Hagnaður fyrirtækja í fiskveiðum- og vinnslu fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (EBITDA) minnkaði um 100 m.kr. milli áranna 2011-2012, eða úr 79,8 mia. kr. í 79,7 mia. kr. Þetta má sjá í skýrslu Hagstofunnar um hag veiða og vinnslu. Þetta gerist þrátt fyrir að veiðigjöld hafi ríflega tvöfaldast á milli ára, úr 3,5 mia. kr. í 7,5 mia. kr. og sagt var að myndi draga allan þrótt úr greininni.
Það er fagnaðarefni að sjá tölur eins og þær sem hér koma fram. Miklar sveiflur hafa einkennt afkomu sjávarútvegsins á undanförnum áratugum og greinin mun áfram búa við miklar sveiflur þótt þær verði ekki aftur eins djúpar og áður.