Fátt er meira virði en traustur hópur vina sem láta sér annt hver um annan. Slíkir vinahópar tengjast oft skólaárunum og á þeim tíma ævinnar verða til vinabönd sem halda út allt lífið. Aðrir hópar verða til um sameiginlega hagsmuni, nokkurskonar klíkur sem einsetja sér að ná tilteknum markmiðum, nó matter vott.
Ein slík klíka gekk undir nafninu Eimreiðarhópurinn og var nokkurskonar æxli út úr sjálfstæðisflokknum og er kannski enn. Flestir klíkubræðra eru þjóðþekktir menn og hafa verið áberandi í íslensku þjóðlífi áratugum saman. Þeir hafa verið fyrirferðarmiklir í stjórnmálum, viðskiptalífinu og ekki síst í dómskerfinu. Þræðir þeirra hafa legið um mikilvægustu kima íslensks samfélags og áhrif þeirra hafa verið yfirþyrmandi og legið sem mara á samfélaginu.
En hverjir eru þessir klíkukarlar og hvar eru þeir nú?
Þegar þessi fræga mynd var tekin er af Eimreiðarhópnum, innstu klíku sjálfstæðisflokksins, hefur þeim klíkubræðrum líklega ekki rennt í grun hver örlög þeirra yrðu og sennilega búist við betri uppskeru en raunin síðan hefur orðið.
Skoðum þetta aðeins betur.