Gjaldþrot Landspítalans - afleiðing pólitískra ákvarðana

Landspítalinn átti hvorki peninga fyrir launum starfsmanna né lyfjum haustið 2008 eftir hrun bankanna og var kominn í greiðsluþrot.“ Þannig lýsir Hulda Gunnlaugsdóttir fyrrverandi forstjóri Landspítalans ástandinu á spítalanum í Hruninu haustið 2008. Allt rétt hjá Huldu og engu orði ofaukið. Þetta er nákvæmlega það sem blasti við okkur sem tókum við þrotabúi sjálfstæðismanna vorið 2009. Þetta er líka það sem sjá má í gögnum frá þessum tíma, t.d. í Ríkisreikningi 2009 (bls. 9 og 108) svo dæmi séu tekin. Þar sést vel hvernig búið var að fara með spítalann fjárhagslega árin fyrir Hrun þannig að hallinn á rekstri hans var orðinn nærri 3 milljarðar króna. Þannig hafði tekist að koma spítalanum í algjörlega vonlausa stöðu og keyra hann í þrot eins og Hulda Gunnarsdóttir bendir réttilega á. Það var ekkert í spilunum sumarið 2009 annað en að takast á við þennan vanda eins og annað sem Hrunið færði okkur.

Atvinnuuppbygging í Norðurþingi

Íbúaþróun í Norðurþingi hefur verið afar neikvæð um langan tíma. Hægt en nokkuð örugglega tók atvinnulífið á svæðinu neikvæðum breytingum með tilheyrandi fólksfækkun eins og sjá má á línuritinu hér til hliðar. Fátt var gert til varnar þeirri þróun af hálfu ríkisvaldsins og opinberum störfum fækkaði jafnt og þétt. Það vantaði þó ekkert upp á að stjórnvöld og stjórnmálamenn hafi reglulega ýtt undir væntingar og kveikt vonir íbúanna um betri tíð með blóm í haga, sem reyndist lítil innistæða fyrir þegar á reyndi.

Í gærkvöldi fór fram umræða á Alþingi um tvö lagafrumvörp sem snúa að mikilli atvinnuuppbyggingu við Húsavík á vegum þýska fyrirtækisins PCC. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um samninga við fyrirtækið og hins vegar til laga um uppbyggingu innviða í Norðurþingi vegna framkvæmdanna. Málin fara nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd þingsins og verða vonandi afgreidd sem lög frá Alþingi fyrir þinglok.

Framsókn gengin í björg

Framsóknarflokkurinn kynnti í dag tillögur sínar um auðlindaákvæði nýrrar stjórnarskrár. Þar segir m.a. þetta: „Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi.“

Þessi tillaga er afrituð beint úr tillögu Auðlindanefndar frá árinu 2000 sem laut forystu Jóhannesar Nordal, fyrrverandi Seðlabankastjóra.

Hin kristnu Evrópu gildi sjálfstæðisflokksins

Landsfundur sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun um að öll lagasetning á Alþingi skyldi taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, hvað sem það nú þýðir. Einhverjir brugðust illa við samþykktinni sem varð til þess að síðar á sama fundi samþykkti landsfundurinn að lagasetning á Alþingi ætti ekki að taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, hvað sem það nú þýðir.

Landsfundur sjálfstæðisflokksins samþykkti einnig að slíta eigi aðildarviðræðum við ESB. Þá bregðast aftur einhverjir illa við og vilja meina að það gangi ekki og leita verði sátta í málinu enda geti svona vitlaus tillaga haft áhrif á fylgi flokksins.

Gott að vita

Það eru góð lög sem kveða á um að stjórnmálamönnum beri að upplýsa um hvað barátta þeirra fyrir þingsæti kostaði og hvernig hún var fjármögnuð. Sömuleiðis og ekki síður eru það góðar reglur sem skylda þingmenn til að upplýsa um fjárhagslega hagsmuni sína á meðan þeir gegna þingmennsku. Það var látið viðgangast allt of lengi að frambjóðendur og þingmenn leyndu almenningi um tengsl sín við fjárhagslegt bakland sitt og hverjir það voru sem kostuðu þá til þings. Sumt af því hefur reyndar enn ekki verið upplýst að fullu einhverra hluta vegna. Ógagnsær fjárhagslegur stuðningur við stjórnmálaflokka vekur skiljanlega upp tortryggni og vangaveltur um spillingu. Óeðlileg tengsl þingmanna við styrktaraðila þeirra, t.d.

Tímabundið rask á tilverunni

Sagan segir okkur að vinstri flokkar á Íslandi  séu yfirleitt ekki kosnir til valda fyrr en þjóðarskútunni hefur verið siglt í strand. Þeirra hlutverk hefur því oftar en ekki verið að lagfæra og bæta það sem aflaga fór hjá öðrum. Þessir aðrir eru nánast án undantekninga sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn sem hefur einhvern veginn aldrei heppnast að stjórna landinu svo vel hafi farið. Aldrei þó sem á árabilinu 1995 – 2007 þegar lagður var traustur grunnur að stærstu hagstjórnarmistökum lýðveldissögunnar  sem eiga eftir að hafa verulega neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu næstu tvo til þrjá áratugi. Margir líta svo á að nú muni sagan endurtaka sig hvað þetta varðar eins og svo oft áður, sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn muni  á vordögum setjast aftur að í stjórnarráðinu sem þeir líta á sitt annað heimili og taki enn á ný til við sína fyrri pólitísku iðju sem svo aftur leiðir okkur í ógöngur. Rétt eins og um einhvers konar  náttúrulögmál sé að ræða, hringrás lífsins sem enginn fær breytt.

Ábyrgð

Pólitískir brotamenn

Í einni af landsfundarályktunum sjálfstæðisflokksins er fjallað um fjármál ríkisins. Þar segir m.a. þetta: „Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilegt að framvegis verði meiri aga beitt við meðferð fjármuna ríkisins. Forstöðumenn stofnana sem eyða fjármunum umfram fjárlög verða taldir brotlegir við starfsskyldur sínar.“

Allt er þetta gott og gilt svo langt sem það nær. Auðvitað þarf að vera meiri agi á fjármálum ríkisins – framvegis – eins og það er látið heita. Það er minna talað um fortíðina hjá sjálfstæðismönnum enda myndi síðari hluti ályktunarinnar hitta þá sjálfa fyrir en þar er kveðið á um að þeir sem eyði umfram fjárlög verði sjálfkrafa brotamenn sem beri að hantera sem slíka.

Þeir væru margir brotamennirnir ef þessi regla hefði gilt haustið 2008.

120 milljarðar í atvinnnulífið

Lífeyrissjóðirnir hafa ekki haft um marga fjárfestingarkosti að ræða frá Hruni þegar svo til öll skráð félög í landinu urðu gjaldþrota. Nú hafa þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna afgreitt frumvarp til þingsins um rýmri heimildir lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í óskráðum hlutafélögum. Samkvæmt núgildandi lögum er lífeyrissjóðunum heimilt að fjárfesta fyrir allt að 20% af heildareign sjóðanna en verði frumvarpið að lögum verður heimildin hækkuð í 25%. Þetta gerir það að verkum að lífeyrissjóðirnir geta fjárfest fyrir um 120 milljarða í óskráðum félögum til viðbótar því sem fyrir er sem mun án nokkurs vafa hafa verulega góð áhrif fyrir atvinnulífið í landinu.

Svo eigum við eftir að sjá hvernig frumvarpinu reiðir af í þinginu, hverjir munu styðja það og hverjir finna því allt til foráttu.

Tímamóta landsfundur Vinstri grænna

Landsfundur Vinstri grænna um helgina markaði að mörgu leiti tímamót í Íslenskum stjórnmálum. Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku í flokknum eftir 14 ára formennsku Steingríms J. Sigfússonar og mun því leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu sem verður ein sú mikilvægasta í sögu hans. Fyrir utan forystuskiptin sem vissulega skipta máli, samþykkti fundurinn ýmsar merkar ályktanir sem vísa leiðina til komandi kosninga.

Fyrst skal nefna ályktun um aðildarumsóknina að ESB en þar samþykkti fundurinn ályktun Þormóðs Loga Björnssonar kennara í Reykjanesbæ, um að ljúka beri við aðildarumsóknina og bera niðurstöðu samnings undir þjóðina. Landsfundurinn tekur þar með skýra afstöðu til þessa umdeilda máls þó meirihlutinn hafi vissulega ekki verið afgerandi.

Klikkun Magnúsar Halldórssonar

Skrif Magnúsar Halldórssonar viðskiptafréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis í gær hafa skiljanlega vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir Magnús óeðlileg afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af fréttaflutningi og störfum fréttamanna 365 miðla. Ekki síður hafa ótrúleg viðbrögð forstjóra 365 miðla vakið athygli þar sem hann segir skrif Magnúsar vera árás á fyrirtækið og gefur jafnframt í skyn að Magnús eigi við sálræna erfiðleika að stríða. Það er þekkt leið þeirra sem vilja ráða og drottna að segja gagnrýnendur sína vera andlega vanheila einstaklinga sem ekki hvorki er sjálfrátt eða mark á  takandi. Afstaða þeirra til drottnarans sé því sprottin af einhvers konar klikkun sem allt viti borið fólk myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Klikkun Magnúsar Halldórssonar er sú að gagnrýna afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af fréttaflutningi 365 miðla. Heilbrigt fólk gagnrýnir ekki svoleiðis mann.

Eða hvað?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS