Það fæddis lítil andvana mús ...

Niðurstaða starfshóps forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á nýjum neytendamálum er í stuttu máli þessi:

Bjarni ýjar að landráðum

Það er til merkis um mikla vanstillingu þegar ráðherrar ýja að því að þingmenn gangi erinda erlendra aðila á Alþingi. Það er næsta stig við ásökun um landráð.
Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, féll í þennan pytt í morgun þegar hann gaf  í skyn að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, léti umsvifamikla kröfuhafa reka sig upp í ræðustól Alþingis til að spyrja ráðherrann spurninga.
Þetta eru ekki aðeins ómakleg ummæli heldur líka ómerkileg og fara Bjarna illa. Hann hefur vonandi beðið þingmanninn afsökunar á þessum ummælum sínum.
Forseti þingsins, sem nú er tíðrætt um að auka virðingu þingsins, hlýtur að hafa veitt formanni sínum tiltal og tekið af honum loforð um að gera þetta aldrei aftur.

 

Hörð átök framundan

Kjarasamningar eru í fullkomnu uppnámi eftir að stór hluti launafólks felldi nýgerða kjarasamninga. Þessi niðurstaða mun ekki aðeins hafa áhrif á almenna launamarkaðinn heldur og ekki síður á kjarasamningagerð opinberra starfsmanna. Sú staðreynd að samningar eru felldir eða samþykktir naumlega af launamönnum en samþykktir með 98,3% atkvæða atvinnurekenda mun ekki verða til að auðvelda verkið.

Gott mál hjá Bjarna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu (VSK). Þrjú þrep eru nú í VSK hér á landi, 0%, 7% og 25,5% skattur eftir eðli mála. Bjarni var reyndar á móti breytingum á VSK á ferðaþjónustu úr miðju þrepinu og nær því sem gerist í öðrum atvinnugreinum. En látum það liggja á milli hluta. Ég held að það hafi bara verið upp á sportið hjá honum.

Þarf frekari vitna við?

Í frétt á vef Reuters í morgun er sagt frá þeim viðsnúningi sem orðið hefur á viðhorfi erlendra aðila til Íslands frá stjórnarskiptunum síðasta vor. Þar kemur fram að álag á skuldabréf íslenska ríkisins hafi hækkað um ríflega þriðjung frá kosningum og Ísland sé nánast í frosti á erlendum mörkuðum samanborið við önnur lönd. Þetta er mikil breyting á viðhorfi til Íslands frá því sem var undir lok síðasta kjörtímabils og ekki ásættanlegt fyrir okkur sem búum á þessu landi.

Frosti laug - en hvað svo?

Þá er það komið í ljós sem flestir þóttust reyndar vita að Frosti Sigurjónsson laug a.m.k. í tvígang að þingi og þjóð varðandi afslátt sem MP banki fékk af nýjum skatti á fjármálafyrirtæki. Það viðurkenndi hann þó ekki fyrr en hann var hrakinn til þess af almenningi og fjölmiðlum.
Eftir standa þá tvær tiltölulega einfaldar spurningar sem verður að fá svör við:
1. Hvers vegna laug hann?
2. Hvernig ætlar hann að bregðast við?

Kannski mun einhver spyrja hann að þessu?

Merkileg pólitísk tilraun

Ein af kröfum Búsáhaldabyltingarinnar var að stjórnmálamenn tækju upp nýja siði við stjórn landsins. Gerð var krafa um aukið samráð, þvert á flokka, milli flokka, innan flokka og milli stjórnmálaflokka og þeirra sem utan þeirra standa. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar brást við þessu ákalli með margvíslegum hætti. Tveir utanþingsráðherrar tóku sæti í ríkisstjórn vorið 2009. Þingsköpum var breytt til að auka vægi minnihlutans á Alþingi. Skipaðir voru fjölmargir þverpólitískir starfshópar til að fást við stór pólitísk mál á borð við afnám verðtryggingar, stjórn fiskveiða, afnám gjaldeyrishafta, skuldamál heimila og fyrirtækja, breytingar á stjórnarskránni, umsóknina um ESB, rammaáætlun og mörg fleiri mál.

Sátt um gjörbreytta þjóðfélagsgerð?

Fyrir tveim dögum lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að rangt væri að beita skattkerfinu til að jafna kjör í landinu, þ.e. bæta kjör þeirra lægst launuðu. Fram að þeim degi hafði enginn, utan sjálfstæðisflokksins, vogað sér að koma fram opinberlega með slíkar skoðanir. Þá undanskil ég auðvitað formann fjárlaganefndar.

Ráðherra í ruglinu

Svar forsætisráðherra við fyrirspurn um stóru millifærsluna er eiginlega of galið til að láta sem ekkert sé. Í svari sínu segir ráðherrann: „Forsætisráðuneytið býr ekki yfir upplýsingum til að svara þessari fyrirspurn. Enginn fyrirliggjandi gagnagrunnur getur metið áhrif leiðréttingarinnar á einstaka tekju-, skulda- og greiðslubyrðishópa með nægjanlega nákvæmum hætti, ekki hvað síst vegna samspils við fyrri aðgerðir sem dragast frá leiðréttingunni.“
Til að rifja upp forsögu málsins stendur til að millifæra 80 mia.kr. úr ríkissjóði til tæplega helmings fjölskyldna í landinu á næstu fjórum árum. Miðað við svar ráðherrans liggur sem sagt ekkert fyrir til grundavallar þessari ákvörðun og ekkert mat á áhrifum þess að færa þessa gífurlegu fjármuni frá einum stað til annars. Engar upplýsingar um hvort og þá hverra vanda þetta kann að leysa eða hvort einhver vandi verður yfir höfuð leystur.

Blóðug samkeppni

Það er allt að því blóðug samkeppni á raforkusölumarkaðinum. Þar stendur einstaklingum og fjölskyldum m.a. til boða að kaupa rafmagn frá mörgum ólíkum aðilum sem getur sparað ófáar krónur í þungum heimilisrekstri. Fólk getur t.d. farið inn á vef Orkusetursins og borið saman þá valkosti sem því eru í boði á þessum harða samkeppnismarkaði. Sé miðað við almenna notkun upp á 5000 kwst kemur berlega í ljós að Orkubú Vestfjarða býður betur en allir aðrir eða 76.663 í.kr. á ári á meðan Orkuveita Reykjavíkur og HS orka eru lang hæst, með reikning um á 78.044 í.kr. fyrir árlega notkun. Þarna munar heilum 1.381 í.kr. á milli þessara samkeppnisaðila, eða um 3,78 í.kr. á hverjum einasta degi ársins. Og munar um minna.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS