Jón skuldugi og séra Jón skuldugi

Línuritið á myndinni hér til hliðar er úr kynningarefni Seðlabankans (glæra 27) á skýrslu bankans um fjármálastöðugleika sem talsvert hefur verið rætt um á síðustu dögum. Myndin sýnir hlutfall þeirra sem skulda meira en 300% af ráðstöfunartekjum sínum frá árinu 1995 til 2011. Bláa línan (T1) sem er hæst á árinu 1995 sýnir hlutfall þeirra tekjulægstu á meðan fjólubláa línan (T4) sýnir hlutfall tekjuhæsta hópsins. Samkvæmt þessu skulduði 27-28% tekjulægsta hópsins meira en 300% af ráðstöfunartekjum sínum árið 1995 á meðan 7% tekjuhæsta hópsins var svo skuldugur.

Fjölmiðlar og stjórnmál

Það er eðlilegt að lítið sé að frétta af efnislegu inntaki stjórnarmyndunarviðræðna hverju sinni. Þannig á það að vera þar  til náð hefur verið utan um þau mál sem verið er að semja um og ganga frá í smærri atriðum. Upplýsingar um fundarstað og kaffibrauð ásamt dularfullum samtölum við aðstoðarmenn í dyragætt á sumarbústað við Þingvallavatn verður að duga okkur hinum þangað til.

Déjà vu

Ef marka má fréttir eru formenn hægriflokkanna að ræða um lækkun skatta og einföldun skattkerfisins í sumarbústað við Þingvallavatn. Einfalt kerfi, lágir skattar, einfaldar reglur – það virðist vera málið. Þessi hugmyndafræði beið algjört gjaldþrot haustið 2008. Um hana var m.a. skrifaður sérstakur kafli í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (bls. 185):

Hugmyndafræðin

Kerfisvillan

Ég kveikti á sjónvarpinu í gær í þeim tilgangi að fara að horfa á fótbolta mér til gamans en sá þá hvar Hannes Hólmsteinn Gissurarson var í drottningarviðtali í Silfri Egils, (sem ég hélt reyndar að væri löngu hætt) og fór mikinn. Hannes var að útskýra ástæður Hrunsins sem hann taldi hvorki vera af hugmyndafræðilegum, pólitískum né siðferðilegum toga. Tryggvi Þór Herbertsson, samflokksmaður Hannesar, gekk reyndar aðeins lengra í sínum skýringum enda varð að hans mati ekkert Hrun á Íslandi, heldur væri það hin stóra lygi vinstrimanna að halda því fram og almenningur væri búinn að fatta það sögn Hannesar gerðu stjórnvöld ekkert sérstakt sem gæti hafa valdið Hruninu. Íslensku bankamennirnir voru heldur engir aular, sagði Hannes. Hrunið hefði ekkert með frjálshyggjuna að gera enda væri frjálshyggjan mannúðleg og spyrði hvorki um stétt né stöðu, að mati Hannesar.

Úr myrkrakompum Valhallar

Friðjón R. Friðjónsson er náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar. Hann var aðstoðarmaður hans lengst af á síðasta kjörtímabili og verið lengur í innsta hring Flokksins en ungum mönnum er hollt. Friðjón R. Friðjónsson er því enginn venjulegur Friðjón. Í því ljósi ber að lesa skrif hans um Framsóknarflokkinn. Þetta eru sem sagt ekki einstaklingsskrif sem hent hefur verið á netið af glaseygum heimdellingi út í nóttina í tímabundnu reiðikasti. Þvert á móti. Þessi grein var framkölluð í dýpstu myrkrakompu Valhallar í hæfilegri stærð og skerpu. Skilaboðin eru þau að Flokkurinn sé að  finna til fótanna eftir útreiðina sem hann fékk í kosningunum og þurfi ekkert frekar en hann vill að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.  Skilaboðin eru þau að sökum reynsluleysis og aumingjaskapar  hins nýja þingflokks þurfi framsóknarmenn á þrautreyndum valdaflokki að halda til að komast til manns og pólitískra metorða. Skilaboðin eru þau að formaður Framsóknarflokksins hafi haldið illa á þeim spilum sem bóndinn á Bessastöðum lét í hendurnar á honum.

Smávegis um stjórnmálafræði

Stjórnmálafræði hefur mér ævinlega þótt áhugaverð og stjórnmálafræðingar þar af leiðandi líka í því samhengi. Á heimasíðu Háskóla Íslands má sjá ágætt yfirlit yfir námið og hvernig það er byggt upp. Fljótt á litið (skiljanlega) virðist um að ræða mikla sagn- og samanburðarfræði og alþjóðasamskipti (í grófum dráttum) auk margs annars sem vekur áhuga. Stjórnmálafræðingar eru áberandi í fjölmiðlum í pólitískri umfjöllun, t.d. í aðdraganda og kjölfar kosninga og eru þá gjarnan fengnir til að rekja söguna og spá í spilin út frá því sem áður hefur gerst. Flestir þeirra spá því nú að Framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur myndi næstu ríkisstjórn og það sé jafnframt augljósasti kosturinn í stöðunni. Sú spá virðist byggð á sögunni, þ.e. að þessir tveir flokkar hafa oft starfað saman ef þeir hafa haft til þess öruggan meirihluta. Annað er ekki svo augljóst fyrir leikmann eins og mig. Hvað eiga þessir tveir flokkar t.d. sameiginlegt svo að augljóst sé að þeir muni starfa saman? Er það aðeins  vegna þess að þeir hafa meirihluta tveir saman? Er það aðeins  vegna þess að um þessa tvo flokka er að ræða en ekki aðra tvo?

Hægristjórn með heimilisafslætti?

Ef marka má fréttir og viðtöl við formann Framsóknarflokksins er sjálfstæðisflokkurinn erfiður í taumi í samningum um skuldamál heimilanna. Formenn flokkanna hafa átt tvo langa fundi um málið án niðurstöðu, öfugt við fundi formanna Framsóknar með formönnum annarra flokka sem stóðu stutt og voru að sögn árangursríkir. Að minnsta kosti  hefur ekki þótt ástæða til að framlengja þá eða halda þeim leyndum.

Pínlegt á að horfa

Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins hefur stýrt flokknum ofan í dýpstu lægð hans frá upphafi vega. Verstu útreiðina fékk flokkurinn vorið 2009 og þá næst verstu sl. laugardag. Samt sem áður lítur formaðurinn þannig á að flokkurinn eigi skilyrðislaust að vera í leiðandi hlutverki ríkisstjórn. Hvers vegna ætti það að vera þannig? Hvað hefur flokkurinn afrekað til að vera trúað fyrir slíku ábyrgðarhlutverki? Hefur formaðurinn sýnt það af sér að honum sé treystandi til að stýra landinu?

Formaður flokks sem vælir undan því að vera ekki fyrsti kostur í stjórnarmyndunarviðræðum getur varla talist vera í því jafnvægi sem krefjast verður til alvöru verka. Formaður flokks sem getur ekki á heilum sér tekið vegna þess að líkur eru á því að hann verði áfram utan stjórnar, jafn augljóst og það er í þessu tilfelli, á ekki erindi í ríkisstjórn. Slíkur formaður þarf á langvarandi tíma í stjórnarandstöðu að halda og nota þann tíma til að læra að sýna auðmýkt gagnvart viðfangsefnum sínum.

Djörfung Bjarna eða einstefna Sigmundar?

Framsóknarflokkurinn er eini sigurvegari kosninganna, bætir við sig 10 þingmönnum og 9,6% á  landsvísu. Samfylkingin er stærsti tapari kosninganna, tapar 11 þingmönnum frá kosningum (10 þegar tekið er tillit til þess að einn þingmaður yfirgaf flokkinn á kjörtímabilinu) og 16,9%. Björt framtíð er næst stærsti sigurvegari kosninganna, mætir til leiks með 6 þingmenn og 8,2% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti tapari kosninganna með næst lélegustu niðurstöðu flokksins frá upphafi eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu, með 26,7% og 19 þingmenn. Vinstri græn tapa helmingi þingmanna sinna frá kosningum en þegar tekið er tillit til þess að þrír þingmenn yfirgáfu flokkinn á kjörtímabilinu tapa Vinstri græn 4 þingmönnum, fá 10,9% og skila 7 þingmönnum inn í næsta kjörtímabil.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru í sárum. Báðir hafa goldið afhroð, annar þeirra úr ríkisstjórn, hinn úr stjórnarandstöðu. Staða formanna þeirra beggja er veik, hvorugum tókst ætlunarverk sitt, hvorugur hefur flokk sinn heilan sér að baki.

Staða Bjarna er þó sterkari en staða Árna Páls sem er vægast sagt mjög snúin.

Afturhald - hvað er nú það?

Afturhaldsríkisstjórn er stjórn sem ýmist viðheldur ríkjandi ástandi  og kemur í veg fyrir frekari þróun, t.d. í atvinnumálum. Þannig stendur afturhaldssöm ríkisstjórn fyrir endurtekningum í atvinnulífinu, oft af þeirri ástæðu einni saman að verja sérhagsmuni einstakra hópa og verja þá fyrir ágangi þeirra sem vilja fara nýjar leiðir.

Afturhaldssöm ríkisstjórn er í eðli sínu þannig að hún forðast náin samskipti við aðrar þjóðir og gætir þess að innfæddir verði ekki fyrir óeðlilegum áhrifum frá „óviðkomandi aðilum“ og láti ekki freistast af boðum sem afturhaldssama ríkisstjórnin getur ekki boðið þjóð sinni sjálf upp á. Hún kýs frekar vosbúð fyrir þegna sína þótt gott atlæti sé í boði.

Afturhaldssöm ríkisstjórn gætir þess vandlega að raska ekki valdajafnvæginu í viðskiptalífinu, skipta jafnt á milli liðsmanna sinna og sjá til þess að ekki sé gert upp á milli þeirra.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS