Flokkurinn og ég

Geir H Haarde fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins jós úr skálum

reiði sinnar með fúkyrðaflaumi í allar áttir á tröppum dómshússins í gær

eftir að hafa verið sakfelldur um stórkostleg gáleysi við stjórn landsins. Hann

talaði um pólitískar árásir og sig og Flokkinn og taldi markmiðið hafa verið að fella þá báða.

Enn hefur hvorki Geir né nokkur annar úr hans röðum nefnt íslensku þjóðina í þessu samhengi og það tjón sem hún varð fyrir vegna þess sem Geir var sakfelldur fyrir og kemur sömuleiðis fram í dómsorðum í öðrum liðum.

Hvernig ætli standi á því?

Rétt ákvörðun Alþingis að ákæra Geir

Dómur Landsdóms yfir Geir H Haarde í dag undirstrikar að það var full ástæða til þess af hálfu Alþingis að höfða mál á hendur hinum. Alþingi

byggði þá ákvörðun sína á niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis (bls.46) og síðar sérstakrar þingmannanefndar undir forystu Atla Gíslason sem lagði til ákærurnar. Landsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að Geir hafi brotið gegn 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Þar með má líka segja að þeir ráðherrar sem hefðu átt að hafa upplýsingar um stöðu mála í aðdraganda Hrunsins en höfðu ekki vegna þess að Geir uppfyllti ekki skyldur sínar, séu þar með fríir af þeim málum.

Dómurinn hlýtur að vera áfall fyrir þá sem reyndu með öllum ráðum að koma í veg fyrir að Landsdómur lyki störfum sínum. Niðurstaða dómsins sýnir að það hefði verið kolröng ákvörðun.

En hvað um það.

Hallærislegur hégómi

Ég hef ekki mikið vit á myndlist sem slíkri þó ég hafi bæði nokkurt gaman af henni og sjálfsagt eitthvað gagn líka. Ég hef hinsvegar hvorki áhuga né nokkurt gagn af þeirri list sem sögð er felast í málverkum af fyrrum forsetum Alþingis.

Þar er fyrst og fremst um hallærislegan hégóma að ræða sem á að afleggja sem fyrst.

Það er ekkert vit í þessu

Deilurnar um sjávarútvegsmálin hafa klofið þjóðina á undanförnum áratugum. Ef eitthvað er hafa virðast þær deilur vera að harðna síðustu misserin. Gífuryrði og sleggjudómar hafa einkennt þessar deilur umfram annað, á báða bóga. Myndin með þessum pistli er dæmi um auglýsingaherferð sem farin var á vegum þeirra sem vilja standa vörð um deilurnar og átti að sýna fram á þær mannlegu hörmungar sem biðu okkar allra ef reynt yrði að leysa þær deilur. Og þetta var áður en nokkrar tillögur í þá áttina höfðu verið lagðar fram. Hugsunin ein um að verið væri að skoða málið var tilefni slíkra viðbragða.

Það er ekkert vit í þessu.

Frjálst fall Fjallabyggðar

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sjálfstæðisflokksins reit grein í blað flokksins í síðustu viku undir heitinu „Fall Fjallabyggðar“ (finn því miður ekki tengil á greinina). Þar lýsir hann framtíðarsýn sinni á byggðina þar nyrðra ef gerðar verða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Tryggvi Þór er heilt yfir ágætur náungi, tekur sjálfan sig ekkert of alvarlega, er með ágætan húmor og í eðli sínu göslari og breyskur maður eins og við hin.

Nema hvað?

En hann hefur auðvitað sínar veiku hliðar eins og aðrir. Hann er t.d. afleitur spámaður um framtíðina eins og dæmin sanna sem hefur varpað eilitlum skugga á fræðimanninn í honum. Svo er honum illa við fortíðina og vill helst ekki ræða hana sem er auðvitað ákveðin löstur á honum sem stjórnmálamanni enda ræðst framtíðin oftar en ekki á því sem liðið er.

Skýrslan að þvælast fyrir ...

Þingmenn ræða nú tillögu um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarráðinu. Eins og venjulega leggst stjórnarandstaðan gegn öllum slíkum breytingum og telja mikið óráð að ráðast í slíkar breytingar. Þar fara sjálfstæðismenn fremstir meðal jafningja enda líta þeir svo á að það styttist óðum í að þeir fari aftur að spora út ganga stjórnarráðsins. Þá vilja þeir fá „eign sína“ ósnerta til baka.

Þegar hefur verið ráðist í umfangsmiklar breytingar á stjórnarráðinu með sameiningu og fækkun ráðuneyta. Má þar nefna sameiningu heilbrigðis- og félagamálaráðuneyta í Velferðarráðuneyti og dóms- samgöngu- sveitarstjórnar- og mannréttindaráðuneyta í Innarnríkisráðuneyti.

Í þeirri tillögu sem nú er rædd á þinginu er stefnt að því að fækka ráðuneytum úr tíu í átta með því að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið í nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og færa verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytis til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis annars vegar og fjármálaráðuneytis. Þá er einnig ráðgert að efla

umhverfisráðuneytið og breyta nafni þess í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Offramboð á pólitískum hræsnurum?

Viðbrögð sumra stjórnmálamann við kröfu framkvæmdastjórnar ESB um að komu að dómsmáli gegn Íslandi vegna Icesave-ósómans, eru vægast sagt

furðuleg. Ef litið er til nýliðinnar sögu og þarf ekki að fara langt aftur í tímann til þess kemur í ljós hve miklir hræsnarar þeir stjórnmálamenn eru sem hér um ræðir.

Þann 16. nóvember 2008 gerðu íslensk stjórnvöld samkomulag við Evrópusambandið um aðkomu sambandsins að deilunni fyrir hönd Hollendinga og Breta. Samkomulagið var kennt við embættismannaborg ESB og í daglegu tali nefnd „Brussel viðmiðin“. Í því fólst m.a. að íslensk stjórnvöld myndu ábyrgjast lágmarkstryggingu á innstæðum í útibúum íslenskra banka erlendis, viðurkenning á samkomulagsaðila á því að tilskipun um innstæðutryggingar hefðu verið felld inn í löggjöfina um EES og gildi því á Íslandi og að ESB myndi áfram taka þátt í viðræðum um lausn Icesave-deilunnar og það mál unnið í samræði við bandalagið.

Sem sagt: Íslenskir stjórnmálamenn þess tíma viðurkenndu ábyrgð Íslands vegna Icesave málsins og óskuðu eftir ríkari aðkomu ESB að málinu.

Stundaði sveitaböll og lenti í slagsmálum

Andstæðingum Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda hafa fundinn þann löst á henni helstan að eiginmaður hennar hafi verði villtur á sínum yngri árum. Kauði virðist hafa fylgt lífsstíl ungra manna á þeim tíma og staðfest hefur verið að hann hafi farið á sveitaböll. Hann mun einnig hafa lent í slagsmálum við annan ungan mann út af stúlku sem þeir tveir munu fyrir löngu hafa gert upp sín á milli.

Satt best að segja lýst mér betur og betur á Svavar Halldórsson eftir því sem andstæðingar konu hans segja okkur meira um hann.

Sínum trúir að venju ...

Þingmenn sjálfstæðisflokksins eru óragir við að taka sér stöðu í erfiðum málum. Þeir eru oft sjálfum sér samkvæmir og láta sig lítið varða um heiður sinn eða æru í þeim efnum ef því er að skipta og hagmunir Flokksins krefjast þess. Þetta höfum við oftsinnis séð í gegnum tíðina þegar kemur að stórum málum sem skipta samfélagið miklu máli. Nýlegt dæmi um þetta er einörð andstaða þeirra við að þjóðin fái að koma að mótun nýrrar stjórnarskrár sem þeir náðu að koma í veg fyrir að yrði á síðustu dögum þingsins fyrir páska.

Tittlingaskítur og alvörumál

Árni Páll skrifar ágætis grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Stíflugarðar á floti – um gagnslítil og stórskaðleg gjaldeyrishöft“. Í greininni fer hann  yfir ástæðu þess að gjaldeyrishöft voru sett á hér á landi haustið 2008 sem að mati Árna Páls var óhjákvæmilegt að gera og þá erfiðleika sem slík höft geta haft í för með sér. Árni Páll hefur líka haft skilning á gildi gjaldeyrishaftann enda lagði hann sjálfur sem ráðherra efnahagsmála fram á Alþingi allnokkur lagafrumvörp í þeim tilgangi að styrkja þau frekar þannig að þau virkuðu sem skildi. Dæmi um það má sjá hér, hér, hér og hér.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS