Það er smám saman að flettast ofan af svikamyllu stjórnarflokkanna eftir því sem frá líður sýningunni í Hörpu. Hér eru nokkur raunveruleg dæmi um mismunandi áhrif aðgerðanna eftir stöðu fólks og efnahag:
Dæmi 1:
Fjölskylda, hjón með tvö börn, skuldaði 25 m.kr. verðtryggð húsnæðislán. Hún fékk 4 milljónir niðurfelldar í 110% leiðinni á síðasta kjörtímabili og sérstakar vaxtabætur líka og fær því ekkert í aðgerðunum núna þar sem sú leiðrétting er dregin frá og er yfir 4 m.kr. hámarkinu í aðgerðunum núna. Samanlagðar mánaðartekjur þessarar fjölskyldu eru 550 þúsund krónur (bæði í kennslu) sem bendir til þess að afar ólíklegt sé að hún geti nýtt sér nokkuð af 70 milljörðunum í gegnum sérstakan viðbótarsparnað.