Í tilefni dagsins

Í bók sinni, Ríkið og rökvísi stjórnmála, segir Páll Skúlason heimspekingur m.a. þetta um lýðræðið (bls. 157):
„Meginskilyrði fyrir skynsamlegum stjórnmálum er að menn hafi skilning á eiginlegu hlutverki ríkisins. Þess vegna er tómt mál að tala um lýðræðisleg stjórnmál þar sem skynsemisviðhorfinu hefur verið ýtt til hliðar. Í ýmsum löndum þar sem einstaklingsviðhorfið hefur orðið allsráðandi hafa menn lagt „lýðræði“ að jöfnu við þingbundið meirihlutaræði tiltekinna flokka sem hafa einokað stjórnmálin og komið í veg fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu um sameiginleg hagsmunamál (þessir flokkar eru iðulega kostaðir og reknir af ríkjandi peningaöflum sem ráða oft helstu fjölmiðlum).“
Hann bætir síðan við:

Rangur maður á röngum stað

Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands á hann að stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum enda telji hann það ekki ganga gegn því meginmarkmiði sínu að stuðla að stöðugu verðlagi. Af þessu leiðir að Seðlabankanum ber að leggja mat á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar út frá því hvort hún falli að því að viðhalda stöðugu verðlagi.

Reynsluleysi eða óvitaskapur?

Bjarna Benediktssyni virðist fyrirmunað að taka góðar ákvarðanir í efnahagsmálum. Hvort um er að ræða reynsluleysi eða óvitaskap skal ósagt látið. Nú hefur hann boðað lækkun á vörugjöldum á bensín og olíu, kílómetragjaldi, umhverfis- og auðlindagjöldum, ásamt kolefnisgjaldi af eldsneyti. Það er gert  í nafni þess að halda aftur af verðbólgu sem aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kynda undir.
En hvað þýðir þetta í raun og veru?

Mikilvægt mál

Í dag var undirritaður samningur á milli Landsnets og PCC BakkiSilicon hf. um orkuflutning í kísilver PCC sem reist verður á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á vegum Landsnets vegna þessa verkefnis hefjist á næsta ári í kjölfar mikils undirbúnings á yfirstandandi ári. Kísilverið væntanlega er af allt annarri stærðargráðu en þau risa álver sem marga dreymir um að byggð verði sem víðast um landið. Hér er um að ræða iðnver sem sogar ekki upp alla orku í Þingeyjarsýslu eða er líklegt til að kollvarpa nærsamfélaginu. Það mun heldur ekki verða til að setja efnahagslíf þjóðarinnar á hliðina heldur þvert á móti mun umfang þessa verkefnis verða til góðs leiða til raunvaxtar.

Hafrannsóknir verða einkavæddar

Rannsóknir á hafinu í kringum landið eru í uppnámi og störf tuga starfsmanna Hafrannsóknastofnunar sömuleiðis. Hægrimennirnir, undir forystu Sigurður Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra, ætla sér að einkavæða hafrannsóknir við Ísland. Það munu  þeir gera með því að fjársvelta Hafrannsóknarstofnun svo að hún geti ekki sinnt hlutverki sínu. Ráðherrann mun fljótlega ræða við útgerðarmenn um að fjármagna hafrannsóknir og mælingar á fiskistofnum.
Þannig verða rannsóknir á þessari sameiginlegu auðlind okkar allra bráðum í höndum þeirra sem hafa mestra sérhagsmuna að gæta og efnahagslífið sömuleiðis vegna mikilvægis fiskveiða og vinnslu.

320 milljóna starfslok!

Lífeyrissjóðirnir eru stórir hluthafar í mörgum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Sem er bara ágætt og til vitnis um að þeir eru að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Fjárfesting þeirra í Icelandair í gegnum Framtakssjóðinn var t.d. dæmi um mjög vel heppnaða fjárfestingu sem hjálpaði því fyrirtæki á erfiðum tímum eftir Hrun. Og sennilega hjálpaði viðreisn Icelandair landinu öllu ef út í það er farið.

Sjáið þetta - verður þetta framtíðin ...?

Sagt var frá skoðanakönnunum um afstöðu fólks til krónunnar í fréttum RÚV í vikunni. Í fréttinni var sagt frá því að Íslendingar skiptist í tvær jafn stórar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort þeir vilji krónuna eða evru sem framtíðargjaldmiðil. Þetta var ekki alveg kórrétt, heldur að Íslendingar skiptast í tvær jafn stórar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort þeir vilji krónuna sem framtíðargjaldmiðil en ekki var spurt um afstöðu til annarra gjaldmiðla.
Þetta er bitamunur en ekki fjár.

Kjósum um framtíðina

Nú er nýlokið fundi flokksráðs Vinstri grænna. Í ræðu minni við upphaf fundarins ræddi ég um lýðræðisleg stjórnmál og vitnaði m.a. til nýrrar bókar Páls Skúlasonar fyrrum rektors Háskóla Íslands, Ríkið og rökvísi stjórnmálanna. Páll segir þar réttilega að lýðræðið eitt og sér dugi engan veginn til að tryggja skynsamlegum stjórnmál heldur þurfi að vera fyrir hendi ákveðnar aðferðir og reglur sem menn skilji og kunni að beita rétt.
Ég fjallaði einnig um mikilvægi þess að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni framtíðar í huga. Það verður best gert með samræðum og rökræðum innan sem utan stjórnmálanna þar sem raddir sem flestra fái að hljóma.

Sjö krónur og þrjátíu og átta aurar

Að undanförnu hafa fjölmargir sjómenn misst vinnuna vegna sölu á skipum og breyttum útgerðarháttum. Skemmst er að minnast sölu Þórs HF, skipi Stálskipa í Hafnarfirði og Örvars SK frá Skagaströnd. Í fréttum síðustu daga hefur síðan verið sagt frá uppsögnum á allri áhöfn frystitogarans Brimness RE frá Reykjavík. Það hefur komið fram að gert sé ráð fyrir að skipið verði gert út undir erlendum fána og áhöfnin haldi störfum sínum.

Á hvers vegum er Ólafur Ragnar í Rússlandi?

Sagt var frá því í fréttum RÚV í gær að forseti Íslands hafi „þegar bókað nokkra fundi með erlendum ráðamönnum í Sochi í Rússlandi þar sem hann sækir Vetrarólympíuleikana.“ Það kom jafnframt fram í fréttinni að af öryggisástæðum væri ekki hægt að greina frá því hvaða ráðamenn eða þjóðarleiðtoga forsetinn ætlaði að hitta eða hvenær.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS