Róstusamt á kærleiksheimilinu

Eftir að hafa tuskað forsætisráðherrann til úr ræðustól Alþingis í gær bætti Bjarni Benediktsson um betur í hádegisfréttum RÚV. Fyrr um morguninn hafði forsætisráðherra gefið lítið fyrir álit og umsögn AGS á stóru millifærslunni en sjóðurinn sagði hana vera vonda að flestu leyti, jafnt fyrir almenning sem ríkissjóð. Klukkutíma síðar var svo spilað viðtal við formann sjálfstæðisflokksins sem sagðist hins vegar taka athugasemdir AGS alvarlega, ekki síst varðandi áhrif millifærslunnar á Íbúðalánsjóð sem myndu kostað ríkissjóð tugi milljarða króna.
Það er greinilegt að Bjarna er farið að leiðast ruglandahátturinn í formanni framsóknarflokksins og er að taka sér stöðu gegn honum og skapa sér pólitískt rými.
Það er róstusamt á kærleiksheimilinu.