Árangurinn blasir við þeim sem vilja sjá hann

Álagningu gjalda ársins er nú lokið og aðgengileg á heimasíðu skattsins. Niðurstöðurnar sýna og staðfesta enn frekar enn áður þann mikla viðsnúning sem orðið hefur í afkomu heimilanna í landinu sem og að aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna við tekjuöflun og jöfnun í samfélaginu hefur borið mikinn árangur.

Hér koma nokkur dæmi um það:

Flokkurinn og samneyslan

Skilgreiningin á samneyslu er eitthvað í þá áttina að um sé að ræða neyslu/þjónustu sem fjármögnuð er úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og allir eiga að geta nýtt sér. Dæmi um þetta er heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bótakerfið, samgöngur o.fl. slíkt. Orðabók Háskólans segir að um sé að ræða "neyslu sem keypt er og fjármögnuð af ríkinu, þ.e. opinber neysla". Samtök atvinnulífsins skilgreina samneyslu sem „samanlögð neysla ríkissjóðs, sveitarfélaga og almannatrygginga. Til samneyslu teljast laun og tengd gjöld þessara aðila, kaup þeirra á vöru og þjónustu, að frádreginni sölu, og afskriftir. Dæmi um samneyslu eru launaútgjöld í heilbrigðis- og menntaþjónustu og kaup þessara greina á þjónustu. Önnur dæmi um samneyslu eru rekstur stjórnsýslustofnana ríkis og sveitarfélaga, dómstólar og löggæsla.“

Strákarnir í stjórnarandstöðunni

Strákarnir sem gegna formennsku í stjórnarandstöðunaflokkunum hafa enn einu sinni opinberað fávisku sína um fjármál ríkisins. Nú er það ríkisreikningur síðasta árs sem er þeim ofviða ef marka má viðbrögð þeirra í fjölmiðlum.

Staðreyndirnar eru hinsvegar þessar: Efnahagsáætlun stjórnvalda, sem gerð var í samstarfi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og þær þjóðir sem lánuðu okkur peninga í kjölfar Hrunsins, hefur gengið eftir. Að öðrum kosti hefði samstarfi Íslands við þessa aðila að þessu leiti ekki lokið á síðasta ári. Þess vegna höfum við nú tekið til við að endurgreiða lán og þess vegna er viðsnúningur í efnahags- og atvinnulífi hafinn. Rekstur ríkissjóðs gekk samkvæmt áætlun á síðasta ári, þ.e. reksturinn (gjöld og tekjur) voru í takt við fjárlög þess árs. Þetta er það sem ríkisreikningur síðasta árs sýnir svo ekki verður um deilt.

Eftir stendur að enn erum við að fá skelli á okkur vegna Hrunsins og málum því tengdu. Dæmi um það eru gífurlegur kostnaður vegna spillingar og óráðssíu Sparisjóðs Keflavíkur sem færður var til bókar í reikningi síðasta ár.

Um það mál myndi ég ekki tala væri ég í sporum strákanna í stjórnarandstöðunni.

Mannvinurinn Nubo

Kínverski auðmaðurinn Huang Nubo, aðaleigandi risafyrirtækisins Beijing Zhongkun Investment Group Co hefur stærsta hluta ævi sinnar starfað fyrir Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins. Kínversk yfirvöld hafa líka verið dugleg að veita fyrirtækinu viðurkenningar af ýmsu tagi eins og sjá má á þessum lista. Lítið sem ekkert er vitað um Nubo, hvaðan auður hans er sprottinn né hverjir bakhjarlar hans hafa verið, fyrir utan Kommúnistaflokkinn. Það er eins og karlinn hafi ekki verið til fyrir árið 1999, í það minnsta finnst lítið sem ekkert um hann fyrir þann tíma.

Beijing Zhonkun Investment Group er með umfangsmikinn rekstur víða um heim, mest þó í Asíu en einnig í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum sem atvinnuveganefnd Alþingis fékk um fyrirtækið sl. vetur er fyrirtækið með rekstur í 23 „menningarþorpum“, 46 þjóðgörðum. 11 fjöllum, 5 býlum með lífræna ræktun svo fátt eitt sé nefnt.

Kristján og kvikindin.

Kristján Þór Júlíusson fór til sjós í sumar eins og hann hefur reyndar áður gert á eftir að hann var kjörin á þing. Það finnst mér vera gott hjá honum að gera og mættu fleiri þingmenn taka hann sér til fyrirmyndar. Þannig kemst maður í annarskonar samband við fólkið í landinu,  fær annan vinkill málin og víkkar sjóndeildarhringinn eins og ég hef áður bent á af minni reynslu sem sjómaður.

Það sama á auðvitað við um önnur störf. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og kynnast nýju fólki.

Sjálfur fór ég einn túr á mitt gamla skip árið 2009, stuttu eftir að ég var kosinn á þing. Ég þurfti þá að vinna hluta uppsagnarfrests samkvæmt samkomulagi þar um við fyrverandi vinnuveitanda minn, sem ég og gerði og kallaði varamann inn fyrir mig á þingið á meðan.

Правда vs Morgunblaðið

Öll félög hafa sín markmið og tilgang. Í ársreikningum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins segir eftirfarandi:

„Tilgangur félagsins er að styðja frjálst viðskiptalíf og efla heilbrigðan hugsunarhátt í öllum þjóðfélagsmálum, og yfir höfuð beita sér fyrir hverju því, er miðar til sannra framfara í hvívetna.“

Lykilorðin eru heilbrigður hugsunarháttur og sannar framfarir

Morgunblaðið er Pravda Íslands.

5,2 milljarðar afskrifaðir hjá Morgunblaðinu!

Ársuppgjör Morgunblaðsins  vegna ársins 2011 hefur verið birt. Þar kemur fram að Íslandsbanki afskrifaði tæpan milljarð (944 milljónir) af skuldum eigenda blaðsins á síðasta ári. Áður hafði bankinn afskrifað 4,3 milljarða af skuldum blaðsins (2009) og selt það til nýrra eigenda. Stærstu eigendur blaðsins eru íslenskir útvegsmenn sem ráða yfir um þriðjungi aflaheimilda við Ísland.

Samkvæmt þessu hefur Íslandsbanki afskrifað 5,2 milljarða af skuldum Morgunblaðsins frá árinu 2009 og rekstur þess verið í molum árum saman.

Það dugar þó hvergi nærri til því eins og fram kemur í reikningum síðasta árs er tap á rekstri blaðsins upp á ríflega 200 milljónir á því ári.

Íslandsbanki hefur því tekið annan snúning á fjárhagslegri endurskipulagningu Morgunblaðsins með fyrrgreindum afskriftum auk þess sem eigendur blaðsins leggja félaginu til aukið hlutafé upp á 1,2 milljarða króna.

Sannir Íslendingar

Guðni Ágústsson vill að biskup losi kirkjuna við gallaða þjóna sína, umyrðalaust.  Hvað næst - fatlaðir, þeldökkir, gamlir, pólitískir andstæðingar, brúneygir, dökkhærðir? Hreinsa vel til þar til eftir standa hreinir og sannir íslendingar að mati Guðna. Allir íslendingar verði svo að lokum eins og hann sjálfur og Halldór og Finnur og Ólafur.

Það er framstíðarsýn sem betur fer fáir deila með Guðna.

Yfirburða árangur hjá Guðmundi í Nesi

Aflaskipið Guðmundur í Nesi kom með enn einn stórfarminn að landi í morgun, nú að verðmæti 450 milljónir sem er án nokkurs vafa mesta verðmæti sem íslensk skip hefur borið að landi úr einni veiðiferð. Guðmundur í Nesi hefur nánast eingöngu verið gerður út til grálúðuveiða frá því hann var keyptur til landsins og alltaf verið í hópi þeirra skipa sem hafa skilað mestu verðmæti á hverju ári. Skipstjórarnir tveir, þeir Jóel og Guðmundur hafa ásamt áhöfnum sínum náð yfirburða tökum á þessum veiðiskap sem fáir ef nokkrir hafa náð að leika eftir. Veiðar á grálúðu hafa gengið upp og ofan mörg undanfarin ár og eftir því sem ég best veit er Guðmundur í Nesi eina skipið sem svo til eingöngu er gert út til þeirra veiða. Guðmundur í Nesi er vel útbúið skip sem dregur á eftir sér tvö troll enda aflamikið og með mikinn togkraft. Enda þarf það til á grálúðuveiðar eigi þær á annað borð að skila árangri.

Gölluð kenning

Það eru verulegir ágallar á þessari kenningu Ólafs Arnarsonar hagfræðings. Í fyrsta lagi er auðlindagjald greitt af þeim sem fá úthlutað afla í íslenskri lögsögu en ekki lögsögu annarra ríkja. Þar af leiðir að meintar áætlanir Samherja um að skipta fyrirtækinu upp munu engin áhrif hafa á greiðslu auðlindagjalds á Íslandi af fiski, veiddum í íslenskri lögsögu.

Í öðru lagi ætti eðli málsins vegna að vera erfiðara að reyna að færa arðinn af nýtingu auðlindarinnar milli aðskilinna fyrirtækja en innan sama fyrirtækis í því merkmiði að komast hjá veiðigjaldi hér heima. Ef það á að vera tilgangur fyrirtækisins með því að skipta því upp með áður greindum hætti (sem ég efast reyndar stórlega um) er það dæmt til að mistakast.

Þetta ætti þeir að átta sig á sem á annað borð hafa sett sig inn í málið.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS