Hægrimenn kunna ekki að stjórna

Hægrimenn hafa lengi litið svo á að þeir kunni öðrum fremur að fara með peninga, sérstaklega peninga annarra. Þeir vilja meina að þeir beri af öðrum þegar kemur að fjármálum, sérstaklega fjármálum ríkisins. Þeir tala látlaust um aga í fjármálum ríkisins en eru þó þekktastir fyrir agaleysi. Þetta kom best fram í aðdraganda Hrunsins. Þá fóru þeir 5-8% fram úr fjárlögum á hverju ári eins og bent hefur verið á (bls.2) og fjármálaráðherra viðurkennir í dag (bls. 67). Þetta kom líka ágætlega fram þegar þeir einkavæddu eignir ríkisins sem fór heldur illa. Stundum gleymdu þeir meira að segja að innheimta söluandvirðið eins og sjá má hér (bls.

Ungur róttækur bóndi

Fyrir fjórum árum var Alþingi með fjárlagafrumvarp til umfjöllunar þar sem tekist var í fyrsta sinn á við afleiðingar Hrunsins. Óumflýjanlegur niðurskurður blasti við á öllum sviðum. Hann var mismikill eftir málaflokkum en öllum erfiður og mörgum sár. Ég man eftir ræðum ungs róttæks bónda í mínum þingflokki um mikilvægi RÚV, ekki síst fyrir landsbyggðina og til að tryggja ábyggilegan fréttaflutning til mótvægis við miðla í einkaeigu. Við vorum reyndar öll þessarar skoðunar og erum enn.
Ungi bóndinn sneri hins vegar við blaðinu og situr nú leiðtoga sínum á hægri hönd í forsætisráðuneytinu.
Þaðan sem tilefnislausri aðför að RÚV er stjórnað.

Kjarninn og hismið

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur orðið við beiðni lögmanns Geirs H Haarde um að skoða málatilbúnaðinn gegn Geir, ákæruna og dóminn.

Uppnám í þingflokki sjálfstæðismanna

Uppljóstrun Óskars Bergssonar um viðsnúning ríkisstjórnarinnar í skuldamálum olli víst miklu uppnámi í herbúðum stjórnarflokkanna um helgina. Sagt er að forsætisráðherra hafi ekki verið par ánægður með þetta frumhlaup Óskars og þurft að bregðast við, óundirbúinn, á fundi miðstjórnar framsóknarflokksins á laugardaginn. Sjálfstæðismenn voru heldur ekki undir þetta búnir, hvorki formaður flokksins né almennir þingmenn. Reyndar mun enginn þingmanna flokksins vita hvað standi til að gera og engar tillögur verið kynntar fyrir þingflokknum. Það er því búist við því að þingflokkur sjálfstæðisflokksins ræði þetta mál á fundi sínum í dag og mun vera þungt í mörgum.

Hætt við allt saman!

Einn forystumanna framsóknarflokksins lýsti því yfir á RÁS 1 rétt í þessu að samkomulag væri á milli stjórnarflokkanna að hverfa frá skuldaniðurfærsluloforði framsóknarflokksins. Þess í stað yrði farin óskilgreind leið sem báðir flokkar ættu að geta sætt sig við.
Þetta er frétt. Í fyrsta lagi að staðfest sé að hætt hafi verið við að efna loforðið stóra og í öðru lagi að markmiðið hefði alltaf verið að sætta stjórnarflokkana en ekki kjósendur.

Ábyrgðin er öll hjá sjálfstæðisflokknum

Nú, þegar þrír þingdagar eru eftir af nóvember, er tvennt ljóst varðandi kosningaloforð framsóknarflokksins um niðurgreiðslu húsnæðisskulda. Það stendur ekki til að prenta peninga í þeim tilgangi og þeir munu heldur ekki koma frá kröfuhöfum í gömlu bankana. Þá er aðeins ein leið eftir sem er að skuldsetja ríkissjóð með tilheyrandi afleiðingum fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn einn getur komið í veg fyrir það og það er á ábyrgð formanns sjálfstæðisflokksins að grípa inn í áður en það verður of seint. Það verður ekki hægt að benda á framsóknarflokkinn sem sökudólg ef hann nær að keyra allt um koll.
Ábyrgðin liggur hjá þeim sem enn geta komið í veg fyrir það.
Ábyrgðin er öll hjá sjálfstæðisflokknum.

Ágreiningur og agaleysi

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru aðeins tólf þingfundardagar eftir á þessu ári. Á þessum tólf dögum stendur til að afgreiða mörg stór mál. Sum þeirra eru enn ekki komin til þingsins, líkt og frumvarp til fjáraukalaga, en fjáraukalög hafa verið afgreidd og lögfest á þessum tíma á undanförnum árum. Frumvarp til fjáraukalaga 2012 var t.d. lagt fram 20. september og samþykkt sem lög 19. nóvember og frumvarp til fjáraukalaga 2011 var lögfest 17. nóvember. Ágreiningur og óeining milli stjórnarflokkanna um fjáraukalög ársins er sögð skýring fyrir þessum seinagangi. Svo eru mörg önnur stórmál sem bíða umræðu og afgreiðslu, t.d.

Brjálæðisleg viðbrögð forsætisráðherra

Starfsmenn Seðlabanka Íslands svöruðu spurningum þingmanna í efnahags- og viðskiptanefnd á opnum fundi nefndarinnar í morgun. Svör þeirra kölluðu á viðbrögð formanna stjórnarflokkanna sem brugðust við með afar ólíkum hætti. Fjármálaráðherrann tók undir áhyggjur starfsmanna bankans og sagði ekki standa til að ógna efnahagsmálum landsins með nokkrum hætti. Viðbrögð ráðherrans voru yfirveguð og hófstillt eins og vænta má af þeim sem eru meðvitaðir um stöðu sína og ábyrgð.

Afdrifaríkur sigur Halldórs í Reykjavík

Sigur Halldórs Halldórssonar í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun hafa meiri áhrif en ætla mætti í fyrstu. Fyrir það fyrsta felst í þeim ákveðið vantraust á þá sem fyrir lágu á fleti, borgarfulltrúa flokksins. Það má búast við því að einhverjir þeirra líti nú svo á að þeirra sé ekki lengur þörf á þessum vettvangi. Sem er rétt miðað við niðurstöðu prófkjörsins. Prófkjörið opinberar einnig ákveðna fátækt í mannvali sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það stendur enginn upp úr, hvergi ris og heldur engin sérstök lægð. Niðurstaða prófkjörsins er óspennandi, pólitísk flatneskja sem er ólíkleg til að laða kjósendur að flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er í raun fjær því en áður að ná vopnum sínum í Reykjavík.

Félagi Össur

Össur Skarphéðinsson er með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst. Hann er sjaldan í vondu skapi, oftast glaður og brosandi og er óspar á skemmtilegar sögur eins og lesa má í nýju gamansögunum hans. Hann er stjórnmálamaður af ástríðu sem gott er að vera samferða.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS