Yfirlýsing um varaformennsku

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi og leggja þannig áfram fram krafta mína í þágu þess málstaðar sem flokkurinn stendur fyrir.

Ég hef tekið þátt í störfum flokksins frá stofnun hans og gegnt mörgum trúnaðarstörfum á hans vegum jafnt á sveitarstjórnarstiginu sem og á landsvísu. Frá því ég var kjörinn á þing vorið 2009 hefur þingflokkurinn falið mér að vera talsmaður sinn í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar á Alþingi og takast þar á við þau gríðarlega þungu verkefni sem frjálshyggjutilraun áranna þar á undan skildi eftir sig. Ég hef setið í fjárlaganefnd þingsins frá upphafi kjörtímabils, fyrst sem varaformaður og síðan sem formaður nefndarinnar. Ég hef sömuleiðis á þessu tímabili verið formaður samgöngunefndar þingsins og átt sæti í atvinnuveganefndum þess.

Svín og aumingjar

Sunnudagsmorgnar eru einhvern veginn öðruvísi en aðrir morgnar. Maður sefur aðeins lengur en venjulega, er lengur að koma sér í gang og lífið hægir heilt yfir aðeins á sér. Fer á löglegan hraða.

Ég reyni að nota sunnudagsmorgnana í rólegheit. Hlustaði stundum á Sirrý á RÁS 2, sötra Gulan Braga við eldhúsborðið, gríp í gítarinn og læt hugann reika.

Ég stillti hins vegar á Bylgjuna í morgun í einhverju hugsunarleysi. Þar heyrði ég í stjórnmálamanni sem kallaði pólitíska gagnrýnendur sína svín, sagðist ekki sjá eftir neinu sem hann hefði gert, allt hefði mistekist hjá öðrum og allt hefði það verið rangt sem gert hefur verið. Hann sagðist myndu afturkalla allar breytingar sem aðrir hefðu gert komist hann í færi til þess og koma baklandi Flokksins aftur til fyrri áhrifa. Síðast af öllu kvaðst hann vera að hugsa um að draga sig í hlé frá stjórnmálum enda hefði hann enga ástæðu til þess. Hann væri heldur ekki fyrir svoleiðis aumingjaskap.

Þessi maður var í fullkomnu ójafnvægi og sýndi í raun á sér allar hliðar þess manns sem hvorki má  fela vald eða mannaforráð.

Blábjáni

Seðlabanki Íslands varð tæknilega gjaldþrota (bls. 6) haustið 2008. Bankastjórinn sem stýrði honum í þrot heitir Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins og núverandi ritsóði Morgunblaðsins. Þann 6. október 2008, daginn sem allt hrundi á Íslandi, lánaði seðlabankastjórinn í samráði við þáverandi forsætisráðherra Kaupþingi um 80 mia.kr. Þetta voru síðustu krónurnar sem eftir voru í bankanum. Allar reglur Seðlabankans við lánveitingar af þessu tagi voru þverbrotnar og báðir vissu þeir kumpánar að Kaupþing var að fara á hausinn og peningarnir myndu tapast að stórum hluta. Enn veit enginn hversvegna þetta var gert eða í hvað peningarnir fóru.

Deilur um náttúruverndarfrumvarp

Það hefur líklega hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að nokkrar deilur eru uppi um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga. Eðli málsins  samkvæmt fjallar frumvarpið um vernd, náttúruvernd, hvernig við eigum að umgangast náttúru Íslands og hver réttindi okkar og skyldur eru í þeim efnum. Meginmarkmið frumvarpsins er því að stuðla að vernd íslenskrar náttúru. Það gefur því auga leið að skiptar skoðanir hljóta að verða um frumvarp sem hefur svo yfirgripsmikið markmið þar sem hagsmunir margra kunna að skarast. Eitt eiga þó allir hagsmunaaðilar sameiginlegt,  áhuga á íslenskri náttúru, vernd hennar ásamt því að sem flestir fái notið þeirrar fjölbreytni sem hún hefur upp á að bjóða.

Íslenska leiðin til árangurs

Skuldir íslenskra heimila jukust gríðarlega í aðdraganda Hrunsins og náðu hámarki á fyrri hluta árs 2009 eins og sjá má á línuritinu (á föstu verðlagi). Reyndar var það svo að íslensk heimili voru fyrir Hrun ein þau allra skuldugustu sem fyrir fundust á byggðu bóli og illa undirbúin fyrir samdrátt, hvað þá Hrun af þeirri stærðargráðu sem hér varð haustið 2008. Síðan hafa skuldir heimilanna lækkað og eru nú á svipuðu róli og þær voru 2007 og fara lækkandi.

Pólitísk átök og stríðsrekstur

Æ fleiri stjórnmálamenn tala nú opinberlega um nauðsyn þess að leggja til hliðar pólitísk átök og stríðsrekstur og taka þess í stað upp nýja siði í samskiptum stjórnmálamanna. Fátt vildi ég fremur. Gallinn við þessa umræðu er að hún kemur ekki frá stríðsrekstraraðilunum sjálfum heldur frá okkur hinum sem höfum reynt að fara fram með friði. Það er því ekkert nýtt í þessu eins og ég hef áður bent á. Á meðan okkur greinir á um leiðir og erum tilbúin til að tala fyrir þeim, bjóða kjósendum upp á valkosti, verður alltaf tekist á. Nema ætlunin sé að útiloka pólitík úr stjórnmálum.

Það er hinsvegar ekki lengur hljómgrunnur fyrir átakastjórnmálum af því tagi sem gömlu valdaflokkarnir, framsóknar- og sjálfstæðisflokkurinn, hafa boðið þjóðinni upp á í svo til hverju einasta máli allt kjörtímabilið. Og gera enn. Tími hinna pólitísku stríðsherra og flokka þeirra er liðinn.

En þar til þeir hafa meðtekið skilaboðin frá þjóðinni verða átök í stjórnmálum á Íslandi.

Annað er óumflýjanlegt.

Mun sagan endurtaka sig?

Fyrir rétt ríflega 20 árum tók nýr formaður við í íslenskum stjórnmálaflokki. Sá sagði það vera eitt af sínum megin markmiðum að draga úr valdi stjórnmálamanna, sem honum tókst svo sannarlega að gera. Það gerði hann með því að taka sjálfur öll völd til sín.

Vonandi mun sú saga ekki að endurtaka sig.

Pólitískar fornminjar

Í kjölfar dóms í Icesave-málinu fylltust liðsmenn framsóknar- og sjálfstæðisflokksins ofsakæti yfir því að íslenskir skattgreiðendur, við og börnin okkar, þurfa vonandi ekki að borga meira en ca. 250 milljarða króna vegna falls Landsbankans. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort sú upphæð verður hærri. Það var skálað í dýrustu vínum og sungnir gleðisöngvar á krám bæjarins. Ölvaðir af gleði lögðu þeir svo af stað með vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina sem þeir kenna um allar ófarir þjóðarinnar. Rætt var um ráðherrastóla og verkaskiptingu milli flokkanna.

Samráð og samvinna - það er málið

Magnús Orri Schram skrifar pistil á síðu sína þar sem hann segist vonast til að lærdómurinn af Icesave-málinu verði að auka samráð og samvinnu við ákvarðanatöku á Alþingi. Þetta er hárrétt hjá Magnúsi Orra eins og vænta mátti frá honum.

Og Icesave-málið var einmitt þannig mál. Mál sem reynt var að vinna meira og minna þverpólitískt og í samráði og samstarfi við fjölda aðila utan sem innan þings.

Icesave - stutta útgáfan

Icesave-reikningarnir voru innlánsreikningar í Bretlandi og Hollandi sem buðu upp á hærri vexti en aðrir bankar

Landsbankinn opnaði útibú í Bretlandi síðla árs 2006 (bls. 7) og Hollandi vorið 2008 (bls. 54)

Innstæður á Icesavereikningunum um 1.250 milljarðar við Hrunið (bls. 3) og viðskiptavinirnir um 350 þúsund

Icesave var orðið til vandræða í byrjun árs 2008 (bls. 11).

Ríkisstjórnin gerði samkomulag um málið við Breta og Hollendinga haustið 2008

Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um að semja um málið haustið 2008

Samningur um málið lá fyrir haustið 2008

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS