Akureyri, sól og sunnanátt. Afar góð þátttaka var í viðburðum helgarinnar, sérstakalega þó á tónleikunum í Gilinu í gær þar sem gríðarlegur fjöldi fólks kom saman til að hlusta á gamlar Akureyskar hljómsveitir. Þar fóru fremstir á sviði bræðurnir úr Hvanndal auk þess sem Baraflokkurinn flutti nokkur af sínum frábæru lögum, og þá ekki síður Villi naglbítur og svo fóru Skriðjöklarnir aljgörlega á kostum. Mér fannst þeir reyndar skemmtilegastir en hef aðeins áhyggjur af því hvort þeir hafi allir lifað tónleikana af miðað við framkomu þeirra á sviðinu sem var í meira lagi lífleg. Þeir litu alla vega sumir þannig út úr fjarlægð að vera lítið yngri en Akureyri.

Gleðilegt nýtt ár!

Nýtt fiskveiðiár hefst í dag. Að baki er eitt besta ár í sjávarútvegi sem um getur. Fiskistofnar eru flestir á uppleið og veiðiheimildir aukast jafnt og þétt. Fyrirtækin blómstra sem aldrei fyrr, hagnaður af rekstri mikill og skuldir fara hríðlækkandi. Milliuppgjör HB-Granda er gott dæmi um þetta. Þar kemur m.a. fram að EBITDA eykst um 14% frá sama tíma í fyrra, vergur hagnaður eykst um 16%, seldar voru vörur fyrir 22% hærri upphæð, vaxtaberandi langtímaskuldir lækka um 28% og eigiðfjárhlutfall er 58%, sé miðað við milliuppgjör síðasta árs. Virði aflaheimilda er endurmetið og sýnist mér í fljótu bragði að tonnið sé metið á ríflega þrjú þúsund krónur miðað við stöðu aflaheimilda fyrirtækisins. Ef litið er framhjá því er hreinn hagnaður fyrirtækisins á fyrstu 6 mánuðum árum um þrír milljarðar króna.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS