Í byrjun árs 2009 stóð Ísland frammi fyrir gjaldþroti. Landið var komið á gjörgæslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, allir viðskiptabankar landsins voru gjaldþrota, Seðlabankinn sömuleiðis sem og Landspítalinn, gjaldeyrir var skammtaður til kaupa á lyfjum, mat og eldsneyti, halli á ríkissjóði nam á þriðja hundrað milljörðum króna, fyrirtæki fóru þúsundum saman í gjaldþrot, atvinnuleysi stefndi í tugi prósenta, verðbólga var 20%, vextir 18%, staða heimilanna aldrei verið verri, landið var einangrað á alþjóða vettvangi, - og svo mætti lengi telja.