Gerum atvinnumál að kosningamáli

Þegar tilrauninni til að gera Ísland að efnahagslegu stórveldi lauk með Hruni haustið 2008, var því spáð að atvinnuleysi á Íslandi gæti farið í 20% jafnvel meira, jafnvel að slegið yrði heimsmet í atvinnuleysi hér á landi. Það gerðist aldrei sem betur fer. Atvinnuleysið fór mest í 9,3% í febrúar 2010 og hefur síðan farið lækkandi jafnt og þétt og er nú ríflega 5%. Það þýðir að 95% fólks er með atvinnu sem er hæsta hlutfall á vinnumarkaðinum í Evrópu. Ólíkt því sem gert hefur verið í öðrum löndum hafa íslensk stjórnvöld stutt vel við bakið á atvinnulífinu, sérstaklega þar sem það getur vaxið hratt og sóknarfærin hafa blasað við. Stjórnvöld blésu þannig til sóknar í ferðaþjónustunni í samstarfi við greinina sem skilað hefur miklum árangri. Sömuleiðis hefur verið stutt við nýsköpun og tengdar greinar með ýmsum hætti.

Óumdeildur árangur

Skuldatryggingarálagið á Íslandi segir til um álit alþjóðlegra lánamarkaða á Íslandi sem lántakanda. Þetta er nokkurs konar mat á fjárhagslegu trausti. Fyrir fjórum árum var skuldatryggingarálagið á Ísland um 1.000 stig (eitt þúsund stig) en álagið fór hæst í 1.100 stig veturinn 2008/2009. 100 punkta álag þýðir að lánveitendur telja sig þurfa að leggja 1% álag á önnur lánakjör til að verja lánveitingu sína. Þúsund stiga álag þýðir þá að lánveitendur telja sig ekki geta veitt Íslendingum lán nema með 10% vaxtaálagi ofan á önnur vaxtakjör. Lánakjör ríkisins hafa áhrif á lánakjör fyrirtækja sem þurfa að fá lán á erlendum lánamörkuðum, oftast nær á verri kjörum en ríkið fær. Um og yfir þúsund stiga álag voru því auðvitað afarkostir sem ekki var hægt að búa við til lengri tíma.

Í dag er skuldatryggingarálagið komið niður í 155 stig sem þýðir að vaxtaálagið á Ísland er 1,55% og er enn að lækka. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess fyrir ríkissjóð, fyrirtækin í landinu og heimilin í landinu.

Húsnæðismál að kosningamáli?

Á ágætum fundi sem haldinn var í Reykjavík í morgun um húsnæðismál á vegum ASÍ, SFF og Íbúðalánasjóðs sátu forystumenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi fyrir svörum um stefnumál flokkanna á þessu sviði. Það er rétt sem fram hefur komið hjá Gylfa Arnbjörnssyni að flokkarnir virðast fæstir  bjóða upp á nýjar eða raunhæfar leiðir í þessum mikilvæga málaflokki sem varðar alla landsmenn – að Vinstri grænum undanskildum.

Húsnæðismál fengu mikla umfjöllun á landsfundi flokksins í febrúar sl. sem samþykkti ályktun (bls. 14) þar sem stefna flokksins í húsnæðismálum er undirstrikuð. Þar kemur m.a. fram að nauðsynlegt sé að tryggja fjölbreytni á húsnæðismarkaði, bjóða eigi upp á sem flesta búsetukosti fyrir fjölskyldur, áhersla lögð á félagslega hluta húsnæðiskerfisins og að koma verði á nýju og betra húsnæðiskerfi í samstarfi við stéttarfélögin í landinu.

Hvenær verður heilbrigðisþjónusta að kosningamáli?

Grein Sigurðar Guðmundssonar fyrrverandi landlæknis í Læknablaðinu á dögunum undir yfirskriftinni „Hvenær verður heilbrigðisþjónusta að kosningamáli?“ hefur vakið talsverða athygli. Þar beinir Sigurður sjónum sínum að stöðu Landspítalans sem hann segir vera mjög slæma og jafnvel að þjóðarskömm sé hvernig komið er fyrir spítalanum. Það er margt til í þessari grein Sigurðar Guðmundssonar bæði varðandi stöðu Landspítalans en þó og ekki síður spurningin um hvenær (hvort?) heilbrigðismálin verða að kosningamáli. Páll Torfi Önundarson skrifaði einnig eftirminnilega grein af sama toga í haust þó tónninn hafi verið aðeins frábrugðinn þeim sem Sigurður slær í sínum skrifum.

Sigmundur og Davíð

Davíð bað Sigmund einn daginn um að lána sér pening. Sigmundur, sem er gegnheill og góður drengur, lánaði honum þúsund kall á þokkalegum kjörum sem Davíð lofaði að borga á tilteknum degi. Þegar sá bjarti dagur rann upp kom í ljós að Davíð átti ekki fyrir skuldinni eins og stundum gerist. Reyndar var hann þá orðinn svo illa staddur fjárhagslega að hann sagði Sigmundi að hann gæti varla borgað meira en 300 kall af skuldinni, restin væri líklega töpuð. Eins og gefur að skilja var Sigmundur ekkert sérstaklega ánægður en gerði sér þó fljótlega ljóst að líklega fengi hann aldrei meira en 300 kallinn endurheimtann frá Davíð. Það fór líka þannig að lokum að Davíð borgaði aðeins 300 kall af þúsund króna skuld sinni við Sigmund sem afskrifaði restina.

Þá kemur spurningin: Hvað gerði Sigmundur við 700 krónurnar sem hann afskrifaði af skuld Davíðs?

Sá sem á svar við því skilur efnahagstillögur framsóknarflokksins og getur útskýrt þær fyrir okkur hinum.

Helvítis ríkisstjórnin ...

Nú þegar kjörtímabilinu er við það að ljúka er gott að minnast þess sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar má skammast sín fyrir:

Orrustan um auðlindir Íslands

Baráttan um yfirráð yfir sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, sem hefur staðið yfir meira og minna allt kjörtímabilið (og lengur) er nú að ná hámarki á Alþingi. REI, Magma, Geysir Green Energy og fleira slíkt sameinar flest það versta í þeirri baráttu og sýnir betur en flest annað hvaða pólitísku öfl það eru sem standa ætíð vörð um einkahagsmuni frekar en almannahag. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið deilt um yfirráð yfir auðlindum sjávar, fiskistofnunum, orkuauðlindunum og nú síðast eru að hefjast pólitísk átök um vatnið. Já, vatnið!

"Fariði hinu megin við húsið"

Út er komin bók sem leiðir líkur að því að Íslendingar hafi verið plataðir til að mótmæla einhverju sem í raun og veru gerðist ekki haustið 2008. Atvinnuleysið, gjaldþrotin, skuldaklafinn, spillingin, gjaldþrot Seðlabankans og margt fleira hafi því verið blekking. Því er haldið fram að Álheiður Ingadóttir hafi blekkt þjóðina og narrað hana til að fella ríkisstjórnina sem færði okkur Hrunið. Hún á að hafa gert það í gegnum síma – gsm síma sinn úr þinghúsinu.

Það er auðvitað fjallað um þetta alvörumál í fjölmiðlum, síðast í þættinum Í bítið á Bylgjunni enda eru þáttastjórnandur þar, þau Heimir og Kolla, von að brjóta svona mál til mergjar og skilja ekkert eftir fyri hugmyndaflugið.

Að þessu sinni var leitað til fyrrverandi þingmanns Frjálslyndaflokksins, Grétars Mars Jónssonar, til að vitna um skipulag og stjórn Álfheiðar á mótmælunum. Eftir all ítarlegan inngang (nennti ekki að skrifa hann upp) hófst viðtalið við vitnið:

Heimir: Þú settir þig í samband við okkur í gær eftir umræðuna hér og í Reykjavík síðdegis og …

Rétt eða rangt?

Í gær sendi ég að gefnu tilefni eftirfarandi tölvupóst á alla þá gesti sem sátu fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrr um daginn:

„Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar sem þú sast í morgun hafa borist þær fréttir að þar hafi komið fram að sérfræðingar í skattamálum hafi sagt skattkerfið hér á landi vera orðið svo flókið að það sé sérstakt vandamál. Jafnframt er haft eftir nefndarmanni að fram hafi komið á fundinum að skattar á Íslandi væru orðnir svo háir að það væri orðið réttlætanlegt að borga þá ekki. Í þessu sambandi vísa ég til þessarar fréttar.

Getur þú staðfest við mig að rétt sé eftir þér haft, efnislega, eins og fram kemur í fréttinni og það sé þitt mat að það sé sérstakt vandamál hvað skattkerfið hér á landi sé orðið flókið og þá í leiðinni að það sé þitt mat sömuleiðis að skattar hér á landi séu orðnir svo háir að réttlætanlegt sé að borga þá ekki, t.d. með því að ástunda skattsvik og undanskot frá skatti?“

Gestirnir svöruðu mér allir neitandi:

Rassskelling stjórnarandstöðunnar

Alþingi hafnaði í dag vantrausttillögu Þórs Saari og var það í annað skipti sem vantraust á ríkisstjórnina er fellt á þessu kjörtímabili og nú með meiri mun en áður. Reyndar má segja að um þriðja skipti sé að ræða en Þór og félagar hans í stjórnarandstöðunni báðust vægðar fyrir stuttu og drógu fyrir fram fellda  tillögu um vantraust til baka á síðustu stundu, þrátt fyrir að vera hvattir áfram af stjórnarliðum til að leggja hana fram. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar stendur því traustum fótum, með óumdeilt umboð þingsins til áframhaldandi starfa fram að kosningum.

Stjórnarandstaðan hefur því í þrígang verið rassskellt með eigin vendi og er eftir það ekki í neinni stöðu til að þvælast fyrir störfum þingsins eða tefja og eyðileggja mál sem þarf að afgreiða fyrir þinglok. Vonandi skilja þingmenn stjórnarandstöðunnar skilaboð dagsins eins og þau blasa við öðrum.

Þeirra tími er liðinn og það fyrir löngu.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS