Hundrað milljarða leiðari Kjarnans

Fjallað er um yfirvofandi kvótasetningu makríls í leiðara nýjustu útgáfu Kjarnans. Þar segir m.a.: „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins stendur nú frammi fyrir risaákvörðun. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að makrílkvótinn verði settur varanlega inn í kvótakerfi á næsta ári og mið verði tekið af aflareynslu skipa. Þetta er sakleysisleg fyrirætlan en hefur mikið vægi.“
Magnús Halldórsson, höfundur leiðarans, bendir á að með kvótasetningunni verði verðmætum upp á um 100 milljarða króna ráðstafað til framtíðar án endurgjalds.

Af hverju spyr enginn?

Formenn stjórnarflokkanna drógu upp dökka mynd af stöðu ríkissjóðs í sumar. Sögðu hana miklu mun verri en haldið hafi verið fram. Því væri óhjákvæmilegt að skera hraustlega niður í rekstri ríkisins. Formennirnir hafa aldrei verið krafðir um gögn, máli sínu til rökstuðnings. Hins vegar streyma upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu sem sýna hið gagnstæða. Í lok ágúst komu fram upplýsingar um að greiðsluafkoma ríkisins fyrstu sjö mánuði ársins hafi verið betri en reiknað var með.

Óreiðustjórnmál hægriflokkanna

Það var fátt sem sameinaði stjórnarandstöðuna meir á síðasta kjörtímabili en andstaða við sameiningu stofnana. Skoðum nokkur slík dæmi:
Dæmi 1: Í mars 2010 lagði Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum þar sem m.a. var gert ráð fyrir sameiningu og fækkun lögregluembætta.

Af hverju þessi leynd?

Það hefur komið fram að skv. hagræðingarhópi úrvalsþingmanna stjórnarflokkanna bárust ríflega 600 tillögur frá almenningi. Hópurinn leggur fram 111 tillögur. Rúmlega þriðjungur þeirra eru gamlar tillögur. Eftir standa þá um 70 tillögur sem gera má ráð fyrir að sé einhvers konar sambland af tillögum sem annars vegar bárust hópnum og hins vegar þeim sem þau föttuðu sjálf upp á. Gefum okkur að þetta skiptist nokkuð jafnt milli þingmannahópsins og innsendra tillagna. Nei, annars. Gefum okkur að þingmönnum hafi ekkert dottið í hug og allar þessar 70 tillögur hafi borist þeim frá almenningi. Það þýðir þá að aðeins 12% tillagna hafa hlotið náð fyrir augum úrvalssveitarinnar. Það er ekki mikið. Ríflega 500 tillögum eða 88%, hefur þá verið hafnað samkvæmt þessu.

Það var þá ...

Í tilefni fréttar um ráðningu þingmanns í starf í stjórnarráðinu rifjaðist upp fyrir mér umræða um mál af þeim toga á síðasta kjörtímabili. Þá gagnrýndi Höskuldur Þórhallsson, þingmaður framsóknarflokksins, það harðlega að þingmenn stjórnarliðsins væru að vinna að ríkisfjármálum og undirbúningi fjárlaga. Helsta gagnrýni Höskuldar beindist þá að því :„... að þessi ríkisfjármálanefnd hafi yfirleitt verið til vegna þess að þeir sem bera mesta ábyrgð á því að fjárlagafrumvarpið fái faglega umfjöllun í þinginu eru formaður og varaformaður nefndarinnar. Það gengur ekki að þessir aðilar séu látnir endurskoða eigin störf og tillögur,“ sagði þingmaðurinn.

Ný stefna í menntamálum?

Menn klóra sér skiljanlega í hausnum yfir mörgu sem fram kemur í hagræðingartillögum ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem þar er lagt til er eftirfarandi (tillaga 34):
„Framleiðni í menntakerfinu verði aukin með hliðsjón af tillögum OECD og verkefnastjórnar samráðsvettvangs um aukna hagsæld:
a. Rekstrareiningum á framhaldsskólastigi verði fækkað en jafnframt geti starfsstöðvar verið fleiri en stofnanir þar sem þess gerist þörf.
b. Námsárum fram að háskólanámi verði fækkað. Grunnskólastig og framhaldsskólastig verði skoðuð í samhengi og unnið að breytingunni í samvinnu við sveitarstjórnir og hagsmunaaðila. Byggðir verði hvatar inn í kerfið sem stuðla að því að nemendur ljúki námi á tilsettum tíma og tryggður sveigjanleiki milli skólastiga.“

Þaenebbleaþa!

Ríkisstjórnin vill einkavæða Landsvirkjun

Bjarni Benediktsson lýsti því yfir á Alþingi í dag að meintar tillögur sk. hagræðingahóps ríkisstjórnarinnar væru í raun og veru tillögur ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Í því ljósi ber að taka þær alvarlega.
Tillaga 6 á bls. 2 hljóðar svo: „Unnið verði skipulega að því að draga úr ríkisábyrgðum, svo sem hvað varðar Landsvirkjun, Íbúðalánasjóð og Farice.“

Hárrétt hjá Bjarna

Þetta er hárrétt greining hjá formanni sjálfstæðisflokksins.
„Ef við horfum á þetta í samhengi við það sem hefur verið gert á undanförnum árum þá var búið til nýtt sérstakt skattþrep fyrir þá sem voru með allra lægstu launin, undir 240 þúsund krónum og skattar á þá voru lækkaðir,“ segir Bjarni Benediktsson. „Síðan höfum við verðtryggðan persónuafslátt. Þeir sem sitja þá eftir eru þeir sem fengu skattahækkun, og aðgerðir okkar hafa beinst að þeim að þessu sinni.“
Það er líka rétt hjá formanninum að þessu ætlar hægristjórnin að breyta aftur og lækka skatta þar sem þeir voru hækkaðir og afnema einnig auðlegðarskattinn sem þeir allra ríkustu borga.
Þetta er í stórum dráttur munurinn á hægristjórn og vinstristjórn í skattamálum.

Skömm Eyjunnar

Eigendur og nafnlausir pennar Eyjunnar hafa aldrei farið leynt með andúð sína og óbeit á Steingrími J. Sigfússyni. Nú hafa þeir hins vegar gengið lengra en áður hefur þekkst hér á landi og gerist vonandi ekki aftur. Í pistli, sem talinn er vera skrifaður af Birni Inga Hrafnssyni, er því haldið fram að Steingrímur nýti sér sorglegt andlát ungrar dóttur Jóns Bjarnasonar til að vega pólitískt að Jóni. Þannig á Steingrímur að mati Eyjunnar að hafa nýtt tækfærið þegar varnir Jóns og fjölskyldu hans voru sem veikastar í kjölfar andláts dóttur hans til að víkja honum úr ríkisstjórn. Eyjan gengur svo enn lengra og segir Steingrím beinlínis njóta þess að láta kné fylgja kviði „úr mjúku sæti sínu á Alþingi“ í nýrri bók sinni, í stað þess að bera smyrsl á sárin sem andlát ungrar dóttur risti í hennar nánustu fjölskyldu.

Trúður með töfrabrögð

Í nýjasta riti Peningamála Seðlabanka Íslands kemur fram að viðskiptakjör Íslands hafa ekki verið verri í áratugi og munu líklega versna. Áður hafði Seðlabankinn (okt. 2013) og bankastjóri lýst nokkrum áhyggjum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Allar vísbendingar eru nú uppi um að við stefnum  aftur í átt til fyrri tíma og framundan séu erfiðari tímar en þurfa að vera.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS