236th anniversary of the Independence day of the USA

Okkur þingmönnum er oft boðið að taka þátt í allskonar upp á komum eins og gengur. Það er svo eftir efnum og aðstæðum hvort hægt er að þiggja öll þau góðu boð. Það er fastur liður að sendiráð erlendra ríkja bjóða til samsætis vegna þjóðhátíðardaga landanna. Eitt þannig boð er framundan vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna, 4. júlí. Okkur sextíu og þremenningunum er auðvitað boðið þangað. Boð ameríkananna er öðru marki brennt en annarra að nokkru leiti. Boðskortið sjálft er hefðbundið eins og gengur en því fylgir líka miði þar sem fram kemur hverjir muni kosta herlegheitin. Samkvæmt því munu eftirtalin fyrirtæki bera kostnað af 236ja þjóðhátíðardegi United states of America:

Herts bílaleigan

Marel

KFC

Taco Bell

Elgur ehf heildverslun

Hilton Hótel

Vífilfell

Innnes ehf

teledyne gavia

Eimskip

Alcoa Fjarðarál

Ég hef enn ekki þegið nein svona boð. Engin sérstök ástæða fyrir því.

Ég mun heldur ekki mæta í ameríska sendiráðið 4. júlí.

Heldur engin sérstök ástæða fyrir því.