Pólitískir brotamenn

Í einni af landsfundarályktunum sjálfstæðisflokksins er fjallað um fjármál ríkisins. Þar segir m.a. þetta: „Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilegt að framvegis verði meiri aga beitt við meðferð fjármuna ríkisins. Forstöðumenn stofnana sem eyða fjármunum umfram fjárlög verða taldir brotlegir við starfsskyldur sínar.“

Allt er þetta gott og gilt svo langt sem það nær. Auðvitað þarf að vera meiri agi á fjármálum ríkisins – framvegis – eins og það er látið heita. Það er minna talað um fortíðina hjá sjálfstæðismönnum enda myndi síðari hluti ályktunarinnar hitta þá sjálfa fyrir en þar er kveðið á um að þeir sem eyði umfram fjárlög verði sjálfkrafa brotamenn sem beri að hantera sem slíka.

Þeir væru margir brotamennirnir ef þessi regla hefði gilt haustið 2008.