Málþófið tapaðist

Málþóf er það kallað þegar þingmenn reyna að hindra framgang mála á þingi. Það eru til ýmsar útgáfur af málþófi. Ein útgáfan er að draga umræður um það mál sem þingmenn vilja koma í veg fyrir að nái fram á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga málið til baka eða gera á því breytingar til að þóknast málþófsmönnum. Önnur leið er að tala endalaust um óskylt mál í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að mál sem á að reyna að stöðva komist á dagskrá.

Hvað vilja Framsóknarmenn þá?

Framsóknarmenn virðast hafa lagt í talsverða vinnu við að átta sig á stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum eins og hún var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins vorið 2011. Niðurstaða þeirra er sú að Framsóknarflokkurinn í dag sé allt annarra skoðunar en Framsóknarflokkurinn var í fyrra og algjörlega á allt annarrar skoðun en stjórnarflokkarnir samkvæmt því sem sjá má í frumvarpi um stjórn fiskveiða og frumvarpi um veiðigjöld sem Alþingi er nú með til umfjöllunar.

Nú skulum við líta aðeins á þetta og bera saman stefnu framsóknar og megininntak frumvarpanna tveggja.

1. Framsóknarflokkurinn hafnar fyrningarleiðinni sem fiskveiðistjórnunartæki.

OK. Efnislega samhljóða frumvarpi um stjórn fiskveiða.  

Febrúar 2008

Febrúar 2008 virðist hafa verið afar átakamikill mánuður í sögu þessa lands. Í þeim mánuði voru teknar margar afdrifaríkar ákvarðanir sem haft hafa gríðarleg áhrif á lífskjör okkar allra. Þó voru áhrifin ekki neikvæð fyrir alla eins og gengur og gerist. Í dómi Landsdóms yfir Geir H Haarde er ítarlega sagt frá gangi mála í þessum merka mánuði árið 2008. Vísa má í ákæruatriðin sjálf í því sambandi (bls. 1 – 2 – 25 sem dæmi). Reyndar má benda á  afar athyglisverðar tilvitnanir í ræðu sakborningsins á Viðskiptaþingi í febrúar 2007 þar sem hann leggur áherslu á að „draga sem mest úr skrifræði og kostnaði í reglusetningu hins opinbera“ (bls.14). En aftur í febrúar 2008. Í landsdómi er á bls.

Aparnir á Alþingi og hinir þingmennirnir

Það hefur ekki verið mikill sómi af störfum þingsins undanfarna daga. Stjórnarandstaðan hefur bætt tólum í vopnabúr sitt, ætluðum að koma í veg fyrir öll mál ríkisstjórnarinnar. Áður höfðu þau þróað hin mjög svo uppbyggilegu sýndarandsvör sem felast í því að þingmenn úr sama þingflokki nota ræðustól þingsins til að spyrja hvern annan hvað þeim finnist um hitt og þetta. Afar athyglisverðar samræðu. Nú hafa þau tekið upp það ráð að koma í veg fyrir að ný þingmál komist á dagskrá þingsins og til nefnda og þannig í leiðinni varnað almenningi í landinu að hafa áhrif á þau. Enda treysta þau ekki almenningi til slíkra verka eins og sjá má á afstöðu þeirra gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrá. Stjórnarliðar hafa haldið sig til hlés í umræðunum síðustu daga á meðan andstaðan hefur haldið málþófi sínu gangandi.

Yfirbragð þingsins hefur ekki verið áferðarfallegt og engum til gagns, hvorki þingmönnum né þjóðinni. Reyndar á íslenska þjóðin kröfu á afsökunarbeiðni frá þinginu og þeim sem hafa smánað það með framgöngu sinni að undanförnu.

Þingskömm

Hluti stjórnarandstöðunnar hefur tekið Alþingi í gíslingu með ótrúlega ósvífnu málþófi. Undir tryggri og öruggri forystu sjálfstæðisflokksins sem berst af hörku gegn öllum breytingum á því stjórnkerfi sem til varð undir hans stjórn, hefur tekist að koma í veg fyrir að brýn mál fái þinglega meðferð. Sem dæmi um slík mál má nefna niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði, atvinnutengda starfsendurhæfingu, réttindagæsla fyrir fatlað fólk, aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi, nauðungarsala, aðför og meðferð einkamála, greiðsluaðlögun einstaklinga, bætt heilbrigðisþjónusta fyrir ungt fólk – svo dæmi séu aðeins tekin af dagskránni eins og hún leit út í gær.

Hrikleg staða sjávarútvegsfyrirtækja

Daði Már Kristófersson og Stefán Gunnlaugsson hafa nú skilað atvinnuveganefnd þingsins skýrslu um áhrif frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Í skýrslunni fara þeir yfir stöðu 23 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og 12 fyrirtækja í krókaflamarkskerfinu. Niðurstöðurnar eru sláandi.

Samkvæmt niðurstöðu þeirra mun fimmtungur af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins aldrei geta staðið undir skuldum sínum og litlu færri eru í erfiðri stöðu af sömu sökum (bls. 37). Þetta þýðir að um 40% af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins eru annaðhvort  svo illa leikin að þau eiga sér ekki viðreisnar von eða þá að staða þeirra er mjög erfið í því sambandi.

Ekki bara nytsamur sakleysingi

Viðbrögð sjálfstæðismanna við sakfellingu Geirs H Haarde fyrrum formanns flokksins fyrir landsdómi eru furðuleg. Fyrst var reynt að halda því fram að landsdómur væri pólitískur dómstóll fyrst hann sakfelldi formanninn fyrrverandi. Síðan var því bætt við að þetta væri allt formanni Vinstri grænna að kenna. Þar á eftir var reynt að halda því fram að sakfellingin væri í raun sýknudómur, hvernig sem það getur nú gerst. Síðan hefur því verið haldið fram dómurinn væri í raun sektardómur yfir stjórnsýslunni og formaður sjálfstæðisflokksins hafi bara verið svo óheppin að vera á staðnum þegar á það reyndi fyrir dómi. Heilt yfir hafa viðbrögð Geirs og sjálfstæðismanna verið vægast sagt ruglingsleg og ómarkviss.

Klíkan

Fátt er meira virði en traustur hópur vina sem láta sér annt hver um annan. Slíkir vinahópar tengjast oft skólaárunum og á þeim tíma ævinnar verða til vinabönd sem halda út allt lífið. Aðrir hópar verða til um sameiginlega hagsmuni, nokkurskonar klíkur sem einsetja sér að ná tilteknum markmiðum, nó matter vott.

Ein slík klíka gekk undir nafninu Eimreiðarhópurinn og var nokkurskonar æxli út úr sjálfstæðisflokknum og er kannski enn. Flestir klíkubræðra eru þjóðþekktir menn og hafa verið áberandi í íslensku þjóðlífi áratugum saman. Þeir hafa verið fyrirferðarmiklir í stjórnmálum, viðskiptalífinu og ekki síst í dómskerfinu. Þræðir þeirra hafa legið um mikilvægustu kima íslensks samfélags og áhrif þeirra hafa verið yfirþyrmandi og legið sem mara á samfélaginu.

En hverjir eru þessir klíkukarlar og hvar eru þeir nú?

Þegar þessi fræga mynd var tekin er af Eimreiðarhópnum, innstu klíku sjálfstæðisflokksins,  hefur þeim klíkubræðrum líklega ekki rennt í grun hver örlög þeirra yrðu og sennilega búist við betri uppskeru en raunin síðan hefur orðið.

Skoðum þetta aðeins betur.

Þegar betur er að gáð ...

Landsdómur kvað upp dóm í máli á hendur Geir H Haarde á dögunum. Þar var Geir sýknaður af þrem ákæruliðum en sakfelldur fyrir þann fjórða fyrir að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi við stjórn landsins þrátt fyrir að hafa vitað af þeim háska sem vofði yfir heill ríkisins.

Um þennan dóm þarf ekki að deila. Hann er skýr.

Bent hefur verið á að dómurinn sé í leiðinni áfellisdómur yfir þá stjórnsýslu sem Geir og aðrir stjórnendur þessa lands hafi mótað á allt of löngum valdatíma sínum. Í því sambandi er oft vísað til skýrslu RNA og tillögum þingmannanefndar Atla Gíslasonar og því þá jafnan haldið fram að ekkert hafi breyst frá Hruni og ástandið jafnvel versnað.

Skoðum tillögur nefndarinnar aðeins betur og viðbrögð þingsins við þeim.

Þingmannanefndin leggur til í ljósi niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um hlutverk Alþingis.

Enginn bitinn á barkann

Frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald eru mikið til umræðu þessa dagana. Þingmenn Vg hafa verið að funda um landið að undanförnu af því tilefni. Í fyrrakvöld var haldin um 60 manna fundur í Stykkishólmi og í gærkvöldi komu hátt í hundrað manns á fund á Hótel KEA á Akureyri. Ef taka á mark á opinberri umræðu mætti halda að á þessum fundum væru blóðug slagsmál á milli þingmanna og heimamanna en það er nú öðru nær. Enn hefur engin tilraun verið til að bíta menn á barkann eins og ég veit að Mogginn myndi vilja hafa það. Umræður á fundunum hafa þvert á nóti verið afar málefnalegar en um leið hreinskiptar og að mínu mati skilað góðum árangri við vinnu frumvarpanna. Þrátt fyrir allt erum við flest sammála um meginatriðin en deilum um útfærslur.

Enn hefur því ekki verið mótmælt að auðlindir sjávar séu sameign þjóðarinnar.

Enn hefur enginn lýst sig andvígan því rétt sé að gera tímabundna samninga/leyfi við þá sem fá leyfi til að nýta sameiginlega auðlind.

Enn hefur enginn mótmælt því að greiða eigi auðlindagjald.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS