Þóra kemur norður!

Ég skal fúslega viðurkenna að ég er heldur líklegur til að kjósa Þóru Arnórsdóttur frekar en aðra í komandi kosningum, ef ég gleymi því ekki. Fátt sem minnir á að kosningar séu framundan. Ég verð þó að játa að ég er orðin tvístígandi og hikandi í þeim efnum af ýmsum ástæðum.

Hér er dæmi um það.

Í Dagskránni sem gefin er út fyrir norðan eru þrjár heilsíðuauglýsingar tileinkaðar kosningabaráttu Þóru (bls. 28-30). Sem er auðvitað ágætt út af fyrir sig og rétt að frambjóðendur minni á sig, ekki veitir nú af. Það er samt eitthvað við þessar auglýsingar sem vekur hjá mér efasemdir um að skipuleggjendur kosningarbaráttu Þóru séu á réttri braut.

Þóra verður á Glerártorgi í dag. Þar má fá Þóru-boli á sanngjörnu verði. Þóru-andlitsmálning fyrir börnin. Þóra bíður í pylsur. Þóru-dagurinn verður á Akureyri á sunnudaginn.

Þetta er eiginlega að verða tú möts fyrir mig.

Ég vil bara fá að velja á milli frambjóðenda sem eru líklegir til að hefja sjálfa sig út fyrir verkefnið sem þeir bjóðast til að taka að sér. Að verða forseti Íslands og gerast sameiningartákn þjóðar sem á í vanda og er að reyna að ná áttum eftir mikið pólitískt og siðferðileg áfall.

Þóru-bolir eru ekki beint heillandi vegvísir í kjörklefann fyrir okkur sem erum enn ekki viss í okkar sök.