Sigur Halldórs Halldórssonar í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun hafa meiri áhrif en ætla mætti í fyrstu. Fyrir það fyrsta felst í þeim ákveðið vantraust á þá sem fyrir lágu á fleti, borgarfulltrúa flokksins. Það má búast við því að einhverjir þeirra líti nú svo á að þeirra sé ekki lengur þörf á þessum vettvangi. Sem er rétt miðað við niðurstöðu prófkjörsins. Prófkjörið opinberar einnig ákveðna fátækt í mannvali sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það stendur enginn upp úr, hvergi ris og heldur engin sérstök lægð. Niðurstaða prófkjörsins er óspennandi, pólitísk flatneskja sem er ólíkleg til að laða kjósendur að flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er í raun fjær því en áður að ná vopnum sínum í Reykjavík.