Ég heyrði stjórnmálafræðing lýsa stöðu ríkisstjórnarinnar þannig í gær að hún væri á horrimminni, við það að falla og það yrði henni mikið áfall ef hún kæmi ekki tilteknum málum í gegn fyrir kosningar.
Þvílíkt rugl! Hvernig væri að leggja mat á þann málafjölda og breytingar á ýmsum stórum málum sem ríkisstjórnin hefur fengið samþykkt á Alþingi og þess árangurs sem hún hefur náð á kjörtímabilinu í stað þess að spá henni alltaf djöfli og dauða?
Tökum smá snúning á því:
Ísland hefur verið leyst úr alþjóðlegri einangrum sem það var í árið 2009 (fyrir þrem árum)
Ísland lýtur ekki lengur hryðjuverkalögum annarra þjóða.
Íslendingar hafa nú yfir nægum gjaldeyri að ráða til að afla sér nauðsynja erlendis frá sem það hafði ekki við upphaf kjörtímabilsins.
Ríkisstjórnin hefur komið öllum fjárlögum í samræmi við áætlanir þar um.
Atvinnleysi sem spáð var að færi í tugi prósenta er það minnsta í Evrópu:
Hagvöxtur er sá mesti í Evrópu.