Bjart framundan

Þvert ofan í allt svartagallsrausið úr ranni stjórnarandstöðunnar benda allir hagvísar til þess að Ísland hafi nú á hraðri leið bataleið eftir Hrunið 2008. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir enn meiri hagvexti í ár og á næsta ári en áður hafði verið spáð. Fjárfesting í atvinnulífinu hefur vaxið mikið og mun vaxa áfram í ár og því næsta. Meirihluti Alþingis tók ákvörðun um að ráðast í stórar framkvæmdir við lok síðasta þings og tryggði fjármögnun þeirra í leiðinni. Staða heimila og fyrirtækja hefur batnað verulega, skuldir lækkað og útlán til íbúðakaupa fara vaxandi.

Nýja þjóðhagsspáin er holl lesning þeim sem virðast lifa í pólitískum sólmyrkva þrátt fyrir birtuna.