Björn Ingi og óánægja framsóknarmanna

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi framsóknarflokksins, skrifar merkilegan pistil á bloggsíðu sína í gær. Þar hneykslast hann mjög á þeim hugmyndum sem upp eru komnar um blóðugan niðurskurð í vaxta- og barnabótum og til þróunaraðstoðar. Björn Ingi beinir orðum sínum að Vigdísi Hauksdóttur og segir breytingar á fjárlagafrumvarpi ekki vera einkamál hennar og að tillögurnar séu órafjarri þeim framsóknarflokki sem hann sjálfur þekkir. Björn Ingi segir það enda hafa „komið á daginn að í þingflokki framsóknarmanna eru menn og konur allt annað en sátt við framgöngu formanns fjárlaganefndar í morgun. Þar eru þingmenn raunar beinlínis æfir yfir þessu.

Til varnar Vigdísi Hauksdóttur

Miðað við það sem lesa má á internetinu telja margir að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar sé veik og á röngum lyfjum. Því er haldið fram að hún sé varla með réttu ráði og gangi ekki heil til skógar. Þetta þykist fólk geta lesið úr hegðun hennar og framgöngu, nú síðast í viðtali á RÚV í morgun.
Það er ekkert nýtt að fólk sé talið veikt eða galið vegna skoðana sinna eins og dæmin sýna. Slíkur málatilbúnaður ber hins vegar oftar en ekki vitni um málefnafátækt og rökþrot.
Það er ekkert að Vigdísi frekar en flestum öðrum. Það á ekki að tala þannig um hana eða nokkurn annan mann. Við erum öll einhvern veginn öðruvísi. Það er enginn eins. Sem betur fer.

Tilgangslítil lagabreyting

Í lok mars 2009 samþykkti Alþingi einum rómi frumvarp Rögnu Árnadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, um breytingar á lögum um nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti. Með samþykkt laganna var aðfarafrestur lengdur úr 15 dögum í 40 og nauðungarsölu fasteigna frestað til loka árs 2009. Þessi ákvæði laganna voru síðan framlengd fram eftir ári 2010. Þetta gaf fólki tíma og svigrúm til að ná utan um sín mál og nýta sér aðgerðir stjórnvalda til að forðast gjaldþrot og nauðungarsölur.

Af hverju eru börnin ekki spurð?

Niðurstöður PISA eru óviðunandi og mikill áfellisdómur, segir fólk, án þess að vita hverju er um að kenna.
En hvað með börnin? Hefur einhverjum dottið í hug að spyrja þau hvað þeim finnist um að talað sé til þeirra með þessum hætti? Að þau séu meira og minna misheppnuð, vitlaus og slakari en önnur börn? Hvernig líður þeim undir þessari umræðu? Börn eru mælitæki í svona rannsóknum. Niðurstöður rannsóknanna eru lesnar af prófblöðum barna. Fullorðið fólk ætti að hafa það í huga áður en það tjáir sig um niðurstöðurnar.
Hvað finnst þeim um PISA? Hvað finnst þeim um að rætt sé um þau með þessum hætti? Að þau séu heimskari en önnur börn?
Af hverju eru börnin ekki spurð?
Miðað við umræðuna að börnum áheyrandi, gæti spurningin verið einhvern veginn svona:
„Hvernig finnst ykkur að vera svona vitlaus?“

Svikamyllan

Það er smám saman að flettast ofan af svikamyllu stjórnarflokkanna eftir því sem frá líður sýningunni í Hörpu. Hér eru nokkur raunveruleg dæmi um mismunandi áhrif aðgerðanna eftir stöðu fólks og efnahag:

Dæmi 1:
Fjölskylda, hjón með tvö börn, skuldaði 25 m.kr. verðtryggð húsnæðislán. Hún fékk 4 milljónir niðurfelldar í 110% leiðinni á síðasta kjörtímabili og sérstakar vaxtabætur líka og fær því ekkert í aðgerðunum núna þar sem sú leiðrétting er dregin frá og er yfir 4 m.kr. hámarkinu í aðgerðunum núna. Samanlagðar mánaðartekjur þessarar fjölskyldu eru 550 þúsund krónur (bæði í kennslu) sem bendir til þess að afar ólíklegt sé að hún geti nýtt sér nokkuð af 70 milljörðunum í gegnum sérstakan viðbótarsparnað.

Þvílíkt lýðskrum!

Formaður fjárlagnefndar segir að tekist hafi samstaða milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að mynda þjóðarsátt um Landspítalann. Varaformaður sömu nefndar segir að búið sé að finna peninga til að setja í spítalann.
Þvílíkt lýðskrum!
Eina ósættið sem verið hefur á Alþingi  milli stjórnar og stjórnarandstöðu um þetta mál er fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í því er ráðist af hörku í ástæðulausan og blóðugan niðurskurð á framlögum til rekstrar og tækjakaupa á spítalanum. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á ekkert skylt við þjóðarsátt um Landspítalann, frekar en formenn fjárlaganefndar við heilbrigða skynsemi.

Einfalt og skýrt

Fyrst þetta:
47% íslenskra heimila skulda ekki húsnæðislán. Af þeim eru 27% á leigumarkaðinum. Þessi hópur á ekki tilkall til 80 milljarðanna sem eiga að fara í niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum. Þeim peningum, sem eiga að koma úr ríkissjóði, verður skipt á milli þeirra sem eftir eru, þ.e. 53% íslenskra heimila sem skulda verðtryggð húsnæðislán. Það á að gera án þess að taka tillit til tekna eða eigna viðkomandi aðila.
Þetta eru staðreyndir sem ekki þarf að deila um.
Svo þetta:
Hverjir eru það þá sem eru líklegir til að fá mest út úr aðgerðunum og fylla upp í fjögurra milljón króna þakið sem hver og einn á að geta fengið?

Heimsmet framsóknarflokksins

Kosningaloforð framsóknarflokksins var heimsmet í loforðum. Loforðið var að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila yrðu færðar niður um 2-300 mia.kr. – ókeypis. Þegar upp var staðið fór það svo að gerð er tillaga um að lánin verði færð niður um 80 mia.kr. og við borgum það sjálf. Til að kóróna svo ömurðina fer stærsti hluti upphæðarinnar til þeirra sem minnst þurfa á því að halda og minnst til þeirra sem á þurfa að halda.
Niðurstaðan verður því sú að í stað þess að  leggja fram lausn á vanda er búið að leggja grunn að stærri vanda en við höfum áður horfst í augu við.
Heimsmetið hefur snúist upp í innanhéraðsmet í lýðskrumi hjá framsóknarflokknum.
Kostnaðurinn mun svo lenda á okkur öllum eins og síðast.
Það verður svo væntanlega einnig skrifuð um það ítarleg skýrsla – eins og síðast.

Er þetta það sem um var rætt?

Samkvæmt því sem fram hefur komið ætlar ríkisstjórnin að efna stóra loforð framsóknarflokksins í stórum dráttum svona:
1. Ríkissjóður ábyrgist lækkun á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um 80 mia.kr.
2. Launþegum verður boðið að greiða höfuðstól lána sinna niður um 70 mia.kr. með sérstökum skattlausum sparnaði.

Ekki frétt dagsins

Í fréttum RÚV um boðaða skuldaleiðréttingu segir að ríkisstjórnin hafi í morgun „ … samþykkt að halda áfram vinnu við undirbúning að framkvæmd tillagnanna og smíða lagafrumvarp á grundvelli þeirra.“
Ríkisstjórnin hefur sem sagt ákveðið að hætta ekki við og halda áfram undirbúningi. Sem þýðir þá væntanlega að enn hefur engin ákvörðun verið tekin?
Einnig segir í fréttinni „… að útfærslan feli í sér viðamestu efnahagsaðgerð ríkisstjórnarinnar til þessa.“
Það er vel skiljanlegt enda hefur ríkisstjórnin ekki gripið til neinna aðgerða til þessa.
Formaður sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við RÚV að honum lítist vel á tillögurnar en „ … nákvæm áhrif aðgerðanna eru háð fullri þátttöku allra …“

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS