Er eitthvað að marka þetta?

Í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans má finna ýmislegt undarlegt sem stangast á við umræðuna í samfélaginu, svo ekki sé nú meira sagt. Á bls. 42 er því m.a. haldið fram að fjárlög síðasta árs hafi gengið eftir eins og að var stefnt og rekstur ríkissjóðs sé sömuleiðis á áætlun eins og ráð var fyrir gert.

„Markmiðið um afgang á frumjöfnuði árið 2012 náðist ...

Vælubíllinn

Eitt það skemmtilegasta við þingmannsstarfið að mínu mati eru samskipti við fólk með ólíkar þarfir og hagsmuni víðs vegar að af landinu. Líklega kynnast fáir lífinu og fólkinu í landinu betur en þingmenn, þ.e. þeir þingmenn sem á annað borð sinna vinnunni með þeim hætti.

Með fullri virðingu fyrir verkefninu

Í byrjun árs 2009 stóð Ísland frammi fyrir gjaldþroti. Landið var komið á gjörgæslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, allir viðskiptabankar landsins voru gjaldþrota, Seðlabankinn sömuleiðis sem og Landspítalinn, gjaldeyrir var skammtaður til kaupa á lyfjum, mat og eldsneyti, halli á ríkissjóði nam á þriðja hundrað milljörðum króna, fyrirtæki fóru þúsundum saman í gjaldþrot, atvinnuleysi stefndi í tugi prósenta, verðbólga var 20%, vextir 18%, staða heimilanna aldrei verið verri, landið var einangrað á alþjóða vettvangi, - og svo mætti lengi telja.

Blekkingar og fals

Eins og allir vita er tiltölulega auðvelt að blekkja og falsa opinberar tölur, ekki síst fjárlög og reikninga ríkisins. Í svona svindli þurfa reyndar nokkri þættir að ganga upp og gera það yfirleitt snurðulaust. Í grófum dráttum fer þetta svona fram:

Ríkisstjórnir þurfa að sammælast um hverja á að blekkja og hvernig. Í kjölfarið verður svo að upplýsa allt starfsfólk fjármála- og efnahagsráðuneytisins um fyrirhugaðar blekkingar og í hverju þær eru fólgnar. Þetta eru ekki nema rétt um áttatíu manns en aðalatriðið er að lykilmennirnir séu með í ráðum, þ.e. ráðuneytisstjórinn og skrifstofustjórar efnahagsmála, skattamála og opinberra fjármála.

Ódýr afsökun formanns framsóknarflokksins

Á vef RÚV má lesa þessa frétt: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að staða og horfur í ríkisfjármálum séu verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sé útlitið að óbreyttu miklu verra en haldið var fram í aðdraganda kosninga.“

Fyrirtækin búa í haginn

Fjárfesting hefur verið fremur lítil á Íslandi frá Hruni, bæði í einkageiranum og hjá ríki og sveitarfélögum. Fyrir því eru margar ástæður. Í fyrsta lagi tæmdust allir sjóðir ríkisins í Hruninu, landið var kaffært í skuldum og lánstraust Íslands varð minna en ekki neitt fyrstu árin eftir Hrun. Sveitarfélögin svömluðu flest í sömu súpunni.
Í öðru lagi fór fjöldinn allur af fyrirtækjum í þrot vegna Hrunsins og mörg önnur hafa verið í miklum erfiðleikum.  Orðspor íslenskra stjórnmála- og viðskiptamanna varð heldur ekki beinlínis til að hvetja erlenda aðila til að fjárfesta hér á landi. Reyndar er það svo að erlend fjárfesting á Íslandi hefur lengst af verið um og innan við 1% af VLF og þá nánast eingöngu í stóriðju. Ísland hefur því aldrei þótt góður fjárfestingarkostur hjá erlendum aðilum öfugt við það sem oft  hefur verið haldið fram.

Engu gleymt og ekkert lært

Í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á orsök og aðdraganda Hrunsins  var settur á fót starfshópur sem fékk það verkefni að gera tillögur um viðbrögð stjórnsýslu ríkisins við því sem að henni sneri  í skýrslunni. Hópurinn var undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar,  prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en aðrir í hópnum voru þau Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík; Ómar H. Kristmundsson, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands; Kristín Benediktsdóttir, héraðsdómslögmaður og Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Formenn með pólitísku óráði

Stjórnarmyndunarviðræður formanna hægriflokkanna hafa tekið óvænta stefnu, ef marka má fréttir. Nú segjast formennirnir vera að kynna sér „ýmsar upplýsingar um stöðu ríkisfjármála, skattkerfið, skuldastöðu heimilanna, gjaldeyrishöft …“ eins og formaður sjálfstæðisflokksins orðar það. Nú gerir formaður framsóknarflokksins ráð fyrir að stjórnarmyndunin taki „frekar lengri tíma en skemmri“ enda þurfi að „útfæra leiðir til að leysa öll þau stóru mál sem samfélagið stendur frammi fyrir,“ að hans sögn. Báðir segja þeir stöðu ríkisfjármálanna „býsna þunga“ sem muni hafa áhrif á niðurstöðu einstakra mála.

Smá upprifjun

Í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á orsök og aðdraganda Hrunsins  var settur á fót starfshópur sem fékk það verkefni að gera tillögur um viðbrögð stjórnsýslu ríkisins við því sem að henni sneri  í skýrslunni. Hópurinn var undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar,  prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en aðrir í hópnum voru þau Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík; Ómar H. Kristmundsson, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands; Kristín Benediktsdóttir, héraðsdómslögmaður og Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Aftur til fortíðar

Gullgrafaraæðið á hlutabréfamarkaðinum er vísbending um að ákveðinn þjóðfélagshópur þrái og trúi á afturhvarf til fortíðar. Jafnvel þó svo að strákarnir séu ekki enn búnir að ganga frá stjórnarsáttmála eða skipa til sætis í nýrri ríkisstjórn hægriflokkanna er ljóst hvaða væntingar þessi hópur gerir til þeirra og ekki að tilefnislausu. Trúin á endurtekningu góðærisáranna sem muni gera allt gott aftur er skynseminni yfirsterkari.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS