Betra að gleyma en muna

Langt í burtu býr fámenn þjóð í hrjóstugu og harðbýlu landi, sem heitir Langtíburtistan. Reyndar veit enginn hvað landið er langt í burtu, ekki einu sinni íbúarnir sjálfir sem ýmist finnst það vera rétt hjá eða í órafjarlæg. Þær raddist heyrast jafnvel að Langtíburtistan sé í raun og veru bara í langt í burtu frá sjálfri sér. En það er annað mál.

Það er hægt að segja margt gott um þessa fámennu þjóð sem hefur tosast áfram í gegnum aldirnar úr sárri fátækt í að vera ein ríkasta þjóð veraldar. Þeir tala tungumál sem engin skilur og þeir nota gagnslausan gjaldmiðil sem engum nýtist – ekki einu sinni þeim sjálfum.

Apaköttur

Ég kynntist Friðþjófi fyrst árið 1988, þegar Þórarinn Eldjárn leiddi okkur saman. Friðþjófur er afar áhugaverður að mörgu leiti og ótæmandi uppspretta allskyns vangavelta um lífið og tilveruna. Ég hef allt frá því leiðir okkar lágu saman og þá í nánu samstarfi við til þess bæra aðila krufið sálarlífið hans til mergjar og reynt að skyggnast inn í flókin og margslunginn hugarheim Friðþjófs. Fyrir utan augljósa breyskleika hans, allt af því galla, er hann augljóslega með athyglisbrest auk þess sem að dansa á rófi alls þess sem best er þekkt af því verst sem vitað er um. Flestum finnst okkur því létt að finna samsvörun með Friðþjófi og það er auðvelt að fyrirgefa honum asnaskapinn og sættast við hann, þrátt fyrir að hann fari stundum yfir strikið.

Þannig er það yfirleitt með apaketti eins og Friðþjóf forvitna.

Flokkurinn og Forsetinn

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður og forsætisráðherra sjálfstæðisflokksins er ánægður með forseta Íslands og tilraunir hans til að hrifsa til sín völd af Alþingi. Sjálfstæðismaðurinn Þorsteinn segir forsetann vera á réttri braut og gott betur en það – forsetanum sé beinlínis skylt að skerða völd þingsins sýnist honum svo.

Það er í meira lagi furðulegt af fyrrverandi forsætisráðherra landsins að stilla sér upp í liði þeirra sem vilja rýra völd Alþingis og þar með þingræðið í landinu og breytir þar engu úr hvaða flokki hann kemur. Afstaða Þorsteins Pálssonar í þessu máli hlýtur því fyrst og fremst að mótast af óbeit hans á núverandi stjórnvöldum og löngun til að koma Flokknum aftur til valda, umfram annað.

Ólafur ragnar Grímsson mun hinsvegar engu láta sig varða um það hvaða flokkar eru við völd hverju sinni. Hans draumar snúast um að auka sín eigin völd á kostnað Alþingis, ef ekki með góðu – þá með illindum.

Í því nýtur forsetabjáninn stuðnings og aðdáunnar sjálfstæðisflokksins eins og svo oft áður.

Pólitískar áherslur umfram annað

Biskup Íslands sagði í nýársprédikun sinni að á undanförnu hefði verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum. Því hyggðist kirkjan snúa til betri vegar með því að hefja söfnun fyrir tækjakaupum á Landsspítalanum. Það er auðvitað virðingarvert af kirkjunni að láta sig varða um málefni Landspítalans. Björn Zöega forstjóri spítalans bendir einnig á það í þessu sambandi að spítalinn hefur alltaf þurft að reiða sig á gjafafé til rekstrar. Hann bendir einnig á það í pistli sínum stuttu fyrir jóla að í fjárlögum 2013 verði í fyrsta sinn ekki krafist niðurskurðar hjá Landspítalanum frá 2007 þegar „góðærið“ stóð hvað hæst.

Á móti lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum

Alþingi samþykkti lög um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum ef til þess kæmi að þeir yrðu seldir einhverntímann. Ríkið (þjóðin) á að stærstum hluta Landsbanka Íslands, nokkra sparisjóði og svo 13% hlut í Arion og 5% hlut í Íslandsbanka.

Í nýju lögum er nú kveðið skýrt á um hvernig standa skuli að sölu þessara eignarhluta. Í fyrsta lagi þarf Bankasýsla ríkisins (sem fer með eignarhlutina) að gera tillögu til fjármálaráðherra um söluna. Fallist ráðherra á tillögu Bankasýslunnar er málinu vísað til tveggja þingnefnda til umfjöllunar og til Seðlabankans sem leggur mat á söluna m.a. með hliðsjón af áhrifum á efnahag landsins, jafnræði kaupenda og fleira. Síðast en ekki síst þá þarf að vera heimild í fjárlögum til að selja eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum – nema hvað.

Nýju lögin heimila því ekki sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, heldur segja til um hvernig skuli standa að sölu ef til hennar kemur.

Vafningsmálið - fléttan sem mistókst

Það er fullkomlega fáránlegt sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Vafningsmálinu að hinir seku hafi það sér til málsbóta að þeir hafa með gerðum sínum verið að verja hagsmuni Glitnis og íslenska fjármálakerfisins. Þvert á móti þá voru þeir að reyna að leyna því að Glitnir var fallinn á þessum tíma og þar með allt íslenska fjármálakerfið, eins og það er kallað. Fram í október það sama ár var íslensku þjóðinni talið í trú um að allt væri í stakasta lagi, stjórnmálamenn lugu hver um annan þveran um ágæti fjármálakerfisins og gagnrýnendum var bent á að fara í endurmenntun. Um þetta fjallaði ég m.a. um í færslu hér á síðunni sl. vor ásamt öðru sem gekk á í íslensku samfélagi í febrúar 2008 og hefur haft gríðarleg áhrif á lífið í landi og lífskjör okkar allra.

Það er í sjálfu sér rétt að það er mikilvægara að sakfellt hafi verið í Vafningsmálinu en hver refsingin er.

En það er rugl að halda því fram að hinir seku Glitnismenn hafi haft góðan ásetning í huga með gerðum sínum.

Seðlabankinn og Samherji

Þetta er athyglisverð frétt. Níu mánuðum eftir eina stærstu húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi er enn á huldu um hvað málið snýst, hver glæpurinn kann að vera. Í fyrstu var talað um að Samherji væri að svindla á útflutningi á nokkur hundruð tonnum af karfa með því að selja hann á lægra verði en aðrir úr landi og taka virðisaukann út erlendis, jafnvel í gegnum eigin fyrirtæki. Samkvæmt fréttinni mætti ætla að Seðlabankinn hafi fyrirtækið einnig grunað um að svindla á útflutningi á bleikju. Ég tók mig til sl. vor og kafaði aðeins ofan í þetta mál, spurði spurninga, leitaði mér upplýsinga og nýtti mér þekkingu mína. Niðurstaða mín var sú í stuttu máli að fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Samherji er stendur ekki í því að svindla á nokkrum tonnum af karfa eða bleikjutittum. Það er of mikið í húfi til að leggja fyrirtækið allt undir fyrir svo lítið. Stjórnendur fyrirtækisins eru einfaldlega ekki svo klikkaðir. Það þarf líka of margra starfsmenn með einbeittan brotavilja þvert á landamæri til að þannig svindl sé gerlegt.

Jól í skugga glæps

Jólin 1980 voru að mörgu leiti eftirminnileg. Kona mín og ég héldum okkar fyrstu jól saman og hún var komin að því að fæða barn sem lét svo bíða eftir sér fram yfir áramót. Jólin héldum við saman með tengdamömmu og verðandi mágum mínum, þrem ferskum náungum sem létu sér ekki leiðast þessi jól frekar en önnur. Mér hafði verið falið að verða okkur út um jólatré og Maggi vinur minn benti mér á að best væri að fara á vel valin stað í Heiðmörk í þeim tilgangi. Bauðst meira að segja til að keyra mig þangað ef ég vildi enda vanur maður. Sjálfur var ég vanur gervitré heima í Ólafsfirði enda lítið um skóga þar og illa hægt að treysta á samgöngur til að koma alvöru trjám í plássið.

Styrkur stjórnarinnar

Ég heyrði stjórnmálafræðing lýsa stöðu ríkisstjórnarinnar þannig í gær að hún væri á horrimminni, við það að falla og það yrði henni mikið áfall ef hún kæmi ekki tilteknum málum í gegn fyrir kosningar.

Þvílíkt rugl! Hvernig væri að leggja mat á þann málafjölda og breytingar á ýmsum stórum málum sem ríkisstjórnin hefur fengið samþykkt á Alþingi og þess árangurs sem hún hefur náð á kjörtímabilinu í stað þess að spá henni alltaf djöfli og dauða?

Tökum smá snúning á því:

Ísland hefur verið leyst úr alþjóðlegri einangrum sem það var í árið 2009 (fyrir þrem árum)

Ísland lýtur ekki lengur hryðjuverkalögum annarra þjóða.

Íslendingar hafa nú yfir nægum gjaldeyri að ráða til að afla sér nauðsynja erlendis frá sem það hafði ekki við upphaf kjörtímabilsins.

Ríkisstjórnin hefur komið öllum fjárlögum í samræmi við áætlanir þar um.

Atvinnleysi sem spáð var að færi í tugi prósenta er það minnsta í Evrópu:

Hagvöxtur er sá mesti í Evrópu.

Sterk staða sjávarútvegsins

Í hagtíðindum Hagstofunnar sem kom út í morgun eru birtar hagtölur sjávarútvegsins, veiða og vinnslu, vegna ársins 2011. Þar kemur fram að hagur sjávarútvegsins hefur aldrei verið betri en á því ári og eykst verulega á milli ára. Samkvæmt því sem þar kemur fram var hreinn hagnaður í sjávarútvegi 22,6% árið 2011 samanborið við 19,8% árið áður og EBIDTA fer úr 28,9% í 30% á sama tíma.

Þessar upplýsingar eru algjörlega á skjön við umræðuna eins og hún hefur verið í samfélaginu um sjávarútveginn. Þar er því gjarnan haldið fram að sjávarútvegurinn standi höllum fæti og sé jafnvel við að hrynja. Þetta heyrir maður gjarnan í þingsal og ber vitni um lítinn skilning á stöðu þessarar mikilvægu atvinnugreinar.

Staðreyndirnar tala hinsvegar sínu máli, sem betur fer þó það dugi nú ekki alltaf til.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS