Tómstundastjórnmálamaður

Af öllum þeim sem hafa tjáð sig um niðurstöðu forsetakosninganna hefur Anna Sigrún Baldvinsdóttir líklegast komist næst því að hitta naglann á höfuðið í ágætri grein sinni þar um.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknarflokksins er hinsvegar sá sem hefur komið fram með frumlegustu skýringuna á endurkjöri Ólafs. Í viðtali við RÚV á sunnudaginn segir hann forsetinn hafi verið endurkjörin vegna þeirra heiftar sem ríkisstjórninni hafi sýnt honum. Ríkisstjórninni hefði verið nær að þakka honum og reyndar fleirum fyrir að hafa bjargað sér frá því að setja efnahagslíf þjóðarinnar í algjört uppnám“ segir Sigmundur Davíð. (Með „reyndar fleirum“ á hann líklegast við sjálfan sig og framsóknarflokkinn.)

Stærsti ágallinn á þessari skýringu er sá að hér hrundi allt sem hrunið gat haustið 2008. Allt heila bankakerfið, Seðlabanki, aragrúi fyrirtækja, atvinnulífið, heimilin og orðspor þjóðarinnar. Þetta smáræði virðist hafa farið framhjá formanni framsóknarflokksins og þá sömuleiðis að þessu var hvorki bjargað af Ólafi Ragnari né framsóknarflokknum. Þvert á móti má meira og minna kenna þeim hvernig fór.

Það hefur verið sagt um formann framsóknarflokksins að hann sé nokkurskonar tómstunda stjórnmálamaður sem hafi hvorki köllun til að vera í pólitík né ástríðuna sem einkenni góða stjórnmálamenn.

Það er margt sem endir til að svo sé.