Bjarna Benediktssyni virðist fyrirmunað að taka góðar ákvarðanir í efnahagsmálum. Hvort um er að ræða reynsluleysi eða óvitaskap skal ósagt látið. Nú hefur hann boðað lækkun á vörugjöldum á bensín og olíu, kílómetragjaldi, umhverfis- og auðlindagjöldum, ásamt kolefnisgjaldi af eldsneyti. Það er gert í nafni þess að halda aftur af verðbólgu sem aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kynda undir.
En hvað þýðir þetta í raun og veru?