Ólöf Nordal væntanlegur fyrrverandi varaformaður sjálfstæðisflokksins var í athyglisverðu viðtali á Bylgjunni í morgun. Hún var afar hreinskilin varðandi stefnu Flokksins og áherslur hans á komandi vetri og væntanlegri kosningabaráttu. Samkvæmt því sem fram kom í þættinum er þetta það sem flokkurinn vill og vill ekki:
Vill ekki lengja atvinnuleysisréttinn
Vill ekki að atvinnulausir fari í skóla
Vill ekki nýja stjórnarskrá
Vill ekki breytingar á lögum um stjórn fiskveiða
Vill ekki afgreiða rammaáætlun
Vill lækka skatta á hátekjufólk
Vill lækka skatta á fyrirtæki
Vill einkavæða í heilbrigðis- og menntakerfinu
Vill aukin niðurskurð í velferðarkerfinu og draga úr samneyslunni
Vill afturkalla allan þann árangur sem náðst hefur á undanförnum þrem árum og færa landið aftur til ársins 2008 svo allt geti hrunið aftur og aftur og aftur …
Svona eiga þingmenn að vera.
Hreinir, beinir og tala skýrt þannig að ekki sé hægt að misskilja þá.