Hin kristnu Evrópu gildi sjálfstæðisflokksins

Landsfundur sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun um að öll lagasetning á Alþingi skyldi taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, hvað sem það nú þýðir. Einhverjir brugðust illa við samþykktinni sem varð til þess að síðar á sama fundi samþykkti landsfundurinn að lagasetning á Alþingi ætti ekki að taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, hvað sem það nú þýðir.

Landsfundur sjálfstæðisflokksins samþykkti einnig að slíta eigi aðildarviðræðum við ESB. Þá bregðast aftur einhverjir illa við og vilja meina að það gangi ekki og leita verði sátta í málinu enda geti svona vitlaus tillaga haft áhrif á fylgi flokksins.

Látum það vera að landsfundurinn hafi breytt samþykktum ályktunum á fundi sínum. Það kemur sjálfsagt oft fyrir hjá þeim þó mig reki ekki minni til þess að það hafi gerst hjá öðrum flokkum. En hitt hlýtur að reynast þeim strembið, þ.e. að ætla að hundsa niðurstöðu landsfundar vegna þess að einhverjir telji hana vera neikvæða fyrir Flokkinn. Til hvers halda flokkar annars landsfundi og álykta út og suður um hin ýmsu mál ef fámennar klíkur geta síðan ráðið því hvað er marktækt og hvað ekki?

Ekki að mér komi þetta neitt sérstaklega við í þessu tilfelli.