Norðanmaðurinn knái, Magnús Halldórsson og viðskiptablaðamaður á 365 miðlum, skrifar grein á visi.is í gær um ríkisfjármálin. Þar tekur hann undir niðurskurðarhugmyndir formanns sjálfstæðisflokksins sem honum finnst vera fullkomlega eðlilegar. Jafnframt lítur hann svo á að viðbrögð stjórnarliða einkennist fyrst og síðast af því að það er kosningavetur framundan. Lesa má úr skrifum hans að ef svo væri ekki myndu vinstrimenn fara sömu leið og sjálfstæðisflokkurinn í blóðugum niðurskurði í opinberum rekstri, lokun sjúkrahúsa og skóla og fjöldauppsagna starfsfólks.
Þetta er alrangt hjá Magnúsi Halldórssyni.
Allt þetta kjörtímabil hefur tekist harkalega á um tillögur hægrimanna um niðurskurð og leið vinstrimanna um blanda leið tekjuöflunar og samdráttar í útgjöldum. Sú deila stendur enn yfir eins og sjá má á viðbrögðum hægrimanna við nýjum tekjuöflunarleiðum, hvort sem um er að ræða veiðigjöld eða þrepaskipt skattkerfi og allt þar á milli. Hægrimenn vilja frekar draga úr útgjöldum en auka tekjurnar.